Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 54
54 bækur Helgin 28.-30. júní 2013 GLORIOUSLY WASTED (16) LAU: 18:00, 20:00, 22:00 SUN: 18:00, 20:00, 22:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 Á A NN AN VE G MYS TER Y ISL AND FLIC KBO OK F ILMS OG S INDR I KJA RTAN SSO N KYN NA K VIKM YND EFT IR HA FST EIN G UNN AR S IGUR ÐSS ON A ÐAL HLU TVE RK H ILM AR G UÐJÓ NSS ON S VEIN N ÓLA FUR GUN NAR SSO N OG ÞOR STEI NN B ACH MAN N TÓN LIST ARS TJÓR N KG B HLJ ÓÐV INNS LA BÍ ÓHL JÓÐ KLIPP ING K RIST JÁN L OÐM FJÖR Ð LEIK MYN D HÁ LFD ÁN P EDER SEN KVIK MYN - DAT AKA ÁRN I FIL IPPU SSON FRAM LEIÐ END UR ÁR NI FI LIPP USS ON D AVÍÐ ÓSK AR Ó LAFS SON HRE INN BEC K TO BIAS MU NTH E TH EO Y OUN GST EIN S INDR I KJA RTA NSS ON SAG A EF TIR H AFST EIN G UNN AR S IGU RÐS SON OG S VEIN ÓLA F GU NNA RSS ON H AND RIT H AFS TEIN N GU NNA R SI GUR ÐSS ON L EIKS TJÓR N HA FSTE INN GUN NAR SIG URÐ SSO N HILMAR GUÐJÓNSSON SVEINN ÓLAFUR GUNNARSSON OG ÞORSTEINN BACHMANN Í KVIKMYND EFTIR HAFSTEIN GUNNAR SIGURÐSSON FRUMSÝND 2. SEPTEMBER The Coproduction Office presents a Zik Zak Filmworks · Essential Filmproduktion · The Bureau · M&M Productions · Production Cast Tómas Lemarquis · Thröstur Leó Gunnarsson · Elı́n Hansdóttir · Anna Fridriksdottir · Hair and Make up Frı́da Metúsalemsdóttir · Costume Design Linda B. Árnadóttir · Tanja Dehmel · Set Design Jón Steinar Ragnarsson · Music slowblow Sound Design Pétur Einarsson · Editing Daniel Dencik · Director of Photography Rasmus Videbæk DFF · Co-Producer Sol Gatti-Pascual · Executive Producers Lene Ingemann · Tivi Magnusson · Susanne Marian and Prof. Dr. Klaus Keil Thorfinnur Omarsson · Lucas Schmidt · Michael Schmid-Ospach · Paul Trijbits · Vinca Wiedemann · Producers Philippe Bober · Kim Magnusson · Skúli Fr. Malmquist · Thorir Snær Sigurjónsson Written and directed by Dagur Kári Supported by Danish Film Institute · Film Council · Filmboard Berlin-Brandenburg · Filmstiftung Nordrhein-Westfalen · Islandic Film Foundation · In cooperation with ZDF Das kleine Fernsehspiel Arte D I G I T A L THE NORDIC FILM AWARD GOTHENBURG 2003 GRAND JURY PRIZE ANGERS 2003 MOVIEZONE AWARD ROTTERDAM 2003 SWEDISH CHURCH AWARDBEST MUSIC ANGERS 2003 IPRESCI GOTHENBURG 2003 COOL CUTS (WITH ENGLISH SUBTITLES) *SEE SCHEDULE ON BIOPARADIS.IS  Nei! Níu milljón nautheimsk náhveli!  Fari allir blaðamenn á blálogandi billjón faðma dýpi. Svona er þessi sorpblaðamafía! Fari það í þúsund þorska, að maður hefði þegið að þaggað væri niður í þeim!  Ég skal flytja þig á sjálf- virku færibandi og fabríkera úr þér fiskimél.  Fari það í tuttugu trilljónir af tútnum túnfiskum!  Komdu hérna með mér vesæli vellingur!  Kolsvartir kolkrabbar og billjón blekaðir beinhákarlar.  Trilljón truntufýlur og tryllingsleg trönusíli! Þegar ég kem klónum í þig, skal skal hausskera þig, kverka þig, slógdraga, roðfletta, flaka og hengja á rá!  Lúðulaggar! Lubbaleg lindýr. Lúsugir og graut- linir niðurgöngulaxar.  Þú mannkynssmánarblettur! Þú... mann- vonnskuskeggapaskeppna! Ættir að hengjast til þerris á hæstu rá!  