Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 64
Fámennum hópi áhugafólks hefur tekist að afla fjár til kaupa á einstöku hljóðfæri sem tekið var í notkun í Akureyrarkirkju í vikunni. Þetta er lítið hljóðfæri af sembalfjölskyldunni, svokallaður virginall, sem á sér engan sinn líka á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Hljóðfærið er smíðað algjörlega eftir þörfum endurreisnar- og snemmbarokktón- listar. Barokksmiðja Hólastiftis ses. heitir menn- ingarfélagið sem stendur að þessum hljóð- færakaupum en stjórn þess er skipuð tónlistar- fólki og áhugafólki um barokk. Barokksmiðjan var stofnuð til að auka áhuga Íslendinga á barokktónlist og öðrum listum og menningu barokktímans. Hápunktur hvers árs í starfi Barokksmiðjunnar er Barokkhátíðin á Hólum sem haldin er síðustu helgina í júní ár hvert. Hátíðin í ár hefst á fimmtudag og þar kennir ýmissa grasa. Þátttakendur eru nú frá Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Hollandi þannig að hátíðin er alþjóðleg. Hljóðfærið smíðaði Tony Chinnery á Ítalíu, einn færasti sembalsmiður Evrópu. Það kostar um tvær og hálfa milljón króna. Menningarráð Eyþings og Menningarráð Norðurlands vestra styrktu kaupin á hljóð- færinu.  Barrokk Söfnuðu fyrir virginall Eina hljóðfæri sinnar tegundar Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is a ð gefa út plötu er algjörlega ný reynsla fyrir mér. Mig hefur lengið langað til að gefa út eigin tónlist en lengi verið feimin við að leyfa fólki að heyra mínar eigin tónsmíðar og ekki látið verða af því fyrr en núna,“ segir Edda Borg Ólafsdóttir, tón- listarkennari, skólastjóri, söngvari og lagasmiður. Hún gefur út sína fyrsta sólóplötu „No words needed“ þann 4. júlí næstkomandi. Útgáfu- tónleikarnir verða haldnir á Rósen- berg sama kvöld. „Ég hef sungið aðalraddir, bak- raddir, spilað á pianó, spilað djass- tónlist, stofnað eigin hljómsveit en ekki tekið upp mína eigin plötu fyrr en núna.“ Edda byrjaði að spila á píanó aðeins sex ára gömul og hún hefur starfað við tónlist í 30 ár. „Það var algjörlega ný reynsla fyrir mig að taka upp plötuna vegna þess að þá þurfti ég allt í einu að fara hlusta á öll hljóðfærin, þarna þurfti ég að hlusta öðruvísi og beita heyrninni á annan hátt,“ segir Edda og segist ánægð yfir því hversu mikið hún hafi lært í gegnum ferlið. Platan „No words needed,“ varð að veruleika með dyggri hjálp Friðriks Karlssonar gítarleikara í Mezzoforte ásamt fleirum hæfi- leikaríkum tónlistarmönnum. Frið- rik hvatti Eddu til þess að ganga skrefinu lengra með þá tónlist sem hún hafði samið og framleiddi efnið með Eddu frá grunni. Edda vill flokka tónlist sína sem „smooth jass“ eða „fusion jass“ í ætt við tónlist Mezzoforte sem á íslensku hefur verið kallað „bræð- ingur.“ „ Djassinn er eins konar samræðutónlist og þá er eins og hljóðfæraleikararnir séu að tala saman þegar þeir spila og það finnst mér koma í gegn á minni plötu það er svo mikil tilfinning í sólóunum. Og það má kannski segja að þarna hitti diskóið djassinn,“ segir Edda. Edda segir að tónlistin komi stundum til hennar og jafnvel heilu lögin, „ Það má segja að þegar ég sest niður við píanóið og byrja  TónliST fyrSTa SólóplaTa Eddu Borg Feimin vegna eigin tóns míða Söngkonan Edda Borg hefur starfað í tónlist í þrjátíu ár en gefur nú loks út fyrstu sólóplöt- una sína. Hún er feimin við að leyfa öðrum að heyra eigin tónsmíðar. Tónlistin er svokallað „smooth jazz“ og varð að veruleika með dyggri hjálpa Friðriks Karlsson- ar, gítarleikara í Mezzo- forte ásamt fleirum. Edda Borg nýtur þess að gefa út sína fyrstu plötu. Mynd/Hari Hljóðfærið, sem kallast virginall, sem er af sembalfjölskyldunni, var smíðað af einum færasta sembals- miði Evrópu, Tony Chinnery. Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Ertu búinn að fá þér Veiðikortið! www.veidikortid.is Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.- 00000 64 menning Helgin 28.-30. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.