Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 20
ólst upp í Breiðholti og fór í FB.
Áhuginn á eldamennsku var þegar
til staðar hjá honum á þeim árum
og tók hann fyrsta árið í kokkanám-
inu þar. Hann ákvað hins vegar að
feta í fótspor foreldra sinna og lærði
viðskiptafræði í Háskóla Íslands.
„Ég lét blindast af bönkunum,“
segir Árni sem starfaði um skeið
í reikningshaldi hjá Glitni. Hann
flutti svo til Flórída en þar ætlaði
hann að fara að læra viðskipta-
tölvufræði en kveðst sem betur fer
hafa orðið afhuga því. „Þá fluttist
ég til New York, greip tækifærið
og skellti mér í kokkaskóla,“ segir
hann.
Árni starfaði á tveimur veitinga-
stöðum á Manhattan. Fyrst á ABC
Kitchen á meðan hann var í námi
í The French Culinary Institute.
Eftir að námi lauk starfaði hann á
Park Avenue. „Báðir háklassastað-
ir,“ segir hann.
Eitt eftirminnilegt atvik frá
kokkastarfinu var þegar fyrrum
Bandaríkjaforseti snæddi á veit-
ingastað Árna. „Ég bjó til salat fyrir
Bill Clinton. Dóttir hans er „vegan“
og sannfærði hún pabba sinn um
að feta þá braut. Þetta var mjög
gaman,“ segir Árni og hlær.
Á Park Avenue var Árni línu-
kokkur og fékk tíu dollara í laun á
tímann, 1.243 krónur íslenskar. Það
eru algeng laun í þessum bransa
þar í borg og staðfestir Árni að
erfitt geti verið að framfleyta sér
á þeim. Hann segir þó að reynslan
hafi verið ómetanleg og erfiðisins
virði. „Maður er ekki í þessu til að
græða pening heldur af ástríðu.
Það er gaman að vera hluti af teymi
þar sem flestir deila þessari ástríðu
manns og allir leggjast á eitt til að
skapa eitthvað frábært í glundroð-
anum sem oft vill verða í eldhúsinu.
Ég get vel hugsað mér að vinna aft-
ur í New York en nú á Hið blómlega
bú hug minn allan.
Ég hef aldrei séð jafn mikið af
starfsfólki og á Park Avenue. Við
vorum oft sex á línunni og aukalega
fjórir bara í eftirréttum. Svo var
yfirkokkur og þrír aðstoðaryfir-
kokkar. Þá voru þjónar sem sáu um
að gestum liði vel en svokallaðir
„runners“ sáu um að færa gestum
matinn og drykkina. Foreldrar
mínir komu og borðuðu þarna. Þau
sögðu að það væru fleiri að vinna
þarna en borða.“
Þannig stóðu sumsé leikar hjá
Árna þegar Bryndís og Guðni Páll
buðu honum að stjórna þættin-
umwe. Þau héldu samt sambandi
og Árni féllst á endanum á að taka
að sér verkið. „Þremur mánuðum
síðar hugsaði ég með mér, fjand-
inn, þetta er góð hugmynd. Kýlum
á þetta! Þannig að ég sagði upp í
vinnunni og var kominn upp í sveit
tveimur vikum síðar.“
Væri gaman að gera aðra
þáttaröð
Rúmt ár er nú liðið og enn eru þau
búsett í Árdal, þó Árni hafi reyndar
eitthvað verið á ferðinni enda á
hann nú kærustu í Hollandi. Í Árdal
Guðni Páll tíndi túnfífla í túnfætinum í Árdal. Árni djúpsteikti þá í
tempura og þeir voru svo snæddir með hunangi. Og brögðuðust vel.
Bryndís Geirsdóttir framleiðandi, Guðni Páll Sæmundsson leikstjóri og Georg sonur þeirra ásamt Árna í Árdal. Georg fagnaði
tveggja ára afmæli sínu þegar Fréttatímann bar að garði.
Betri notaðir bílar
Toyota Kauptúni
Kauptúni 6
Sími: 570-5070
Yaris Hybrid
1500 Bensín/Rafmagn
sjálfsk.
Á götuna 17.08.12
Ekinn 11.400 km
Verð: 3.290.000
Raðnr: 999043
Auris Hybrid
1800 Bensín/Rafmagn
sjálfsk.
Á götuna 17.11.10
Ekinn 48.000 km.
Verð: 3.450.000
Raðnr: 999117
4ár 75% 2,1lítrar CO2 49g
Prius Plug-in
1800 Bensín/rafmagn
sjálfsk.
Á götuna: 03.07.12
Ekinn 4.100 km.
Verð: 5.390.000
Raðnr.: 999114
2ár 75% 4,0lítrar CO2 89g
4 ár 75% 3,5lítrar CO279g
RAV4 GX
2000 Bensín, sjálfsk.
Á götuna 31.05.12
Ekinn 31.500 km.
Verð: 5.250.000
Raðnr: 998943
3ár 75% 7,6lítrar CO2177g
Land Cruiser 150 GX
3000 Dísil,
sjálfsk. 7 manna.
Á götuna: 21.10.11
Ekinn 38.600 km.
Verð: 9.690.000
Raðnr: 999041
3 ár 75% 8,1lítrar CO2213g
P
P
P
3ár 75% 4,9lítrar CO2130g
Urban Cruiser
1400 Dísil,
beinsk. 4WD
Á götuna 14.06.12
Ekinn 29.600 km.
Verð: 3.820.000
Raðnr: 999186
Úrval notaðra bíla og
fleiri litir í boði á www.toyotakauptuni.is
20 viðtal Helgin 28.-30. júní 2013