Snautaðu burt, svívirðilegi sjórekni draugur niður í subbulegu marglyttusúpuna!  Launmorðingi! Ég ætti að láta þig éta þitt eigið lúsuga skegg!  Skammastu þín burt, skítugi skrápháfur, skammarlegi skarkoli, skammarblettur, skemmdur skyrhákall!  Gráloðna, grútskítuga, grindhoraða grásleppa.  Viðbjóðslegi, vitlausi viðurstyggðar vöðuselur. Sígildar svívirðingar Kolbeins Kolbeinn kafteinn setur sinn sterka svip á þær Tinna-bækur þar sem hann er í slagtogi með blaðamanninum hjartahreina. Kolbeinn er alger andstæða Tinna; drykkfelldur, veikgeðja og stjórnlaus en að sjálfsögðu góð sál með stórt hjarta. Kjafturinn á Kolbeini er ekki síður mikill og blótsyrði hans og formælingar eru með því eftirminnilegasta í Tinna-bókunum, sérstaklega í þýðingum Lofts Guðmundssonar en þar fær sjóhundurinn að njóta sín á kjarnyrtri íslensku. Hér eru nokkrar sígildar svívirðingar kafteinsins. Tvær til viðbótar Eitthvað er það í fari hins hjartahreina Tinna sem viðheldur vinsældum hans og gerir það af verkum að áhuginn á honum erfist milli kynslóða. Ekki spillir svo fyrir að leikstjór- arnir Steven Spielberg og Peter Jackson ákváðu fyrir nokkrum árum að gera bíómyndaþríleik um hetjuna. Fyrsta myndin, The Adventures of Tintin, í leik- stjórn Spielbergs kom út fyrir tveimur árum, féll vel í kramið hjá unga fólkinu og hefur án efa aflað Tinna nýrra lesenda. Forlagið brást fyrir nokkrum misserum við eftirspurninni eftir Tinna og hóf endurútgáfu á bókunum sígildu í smærra broti en áður þekktist. Nú hafa tvær góðar bæst við en Vindlar faraós og Blái lótusinn komu út fyrir skömmu. Í Vindlar faraós ætla Tinni og Tobbi í skemmti- siglingu til Kína en hitta um borð hinn snarruglaða prófessor Fílímon Flanósa sem býður þeim með sér til Egyptalands en þegar þangað er komið flækist Tinni inn í áætlanir óvægins smyglhrings. Í Bláa lótusnum slappar Tinni svo af í góðra vina hópi á Indlandi eftir að hafa flett ofan af alþjóð- legum eiturlyfjasmygl- urum. Þangað berast honum óljós skilaboð sem reka hann af stað í enn eitt æsilegt ævintýrið. Tinna bækurnar í nýja brotinu eru nú orðnar átta en auk Bláa lótussins og Vindla faraós eru komnar út Leyndardómur Einhyrningsins, Fjár- sjóður Rögnvaldar rauða, Leynivopnið, Krabbinn með gylltu klærnar, Skurðgoðið með skarð í eyra og Kolafarmurinn. T inni er hugarfóstur belgíska teiknarans Georges Remi sem kallaði sig ætíð Hergé. Myndasöguhetjan hlýtur að teljast skriflatasti blaða- maður samanlagðrar dægurmenn- ingarsögunnar en þrátt fyrir að vera titlaður blaðamaður hefur hann varla skilað af sér nema tveimur til þremur greinum í prentun á löngum og æsispennandi ferli. Tinni er dyggðum prýddur, hrekklaus en útsjónarsamur og þrautgóður á raunastundum sem hefur ítrekað komið sér vel á því heimshornaflakki sem höfundur hans sendi hann á í vel yfir tuttugu bókum. Í raun er Tinni sjálfur svo blæbrigðalaus persóna að ef hann nyti ekki furðulegra aukapersóna við teldist hann líklega með leiðin- legri mönnum og ekki þarf að þræta fyrir að bækurnar um hann væru talsvert fátæklegri ef Kolbeinn kafteinn, prófessor Vandráður og rannsóknarlögreglu- mennirnir Skapti og Skafti lífg- uðu ekki