Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 49

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 49
matur 49Helgin 28.-29. júní 2013 Svo létt á brauðið E N N E M M / S ÍA / N M 57 65 5 Fátt er sumarlega en berjaeftir- réttir á góðviðrisdögum. Hér er einn girnilegur og þó nokkuð hollur – að minnsta kosti af eftirrétti að vera. Innihald 2½ dl ab-mjólk 50 g haframjöl 50 g heilhveiti 1 msk hrásykur 1 stk egg 1 stk rautt epli, afhýtt, kjarn- hreinsað og skorið í smáa bita örlítil repjuolía til steikingar Meðlæti  j arðarber eða önnur ber eða ávextir  grískt jógúrt  hlynsíróp eða hunang Aðferð: 1. Hrærið fyrstu fimm hráefn- unum saman. Bætið þá eplabitunum saman við. 2. Hitið teflonpönnu og hafið stillt á meðalhita. Látið örlitla olíu á pönnuna ef þurfa þykir. 3. Setjið góða matskeið af deigi á pönnuna og steikið varlega í u.þ.b. fimm mínútur hvora hlið. Hægt er að baka nokkrar pönnukökur í einu. 4. Berið fram með berjum, grískri jógúrt og hlynsírópi eða hunangi. Uppskriftin er fengin af vefnum gottimatinn.is og höfundur uppskriftar er Erna Sverrisdóttir.  Uppskrift sUmarlegUr eftirréttUr Eplapönnukökur með jarðarberjum og grískri jógúrt Humarsalat sumarsins Þ essi réttur er stút-fullur af brakandi ferskum salatlaufum og ávöxtum og dásamlegri hvítlauks- og sítrónudress- ingu sem kyndir undir sanna sumarstemningu. Aðalréttur fyrir fjóra til sex 1 kíló af humri, án skeljar klípa af smjöri 3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð 2 msk. timjan og/eða steinselja, saxað 1 avókadó 1 mangó melóna (helst kantalópa, appelsínu- gult kjöt) grænt salat, til dæmis klettasalat eða spínat graslaukur handfylli af bláberjum salt og grófmalaður pipar Hitið hvítlaukinn í smjörinu á pönnu og bætið timjani og/eða steinselju út í og síðan humrinum. Steikið humarinn í nokkrar mínútur og takið af hitanum, saltið og piprið. Skerið avókadó, mangó og melónu í fallega bita. Setjið salatið í stóra skál og raðið ávöxtunum fallega ofan á. Bætið humr- inum ofan á (en síið soðið fyrst af), klippið graslauk yfir og sáldrið bláberjum ofan á í lokin. Dreypið ríku- lega af dressingunni yfir allt þegar salatið er borið fram. Gott að hafa hvítlauksbrauð með. Dressing 3 msk. ólífuolía 3 msk. sítrónusafi 1 tsk. dijon sinnep 3 hvítlauksrif, marin 1 -2 msk. saxað timjan og/eða steinselja salt og grófmalaður pipar Hráefnið sett í skál og öllu hrært vel saman með gaffli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.