Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 65
TónlisT FyrsTa sólóplaTa Eddu Borg
Feimin vegna eigin tóns míða
að spila, fari ég í hálfgert hug-
leiðsluástand, þá finnst mér eins
og mér sé send laglína og oftar
en ekki kemur bara heilt lag,
stundum þegar ég er í miðjum
samræðum við einhvern, þarf ég
að stoppa og skrifa niður laglín-
una sem verið er að senda mér,“
segir Edda.
Tónskóli Eddu Borg verður 25
ára næsta vetur og eftir reynslu
sína með börnum segir Edda að
foreldrar eigi að gefa börnum
þá gjöf að leyfa þeim að fara
í tónlistarnám vegna þess að
reynslan af tónlistarnáminu geti
haft áhrif á svo marga þætti í lífi
þeirra seinna meir. En ekki var
langt að sækja í djass áhugann,
því að faðir Eddu, fyrrverandi
skólastjóri Tónlistarskólans í
Bolungarvík, hlustaði mikið og
spilaði mikið djass á uppvaxtar-
árum hennar.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
TónlEikar alþjóðlEgT orgElsumar í Hallgrímskirkju
Matthias Giesen í Hallgrímskirkju
Austurríski organistinn Matthias Giesen,
heldur tvenna tónleika á Klaisorgelið í
Hallgrímskirkju en tónleikarnir eru hluti
af sumartónleikaröðinni Alþjóðlegt orgels-
umar sem stendur yfir í Hallgrímskirkju.
Í sumar eru haldnir vikulega fernir tón-
leikar í Hallgrímskirkju. Í hádeginu á mið-
vikudögum syngur hinn margviðurkenndi
kammerkór Schola Cantorum íslenska og
erlenda kórtónlist. Á fimmtudögum koma
fram organistar á vegum FÍO (félagi ís-
lenskra organleikara) og leika hádegistón-
leika. Um helgar eru svo tvennir tónleikar
þar sem fram koma margir af þekktustu
organistum úr orgelheiminum. Fyrri tón-
leikarnir eru kl. 12 í hádeginu á laugar-
dögum og hinir síðari eru kl. 17 á sunnu-
dögum og standa í eina klukkustund.
Giesen vann fyrstu verðlaun í Bayreuth
Organ Competition árið 1998 og er hann
organisti og tónlistarstjóri í Ágústínusar-
klaustrinu í St Florian hjá Linz í Austur-
ríki. Hann heldur reglulega tónleika og
hefur leikið víða í Evrópu, Norður-Afríku,
Japan, Mexíkó og í Ástralíu. Hann mun
leika verk eftir V. Lübeck, P. Hindemith,
M. Dupré, J.S. Bach, J.G. Albrechtsberger,
A.F. Kropfreiter, F. Liszt, og M. Dururflé.
Fyrri tónleikarnir eru á laugardaginn
15. júní kl. 12 og er aðgangseyrir 1.700 kr.
Síðari tónleikarnir eru á sunnudag 16. júní
kl. 17 og kostar 2.500 kr inn. Meðlimir
Listvinafélags Hallgrímskirkju fá frítt inn
á orgeltónleika Alþjóðlegs Orgelsumars
2013.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Klaisorgelið í Hallgrímskirkju
menning 65 Helgin 28.-30. júní 2013