Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 6
Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverlsun landins Ný verslun í göngugötu Splunkuný sending LÍFRÆNT DÚNDUR Ný kynslóð sólarkrema Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18 Sími 565 0500 • 897-1923 Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar Færri fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, eða 105 miðað við 112, samkvæmt vef Hagstofu Íslands. Flest voru fyrirtækin í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu fimm mánuði ársins urðu 459 fyrirtæki gjaldþrota sem er tæplega tólf prósentum minna en á fyrstu fimm mán- uðum síðasta árs þegar 521 fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta. Nýskráð einkahlutafélög í maí voru 189 sem er töluverð aukning frá maí í fyrra þegar 151 hlutafélag var nýskráð. Fyrstu fimm mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 853 sem er tæp- lega sextán prósenta aukning frá sama tíma í fyrra þegar 737 fyrirtæki voru nýskráð. dhe Það spila um 40.000 manns á Ís- landi golf og af þeim eru 17.000 skráðir í klúbba á vegum Golf- sambands Íslands. Það er fjölgun upp á 75% á síðustu tíu árum. Með svo stóran hluta þjóðarinnar virka á völlunum er næsta skref, að sögn Harðar Þorsteinssonar fram- kvæmdarstjóra GSÍ, að Íslending- ar nái inn á stóru atvinnumanna- mótaraðirnar utan landsteinanna. Auk þess sem hundrað ára bið eftir golfi á ólympíuleikunum verður á enda í Brasilíu eftir þrjú ár og aldrei að vita nema Íslend- ingur nái að tía boltann sinn upp á þessum stærsta íþróttaviðburði í heimi. GSÍ hefur því í samstarfi við Eimskip, Íslandsbanka, Valitor og Icelandair Group stofnað Forskot, Afrekssjóð kylfinga sem mun styðja við bakið á atvinnukylf- ingum jafnt áhugamönnum sem stefna á fremstu röð. Um 15 millj- ónum verður úthlutað hvert ár til að gera tveimur til fimm kylfing- um auðveldara fyrir að helga sig sportinu og ná árangri utan land- steinanna. -hj Allt að fimm kylfingar hljóta Forskot ár hvert og að þessu sinni voru það Axel Bogason, Birgir Leifur Hafþórsson, Ólaf- ur Björn Loftsson, Ólafía Þórunn Krist- insdóttir og Þórður Rafn Gissurarson. Auk þeirra var Einar Haukur Óskarsson styrktur til góðra verka á sænsku Nordea mótaröðinni. Ljósmynd/Hari  golf 15 milljónum úthlutað til kylfinga ár hvert Stofna afrekssjóð fyrir kylfinga É g hef mikla ástríðu fyrir salti og saltframleiðslu, og er búinn að eyða löngum tíma í að kynna mér saltvinnslu. Ég bara elska salt,“ segir Garðar Stefánsson sem í næsta mánuði opnar saltverksmiðju á Reykhólum. Verksmiðjan heitir Norður & Co. en saltið verður nefnt Norðursalt. „Við viljum með nafninu leggja áherslu á að við erum norðarlega í heiminum og auðvitað á norðvesturlandi,“ segir Garðar en reiknað er með að stærstur hluti framleiðslunnar fari á erlendan markað og eru þegar hafnar þreifingar í þá veru. Þeir eru tveir félagarnir á bak við fyrirtækið, Garðar og Daninn Sören Rosenkilde. Þeir voru saman í námi í Árósum þar sem Garðar var í meistaranámi í markaðs- og nýsköpunarfræðum með áherslu á skapandi upplifun, og lokaverk- efnið hans fjallaði um saltvinnslu á Íslandi. Fyrst eftir að hann kom heim stofnaði hann saltvinnslunna Saltverk Reykjaness ásamt öðrum félaga sínum leiðir skildu í haust og ákvað Garðar að fara í framleiðslu á Reykhólum. „Ég fékk fyrst áhuga á salti þegar ég flutti frá foreldrum mínum og fór sjálfur að elda meira. Það heillaði mig hvað salt skiptir miklu máli í matargerð og ég fór að lesa mér til og horfa á sjónvarpsþætti um eldamennsku. Það er líka merkilegt hvað mismunandi salt gefur ólíkt bragð af matnum. Venju- legt borðsalt hreinlega eyðileggur matinn. Ég man þegar ég smakk- aði fyrst Maldonsalt. Mér fannst áferðin á því alveg æðisleg. Maldon er núna heimsmeistari í flögusalti. Mér finnst flögusalt best og er viss um að ég geti gert betur en Mal- don. Það er okkar markmið,“ segir Garðar kokhraustur. Hann bendir á að Maldon noti gas til að sjóða sjó við vinnsluna en Norðursalt verður unnið á umhverfisvænan hátt, sjó verður dælt upp úr Breiðafirði og hann eimaður með jarðhita. Bæði nýtir verksmiðjan heitt affallsvatn frá Þörungavinnslunni á Reykhól- um og enn heitara vatn beint frá borholu. „Þetta verður flögusalt, svipað og Maldon nema að við höfum enn betra hráefni. Saltið verður með bragði af Breiðafirði sem í raun er sjávarfrumskógur norðursins. Sören er alinn upp á bóndabæ og hefur mikil tengsl við náttúruna. Hann er giftur íslenskri konu og þegar þau bjuggu út í Árósum borð- uðu þau oft með Garðari og hans konu. „Við erum hrifin af góðum mat og finnst gaman að prófa eitt- hvað nýtt,“ segir Sören. Þeir Garðar urðu miklir vinir, gerðust hlaupa- félagar og komu til Íslands eftir nám með háleit markmið: „Okkur langar að breyta matarmenning- unni á Íslandi. Við notum hráefni sem náttúran gefur okkur. Ég er alinn upp við að nýta það besta úr umhverfinu, hvort sem það er úr jörðu eða sjó. Þá getum við verið örugg um að gæðin eru í lagi,“ segir Sören og er ástríðan Garðar hefur engar áhyggjur af því að það sé ekki pláss fyrir fleiri en eina saltverksmiðju á Íslandi. „Hér eru um hundrað þúsund heimili. Síðan eru það öll veit- ingahúsin sem elda bæði ofan í Íslendinga og ferðamenn. Okkur finnst þetta gott salt og vonandi elskar fólk það líka,“ segir Garðar en hann reiknar með að Norður- salt verið komið á markað í júlí eða ágúst. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  nýsköpun vinna salt úr Breiðafirði „Ég bara elska salt” Félagarnir Garðar Stefáns- son og Sören Rosenkilde eru miklir áhugamenn um góðan mat. Þeir hefja brátt framleiðslu á salti á Reykhólum við Breiðafjörð undir heitinu Norðursalt. Markmiðið þeirra er að steypa heimsmethafanum Maldon af stóli og gera besta flögusalt í heimi. Garðar Stefánsson og Sören Rosenkilde eru afar metnaðarfullir og vilja breyta matarmenn- ingu Íslend- inga. Saltið mun einnig heita „Norður- salt“ á erlendum markaði. Saltverksmiðjan á Reykhólum verður brátt tilbúin. Mynd/Hlynur Þór Magnússon 6 fréttir Helgin 28.-30. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.