Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 61

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 61
Tilviljun réð því að ég horfði á einn af fyrstu þáttunum í annarri þátta- röð Ljósmóðurinnar á Rúv fyrir nokkrum vikum. Þá sátum við sex ára sonur minn saman í sófanum úrvinda eftir fjöruga helgi. Þegar aðeins nokkrar sekúndur voru liðn- ar af þættinum höfðum við sogast inn í ótrúlega atburðarás sem var allt í senn spennandi, ljúf, fjörug og sorgleg. Síðan þá hafa sunnudags- kvöldin verið okkar kvöld og sonur- inn blikkar mig á sunnudagsmorgn- um og minnir á þáttinn um kvöldið sem aðeins hann fær að sjá en ekki yngri systkinin. Saman sitjum við föst við skjáinn og lifum okkur inn í gleði og sorgir sögupersónanna. Þættirnir eru byggðir á endur- minningum Jennifer Worth og segja frá Jenny Lee, ungri ljós- móður í fátækrahverfi í London árið 1957 sem starfar á fæðingarstofu í klaustri svo áhorfendur fá líka að skyggnast inn í líf nunnanna. Þegar líða fór á þáttaröðina urðu ein nunnan, systir Bernadette, og Turner læknir skotin hvort í öðru sem er snúið þar sem slíkar tilfinn- ingaflækjur rúmast ekki innan þess ramma sem nunnur lifa svo staðan er vægast sagt spennandi. Aðstæður fjölskyldnanna í fátækrahverfinu eru oft erfiðar og því úrlausnarefnin margvísleg. Ljósmæðurnar eru þeim hæfi- leikum gæddar að breiða hlýju yfir hvert heimili sem þær koma á og oftar en ekki tekst þeim að gera tilveru skjólstæðinga sinna örlítið bærilegri. Ljósmæðurnar þeysast um hverfið á reiðhjólunum sínum og aðstoða við heimafæðingar sem eru ansi raunverulegar. Eftir næstum því hverja einustu fæðingu horfir sonur minn á mig alvarlegur og spyr hvort það hafi virkilega verið svona vont þegar hann kom í heiminn. Svarið er alltaf það sama: Já, það var svona vont en gleðin yfir komu hans var alveg jafn ólýsan- lega mikil og hjá mömmunum í sjónvarpinu. Næsta sunnudagskvöld verður síðasti þátturinn í bili sýndur en tökur standa yfir á næstu þáttaröð svo aðdáendur þurfa því að sýna þolinmæði í nokkra mánuði og anda inn og út og aftur inn og aftur út.... Dagný Hulda Erlendsdóttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / Hello Kitty / Algjör Sveppi / Grallararn- ir / Tasmanía / Hundagengið 10:50 Batman: The Brave and the bold 11:10 Xiaolin Showdown 12:00 Nágrannar 13:45 Grillað með Jóa Fel (5/6) 14:20 Besta svarið (3/8) 15:00 The Kennedys (6/8) 15:45 Mr Selfridge (6/10) 16:35 Mike & Molly (14/23) 17:00 Hið blómlega bú 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Frasier (4/24) 19:25 Pönk í Reykjavík (2/4) 19:50 Harry's Law (6/22) 20:35 Rizzoli & Isles 21:20 The Killing (4/12) 22:05 Mad Men (12/13) 22:55 60 mínútur 23:40 The Daily Show: Global Editon 00:05 Nashville (1/21) 00:50 Suits (12/16) 01:35 Boss (2/10) 02:30 Kingdom of Plants 03:15 Breaking Bad 04:00 How To Marry a Millionaire 05:30 Pönk í Reykjavík (2/4) 05:55 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:50 The Battle of the Stars 11:30 Formúla 1 14:30 Sumarmótin 2013 15:20 Rory Mcllroy á heimaslóðum 15:50 Breiðablik - Valur 17:40 Pepsi mörkin 2013 19:00 Herminator Invitation l 19:45 Víkingur Ó - ÍA 22:00 Pepsi mörkin 2013 23:15 Víkingur Ó - ÍA 01:05 Pepsi mörkin 2013 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:55 The Battle of the Stars 16:35 Arsenal - Reading 18:15 Chelsea - Arsenal - 29.10.11 18:45 Manstu 19:30 Inter - Arsenal - 25.11.05 20:00 The Battle of the Stars 21:40 Lúðvík Arnarson 22:10 Sigurður Jónsson 22:55 Arsenal - West Ham SkjárGolf 06:00 ESPN America 06:15 AT&T National 2013 (3:4) 10:45 Golfing World 11:35 AT&T National 2013 (3:4) 16:05 The Open Championship Official Film 1992 17:00 AT&T National 2013 (4:4) 22:30 Ryder Cup Official Film 2012 (1:1) 00:45 ESPN America 30. júní sjónvarp 61Helgin 28.-30. júní 2013  Í sjónvarpinu Ljósmóðirin Gleði- og sorgartár á sunnudögum RaftækjaúRval 15% afsláttur af raftækjum þegar þau eru keypt með innréttingu. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Opið: Mán. - fim. kl. 09.00 -18.00, Föst. kl. 09.00 - 17.00, Laugardaga lokað í sumar ÞvottahúsBaðherbergi Sérsmíði Pottaskápar Allar útfærslur friform.is innRéttingatilboð 25% afSlÁttUR af ÖllUM innRéttingUM til 5. júlÍ við hÖnnUM og teiknUM fyRiR þig Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. þitt eR valið Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. fjÖlbReytt úRval af hURðUM, fRaMhliðUM, klæðningUM og einingUM, gefa þéR endalaUSa MÖgUleika Á að Setja SaMan þitt eigið RýMi. 25 % til 5. júlÍvegna gÓðRa UndiRtekta hÖfUM við Ákveðið að fRaMlengja tilboð okkaR til 5. júlÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.