upp á síðurnar. Tinni er skilgetinn sonur 20. aldarinnar og þvælist í frekar raunsæjum heimi í kringum miðbik síðustu aldar. Hann er því óhjákvæmilega barn síns tíma og hefur fengið nokkrar gusur yfir sig í seinni tíð þegar hann er skoðaður með gleraugum nýrra og upplýstari tíma. Fyrir tuttugu árum eða svo var mikið gert með að Tinni væri sam- kynhneigður og ýmis- legt tínt til því til staðfestingar, ekki síst náin vinátta hans og kínverska piltsins Chang. Því verður svo ekki neitað að kon- ur fyrirfinnast varla í veröld Tinna og þegar þær láta til sín taka þá eru þær sýndar í frekar neikvæðu ljósi. Eftirminnilegasta dæmið um þetta er að sjálfsögðu söngkonan Valía Veinólínó. Ákaf- lega þreytandi og erfið kona að eiga í samskipt- um við. Þá hefur Hergé fengið á baukinn í seinni tíð fyrir rasisma sem þykir æpandi áberandi í bókinni Tinni í Kongó. Sú bók þykir víða best geymd gleymd eða á báli. En Tinna fyrir- gefst þetta og ýmislegt annað og hann heldur áfram að heilla gamla lesendur sem nýja. Sjálfsagt má að einhverju leyti skýra stöðugar og jafnvel endur- nýjaðar vinsældir Tinna með því að hann er fulltrúi horfins heims, sem í endurliti virðist einfaldari og betri en nútíminn sem æðir áfram eftir ljósleiðurum á slíkum ógnar- hraða að manneskjan stendur eftir ráðvillt og firrt. Oft illa haldin af fortíðarþrá. Í þessu sambandi má nefna að gömlu, íslensku Tinna bækurnar eru í raun sterkari gjaldmiðill en krónan og hafa staðið af sér hagsveiflur mun betur en hlutabréf í stórfyrirtækj- um. Í þeirri fortíðarvakningu sem nú birtist ekki síst í þeirri tísku að enginn þykir maður með mönnum nema eiga vínýl-plötuspilara hafa myndasögurnar sem nutu hvað mestra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum, Lukku-Láki, Ástríkur, Tinni og fleiri orðið að eft- irsóttum safngripum. Setið er um notaðar bækur í Góða hirðinum og Kolaportinu og þær ganga kaupum og sölum og hækka í verði eftir því sem milliliðirnir verða fleiri. Útgáfan á Tinna bókunum í smækkaða brotinu svarar að ein- hverju leyti þörf þeirra sem þrá bara að komast í ævintýrin sjálf, hvort sem það er í fyrsta sinn eða til upprifjunar. Harðasta Tinna fólkið sættir sig þó ekki við neitt nema að fá sígilda myndaramm- ana, sem margir hverjir eru listaverk út af fyrir sig, í fullri stærð. Þetta fólk á þó ýmist bækurnar frá því í gamla daga eða stendur í slagnum um þær á nytja- mörkuðun- um.  Tinni Síungur á níræðiSaldri Hann er því óhjákvæmi- lega barn síns tíma og hefur fengið nokkrar gusur yfir sig í seinni tíð þegar hann er skoðaður með gleraugum nýrra og upp- lýstari tíma. Stendur sterkari en krónan Hinn hjartahreini og hugprúði blaðamaður Tinni sást fyrst á prenti 1929 í dagblaði í Belgíu. Hann sló í gegn og fór fljótt að birtast aðdáendum sínum í bókum. Tinni er 83 ára á þessu ári en tíminn hefur ekki bitið á honum. Hann er síungur og þótt ævintýri hans séu komin nokkuð til ára sinna eru þau einhvern veginn alltaf fersk. Tinni og Tobbi standast tímans tönn og selja enn bækur enda naskir við að laða til sín nýja og unga lesendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.