Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 65

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 65
 TónlisT FyrsTa sólóplaTa Eddu Borg Feimin vegna eigin tóns míða að spila, fari ég í hálfgert hug- leiðsluástand, þá finnst mér eins og mér sé send laglína og oftar en ekki kemur bara heilt lag, stundum þegar ég er í miðjum samræðum við einhvern, þarf ég að stoppa og skrifa niður laglín- una sem verið er að senda mér,“ segir Edda. Tónskóli Eddu Borg verður 25 ára næsta vetur og eftir reynslu sína með börnum segir Edda að foreldrar eigi að gefa börnum þá gjöf að leyfa þeim að fara í tónlistarnám vegna þess að reynslan af tónlistarnáminu geti haft áhrif á svo marga þætti í lífi þeirra seinna meir. En ekki var langt að sækja í djass áhugann, því að faðir Eddu, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Bolungarvík, hlustaði mikið og spilaði mikið djass á uppvaxtar- árum hennar. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is  TónlEikar alþjóðlEgT orgElsumar í Hallgrímskirkju Matthias Giesen í Hallgrímskirkju Austurríski organistinn Matthias Giesen, heldur tvenna tónleika á Klaisorgelið í Hallgrímskirkju en tónleikarnir eru hluti af sumartónleikaröðinni Alþjóðlegt orgels- umar sem stendur yfir í Hallgrímskirkju. Í sumar eru haldnir vikulega fernir tón- leikar í Hallgrímskirkju. Í hádeginu á mið- vikudögum syngur hinn margviðurkenndi kammerkór Schola Cantorum íslenska og erlenda kórtónlist. Á fimmtudögum koma fram organistar á vegum FÍO (félagi ís- lenskra organleikara) og leika hádegistón- leika. Um helgar eru svo tvennir tónleikar þar sem fram koma margir af þekktustu organistum úr orgelheiminum. Fyrri tón- leikarnir eru kl. 12 í hádeginu á laugar- dögum og hinir síðari eru kl. 17 á sunnu- dögum og standa í eina klukkustund. Giesen vann fyrstu verðlaun í Bayreuth Organ Competition árið 1998 og er hann organisti og tónlistarstjóri í Ágústínusar- klaustrinu í St Florian hjá Linz í Austur- ríki. Hann heldur reglulega tónleika og hefur leikið víða í Evrópu, Norður-Afríku, Japan, Mexíkó og í Ástralíu. Hann mun leika verk eftir V. Lübeck, P. Hindemith, M. Dupré, J.S. Bach, J.G. Albrechtsberger, A.F. Kropfreiter, F. Liszt, og M. Dururflé. Fyrri tónleikarnir eru á laugardaginn 15. júní kl. 12 og er aðgangseyrir 1.700 kr. Síðari tónleikarnir eru á sunnudag 16. júní kl. 17 og kostar 2.500 kr inn. Meðlimir Listvinafélags Hallgrímskirkju fá frítt inn á orgeltónleika Alþjóðlegs Orgelsumars 2013. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Klaisorgelið í Hallgrímskirkju menning 65 Helgin 28.-30. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.