Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 10
S tarfsfólk skóla, frístund-astarfs eða ættingjar barna geta verið í þeirri stöðu að barnið ákveður að segja þeim frá því að það er vanrækt eða beitt ofbeldi. Miklu máli skiptir að bregðast rétt við þannig að barnið lokist ekki og þegi áfram yfir of- beldinu. „Þau lokast ef þeim finnst fyrstu viðbrögð ekki rétt,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur hjá Barnahúsi. „Sum börn segjast hafa sagt frá áður en ekkert hafi verið á þau hlustað. Það skiptir öllu hvernig sá fyrsti sem þau segja frá bregst við. Stundum spyrja börnin sérstakra spurninga. Níu ára barn veit að snerting á kynfærum er óviðeig- andi og ef það spyr hvort níu ára börn geti orðið ólétt þá þurfa þeir fullorðnu að átta sig á því að þetta er skrýtin spurning og spyrja nánar af hverju barnið vill vita þetta og hvað það sé að hugsa,“ segir hún. Ólöf og Þorbjörg Sveinsdóttir sálfræðingur hjá Barnahúsi skrif- uðu bók um hvernig bregðast skal við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum og ber hún heitið Verndum þau. Bók- in kom fyrst út árið 2006 en í vor kom út ný og endurbætt útgáfa þar sem meðal annars er gerð grein fyrir breytingum sem hafa orðið á réttarstöðu barna á þessum tíma. „Hugsunin á bak við bókina var að fólk þyrfti ekki að finna upp hjólið í hvert sinn sem grunur vaknaði um vanrækslu eða ofbeldi gegn barni,“ segir Ólöf en á sínum tíma voru það fulltrúar mennta- málaráðuneytisins sem leituðu  Barnavernd Þeir Sem vinna með Börnum Þurfa að Þekkja merki um ofBeldi og vanrækSlu Fyrstu viðbrögð eru mikilvægust Mikilvægt er að hlusta vel þegar barn greinir fyrst frá því að það hafi verið vanrækt eða beitt ofbeldi og forðast leiðandi spurningar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókinni Verndum þau sem er ætlað að leiðbeina fólki um hvernig skal bregðast við grun um ofbeldi eða vanrækslu gegn börnum og unglingum. Yfir tvö þúsund tilkynningar bárust Barnaverndar- stofu á fyrstu þremur mánuðum ársins og er þetta 13% aukning frá fyrra ári. Þegar barn vill tjá sig um ofbeldi eða vanrækslu er mikil- vægt að vera tilbúinn til að hlusta þannig að barnið lokist ekki aftur. NordicPhotos/Getty til þeirra um að vinna fræðsluefni um þessi mál sem síðan varð að bók. Ólöf og Þorbjörg hafa einnig ferðast um landið og haldið á annað hundrað námskeið frá því hún kom út. Vernd- um þau er gefin út af Forlaginu í samstarfi við mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið og Æskulýðsvettvanginn sem er samstarfsvett- vangur Bandalags ís- lenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Ungmennafélags Íslands og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hún er unnin fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum, farið er yfir skyldur og ábyrgð þeirra ef þessi mál koma upp og hvernig skuli bregðast við. Bókin nýtist al- menningi engu að síður enda gefur hún leiðbein- ingar um hvernig eigi að lesa í vísbendingar um að barn sé beitt ofbeldi eða vanrækt auk þess sem þar er mikið af öðrum upplýsingum, svo sem um fyrirkomulag hjá barnaverndaryfir- völdum og ferli mála í refsivörslukerfinu. Á fyrstu þremur mán- uðum ársins bárust Barnaverndarstofu ríf- lega tvö þúsund tilkynn- ingar. Þar af eru 762 til- Tilkynningar til Barnaverndarstofu Fyrstu þrjá mánuði ársins Tilkynnandi 2012 2013 Barnið sjálft 12 18 Foreldrar barns 174 167 Aðrir ættingjar 98 98 Nágrannar 123 176 Önnur barnaverndarnefnd 43 61 Starfsmenn félagsþjónustu 67 48 Lögregla 791 853 Skóli 271 321 Leikskóli/gæsluforeldri 34 34 Læknir/heilsugæsla 149 201 Aðrir 117 144 Samtals 1.879 2.121 Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur hjá Barnahúsi kynningar vegna gruns um vanrækslu en 591 til- kynningar vegna gruns um að barn sé beitt ofbeldi. Þá bárust 756 til- kynningar vegna áhættu- hegðunar barns sem talið var stofna sjálfu sér eða öðrum í hættu. Aukning hefur orðið á heildarfjölda tilkynninga og er það til marks um að fólk sé meðvitaðra um þessi mál. Algengt er að börn sem verða fyrir ofbeldi leiti til aðila sem þau treysta í sínu nánasta umhverfi til að segja frá, til að mynda kennara, skátaforingja eða starfs- manni í dægradvöl. „Fólk sem vinnur með börnum eru lykilaðilar. Ef þeir skilja ekki það sem börnin gefa í skyn eru líkur á að ofbeldið haldi áfram. Með því að fólk sé meðvitað minnka líkur á að barnið verði fyrir enn meiri skaða,“ segir Ólöf. Hún leggur sérstaka áherslu á að alls ekki skuli spyrja börnin lokaðra og leið- andi spurninga, það er spurninga sem hægt er að svara með já eða nei. „Það þarf að sýna börn- unum að þú sért tilbúin til að hlusta,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Úr kaFlanum: ViðBrögð Við oFBEldisFrÁsögn „Það mikilvægasta sem fullorðnir geta gert þegar börn og unglingar leita til þeirra er að hlusta á það sem þau hafa að segja. Ekki grípa fram í fyrir barninu heldur leyfa því að tala óáreitt þannig að óheft frásögn þess af atburði eða ástandi komi fram. Börn geta verið mjög áhrifagjörn þegar þau eru að segja frá og þess vegna er sérstaklega mikilvægt að yfir- heyra þau ekki eða leiða þau áfram heldur hlusta vel. “ „Það er líka áríðandi að sýna ekki svipbrigði sem bera vott um hræðslu, vanmátt eða vanþóknum því slíkt getur aftrað börnum frá því að segja það sem þeim liggur á hjarta. Þetta skiptir sérstaklega miklu í ljósi þess að oft hafa börn beðið lengi eftir réttu tækifæri til að tjá sig og geta neikvæð viðbrögð af þessu tagi orðið til þess að þau þora ekki að segja frá.” „Mikilvægt er að hafa í huga að þagnarskyldan gildir ekki þegar barn greinir frá broti á barnaverndarlögum. Starfs- menn þurfa því að segja barninu að þetta sé „leyndarmál“ sem ekki megi þegja yfir og gera því grein fyrir að þú sem starfsmaður þurfir að fylgja ákveðnum reglum og verðir þar af leiðandi að fara með málið lengra. ... Gera þarf barninu grein fyrir að það sem er búið að gera því sé rangt og ekki því að kenna.” „Börn leika sér stundum í gegnum sorgina og áfallið. Þau leika það sem þau hafa orðið fyrir og þá má ekki stöðva leikinn því hann er þáttur í bataferlinu.” Fólk sem vinnur með börnum eru lykilað- ilar. PI PA R\ TB W A- SÍ A - 1 31 95 5 Vinur við veginn 11 kg 2 kg 5 kg 10 kg Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið Einfalt, öruggt og þægilegt! Smellugas 10 fréttaskýring Helgin 28.-30. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.