Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 32
Að fasta eða ekki fasta É Ég er matmaður og mikill sem slíkur. Ef ég er ekki að borða mat, er ég að elda mat, horfa á einhvern búa til mat í sjón- varpinu eða lesa um mat. Stundum les ég um það hvernig snúa má við þeirri óheppilegu þróun sem matur hefur á útlit og heilsu en yfirleitt er ég samt að borða. Í slíku heilsuriti las ég nýlega að nú þyki það þjóðráð að fasta einn dag í viku. Eftir nokkuð sukk dagana fyrir um og eftir þjóðhátíðardaginn ákvað ég að prófa. Sleppa því að borða einn dag, – nú skyldi aldeilis fastað. Þetta hef ég reyndar prófað einu sinni áður, ekki með mjög góðum árangri. Það var stór pítsa á matseðlinum það kvöldið. En nú er ég eldri, orðinn staðfastur, bæði faðir og eig- inmaður. Ég leit á greinina í blaðinu sem áskorun. Má enda vel við því að missa úr máltíð eða tvær. Föstudagurinn varð að sjálfsögðu fyrir valinu og það reyndist mér furðu auðvelt að borða ekkert. Frúin á bænum bauð reyndar systrum sínum í mat heim til okkar þá um kvöldið. Á boð- stólum voru pítsur! Staðráðinn í því að falla ekkií freistni eins og þarna um árið ákvað ég að fá mér kvöldgöngu um Hlíð- arnar á meðan pítsunni voru gerð skil. Fastan gekk því eins og í sögu. Ég reyndi að drekka vatn og eitthvert tesull. Fannst ég vera á pari við Sollu á grænum, þetta gekk svo vel. Morguninn eftir var byrjað á hrærðu eggi og ég svona frekar stoltur af afrek- inu þótt ekki verði meira sagt. Hafði lifað af heilan sólarhring og gott betur án þess að borða svo mikið sem munnbita. Ég, mathákurinn mikli. Þetta var sko sigur andans yfir efninu hugsaði ég og var strax farinn að velta því fyrir mér hvort ég hefði það í mér að gerast grænmet- isæta. Seinna um daginn bauð litla systir í pönsur með rjóma eftir útskrift úr Há- skólanum. Ja, sei, sei litla barnið bara út- skrifað með háskólapróf, hugsa ég þegar fjórða eða fimmta rjómapönnsan rann ljúflega niður matargatið. Ég segi nokkuð stoltur frá föstunni milli munnbita, fæ þó oftast bágt fyrir. Fjölskyldan keppist við að segja mér að hóf sé best í öllu. Þessar venjulegu línur fólks sem ekki hefur vilja- styrk til að fasta heilu og hálfu dagana eins og ég. Eftir veisluna, þegar allir er komir út í bíl finn ég að ekki er allt með felldu. Mag- inn er byrjaður að mótmæla rjómapönns- unum. Ég reyni að hugsa ekki til þessa þegar við skutlum betri helmingum niður í bæ til að hitta fyrrnefndar systur sínar í meiri pítsu. Eftir skutlið sátum við fjögur eftir í bílnum ég, börnin mín tvö og ein auka frænka. Við vorum boðin í kvöldmat í Kópavoginn. Á leiðinni þangað er Foss- vogurinn, uppeldisstöðvar mínar. Þar þekki ég hvert strá og nokkurn veginn einmitt þar sem ég, sem stráklingur, datt í kúamykjuhaug fyrir margt löngu finn ég að maginn er nú hættur að mótmæla og er kominn í stríð. Ég veit ekki hvort það voru minnningarnar um volga kúadelluna sem stigmögnuðu ástandið en nú voru góð ráð dýr. Ansans vesen, hugsaði ég, nú á ég eftir að gera í buxurnar – hérna í For- dinum. Með börnin mín og litlu frænku í aftursætinu. Það á ekki eftir að líta vel úr á ferilskránni. Bensínið var því stigið í botn og við rétt náðum á áfangastað. Hús- ráðendum bauð ég ekki svo mikið sem góða kvöldið áður en strikið var tekið á náðhúsið. Þetta er nýbygging og ég þakka æðri máttarvöldum fyrir að fyrsta innihurðin þar á bæ var sett á þetta sama náðhús fyrr í vikunni. Eftir þessa reynslu hef ég ákveðið að leggja allar föstuhugsanir á hilluna í bili en mér hefur í stöku sinni síðan verið hugsað til þeirra sem þetta reglulega stunda og ég vona innilega að þeir sömu komist í það minnsta í nágrenni við sæmi- legan blómapott daginn eftir. Þó ekki sé nema barnanna vegna. Te ik ni ng /H ar i Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL – fyrst og fre mst ódýr! í pk. 16 1498kr.kg Verð áður 2999 kr. kg Zewa eldhúsrúllur, 16 rúllur ú pakka 2 pakka á mann me ðan birgðir endast 50% afsláttur 32 viðhorf Helgin 28.-30. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.