Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 18
Í matreiðsluþáttunum Hið blóm- lega bú segir af borgarbarninu Árna Ólafi Jónssyni sem hættir í vinnu sem kokkur á Manhattan og flytur upp í sveit heima á Íslandi. Árni er staðráðinn í að lifa af landinu í Borgarfirðinum og kynnast matarmenningunni í sveit- inni. Hann er afar einlægur í nálgun sinni á þetta verkefni og þættirnir eru bráðskemmtilegir. Óhætt er að full- yrða að Árni Ólafur sé betri sendi- herra fyrir sveitir landsins en Guðni Ágústsson og flestir síðustu landbún- aðarráðherrar okkar til samans. Við það að horfa á þættina kviknar löngun til að rækta grænmeti og ávexti, gera tilraunir í eldhúsinu með íslenskar af- urðir og láta loksins verða af því að ná sér í skrokk í haust. Geri aðrir betur. Djúpsteiktir túnfíflar með hunangi Fréttatíminn heimsótti Árna og búið blómlega á dögunum. Það er á bænum Árdal í Borgarfirði. Þar voru þættirnir teknir upp síðasta sumar og eftirvinnsla þeirra hefur sömuleiðis að mestu farið fram þar. Í Árdal tók Árni á móti okkur ásamt hinum aðstandendum þáttanna, Bryn- dísi Geirsdóttur framleiðanda, og Guðna Páli Sæmundssyni leikstjóra. Og þar var ekki komið að tómum kof- anum. Þremenningarnir reiddu fram mikla veislu sem samanstóð að mestu af vörum og afurðum úr sveitinni. Árni bakaði pönnukökur og með þeim var boðið upp á rjóma frá Erps- stöðum. Guðni Páll handþeytti. Með dýrindis brauði var boðið upp á ost frá Erpsstöðum og pylsur sem þremenn- ingarnir gerðu sjálfir í fyrrahaust. Úr grísunum sem þau héldu á bænum. Þá voru á boðstólum dýrindis sultur frá Hundastapa. Rúsínan í pylsuend- anum voru þó túnfíflarnir. Guðni Páll tíndi þá í túnfætinum og snyrti til fyrir Árna sem djúpsteikti þá í tempura. Fíflarnir djúpsteiktu voru afar góm- sætir með smá skvettu af hunangi frá Rauðsgili ofan á. Mikil tækifæri í sveitinni „Við Bryndís höfum bæði mikinn áhuga á mat og matargerð. Okkur finnst gaman að elda góðan mat,“ segir Guðni Páll þegar við erum sest niður við veisluborðið. Þau segja að kokkaþættir í dag snúist allir um að matreiðsla sé fljótleg og einföld. Þau hafi hins vegar viljað gera þátt þar sem áherslan væri á hráefnið og uppskriftir unnar frá grunni. Í fyrsta skipti sé vaxin úr grasi kynslóð fólks sem hafi enga tengingu við landbúnað og upplagt sé að veita henni innsýn í sjónvarpi. „Ég er frá Reykholti hér í Borgarfirði. Meira að segja, okkur sem búum í Breiðholtsstrákurinn sem fékk nóg af New York og flutti upp í Borgarfjörð Árni Ólafur Jónsson vildi verða kokkur en ákvað að feta í fót- spor foreldra sinna og læra viðskiptafræði. Hann sá eftir því og lét á endanum drauminn rætast. Eftir að hafa starfað á fínum veitingastöðum á Manhattan lét Árni slag standa og flutti upp í Borgarfjörð með vinafólki sínu til að gera mat- reiðsluþætti. Úkoman er hinir frábæru þættir Hið blómlega bú þar sem Árni heillar áhorfendur með einlægum áhuga sínum á sveitinni og því sem hún gefur af sér. Fréttatíminn heimsótti Árna og samstarfsfólk hans í Árdal. sveit en erum ekki bændabörn, vantar sum tengsl við sveitastörfin,“ segir Bryndís sem segir forvitni hafa rekið þau áfram. „Þó veru- leiki bænda og neytenda sé ólíkur fara hags- munir þeirra saman,“ segir Bryndís sem er dóttir hins þjóðkunna Geirs Waage, sóknar- prests í Reykholti. Eftir að hafa búið í höfuð- borginni og í Bologna á Ítalíu kveðst Bryndís sannfærð um kosti íslensku sveitarinnar. „Það eru mikil tækifæri í sveitinni, maður sér það eftir að hafa verið hér í ár. Það er hægt að byggja upp áhugaverð fyrirtæki hér.“ Bryndís og Guðni Páll eru hjón og höfðu þau gengið með hugmynd að þættinum í mag- anum lengi. Í heil tvö ár höfðu þau augun opin fyrir stjórnanda þáttarins og hentugum stað fyrir tökur. Þau hittu Árna í áramótaveislu hjá sameiginlegri vinkonu og lentu á eins og hálfs tíma spjalli um mat og matarhefðir. Í kjöl- farið ákváðu þau að halda matarboð og halda spjallinu áfram. Og matarboðið varð nokkuð skrautlegt. „Það byrjaði klukkan fimm og for- rétturinn var borinn á borð klukkan átta. Aðal- rétturinn kom á borð um miðnætti og eftirrétt- urinn fjögur um nóttina,“ segja þau og hlæja að minningunni. Árni segir að í þessu matarboði hafi Guðni Páll og Bryndís sagt sér frá hugmyndinni um þáttinn. „Já, og Árni sagðist alveg vita um rétta fólkið fyrir okkur til að stjórna honum. Hann sá sig ekki alveg í því hlutverki,“ segir Guðni og hlær. Bjó til salat fyrir Bill Clinton Árni Ólafur Jónsson er 33 ára gamall. Hann Árni Ólafur Jónsson hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum Hið blómlega bú. Þættirnir eru teknir upp í Árdal í Borgarfirði. Ljósmyndir/Hari Framhald á næstu opnu 18 viðtal Helgin 28.-30. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.