Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Síða 68

Fréttatíminn - 28.06.2013, Síða 68
 Í takt við tÍmann Guðmundur Heiðar HelGason Borðar á Grillhúsinu þegar það er fiskur í mötuneytinu Staðalbúnaður Eftir að ég byrjaði að vinna í banka þarf ég að vera snyrtilegur. Ég klæði mig í bleiser, skyrtu og bindi á morgnana. Það var draumur sem rættist þegar ég gat farið að vera með bindi í vinnunni en maður getur orðið pínu þreyttur á því. Þegar ég kem heim vippa ég mér oft beint í stuttbuxur. Fötin kaupi ég mér oftast í Selected, ég er svolítið mjór og það er fínt að fá föt fyrir mjónur þar. Svo hef ég verið að versla svolítið í Next, það eru oft aðeins ódýrari föt þar. Ég hef líka verið svolítið hrifinn af Levi’s fyrir hversdags- fötin. Hug­ búnaður Ég neita því nú ekki að mér finnst gaman að fara út með Guðmundur Heiðar Helgason er áhugamaður um góð léttvín en pantar sér oftast gin & tónik á barnum. Trekking (Petrol og Khaki) Kuldaþol -20 Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm Þyngd 190/1,70 kg og 175/1,65 kg Verð kr. 13.995,- Tjaldasalur - verið velkomin Kúlutjöld - fjölskyldutjöld - göngu tjöld Savana Junior (blár og rauður) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 150 cm Þyngd 0,95 kg VERÐ 11.995,- Savana (blár) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 195cm Þyngd 1,45 kg Verð kr. 13.995,- Micra (grænn og blár) Kuldaþol -14°C Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg Verð kr. 16.995,- FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS Guðmundur Heiðar Helgason er 25 ára Kópavogsbúi sem starfar sem þjónustufulltrúi hjá Arionbanka í Kringlunni. Hann og félagar hans hafa vakið athygli fyrir grínþættina Punktinn sem nýlega hófu göngu sína á Mbl.is. Guðmundur keyrir um á BMW og er kallaður Gummi „bullet“. Lj ós m yn d/ H ar i vinum mínum og fá mér aðeins í glas. Á tímabili fór ég oft á Lebowski en það er svolítið síðan ég fór þangað síð- ast. Svo fer ég stundum á Ellefuna og Ziemsen, það fer bara eftir því í hvern- ig skapi maður er. Ég var að vinna í Vínbúðinni og hef eftir það rosalegan áhuga á víni. Mér finnst líka gaman að vera svolítið fínn á því og drekka gott léttvín. Á barnum drekk ég samt oftast gin & tónik. Ég spila fótbolta nokkrum sinnum í viku og er að spila í Gulldeildinni. Ég spila frammi og á kantinum, enda er ég léttur á mér og er stundum kallaður Gummi „bullet“. Ég hef rosa gaman af kvikmyndum og fer eins oft í bíó og ég get. Ég horfi hins vegar afar lítið á sjónvarpsþætti, ætli South Park sé ekki það eina sem ég horfi á. Þegar fólk byrjar að tala við mig um Game of Thrones og Breaking Bad stend ég bara og kinka kolli. En planið er reyndar að fara að bæta sig í Breaking Bad. Vélbúnaður Ég er voða mikið eftir á í tækni- málum. Ég á hundgamla tölvu og gamalt túbu- sjónvarp sem ég fékk í fermingargjöf árið 2001. DVD- spilarann minn fékk ég á 700 krónur í Góða hirðin- um. Ég náði þó að uppfæra símann um daginn, allt í einu á ég síma sem er ekki með takka heldur bara skjá. Þetta er Samsung Galaxy III og ég er ánægður með hann. Hann virkar vel fyrir Facebook og fleira. Aukabúnaður Ég elda því miður rosalega lítið. Ég er nýfluttur inn í íbúð í Kópavogi, á bara einn pott og það er ekki ofn í íbúðinni. Móðir mín hafði reyndar lofað mér örbylgju- ofni í innflutningsgjöf en það eru liðnir þrír mánuðir og ég er enn að bíða eftir honum. Þangað til verð ég bara að nota samlokugrillið. Ég borða oft á Grillhúsinu í Kringlunni, sérstaklega á þriðjudögum þegar það er fiskur í matinn í bankanum. Svo er ég rosa hrifinn af pönnupítsunum á Dominos. Við kærastan pöntum oft svoleiðis á sunnudögum. Ég á BMW 318, árgerð 1999. Hann er keyrður 240 þús- und kílómetra og er svolítið harður. Ég nota ekki mikið af snyrtivörum, bara DiFi í hárið, Diesel-rakspíra og rakvél öðru hvoru. 68 dægurmál Helgin 28.-30. júní 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.