Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Page 49

Fréttatíminn - 28.06.2013, Page 49
matur 49Helgin 28.-29. júní 2013 Svo létt á brauðið E N N E M M / S ÍA / N M 57 65 5 Fátt er sumarlega en berjaeftir- réttir á góðviðrisdögum. Hér er einn girnilegur og þó nokkuð hollur – að minnsta kosti af eftirrétti að vera. Innihald 2½ dl ab-mjólk 50 g haframjöl 50 g heilhveiti 1 msk hrásykur 1 stk egg 1 stk rautt epli, afhýtt, kjarn- hreinsað og skorið í smáa bita örlítil repjuolía til steikingar Meðlæti  j arðarber eða önnur ber eða ávextir  grískt jógúrt  hlynsíróp eða hunang Aðferð: 1. Hrærið fyrstu fimm hráefn- unum saman. Bætið þá eplabitunum saman við. 2. Hitið teflonpönnu og hafið stillt á meðalhita. Látið örlitla olíu á pönnuna ef þurfa þykir. 3. Setjið góða matskeið af deigi á pönnuna og steikið varlega í u.þ.b. fimm mínútur hvora hlið. Hægt er að baka nokkrar pönnukökur í einu. 4. Berið fram með berjum, grískri jógúrt og hlynsírópi eða hunangi. Uppskriftin er fengin af vefnum gottimatinn.is og höfundur uppskriftar er Erna Sverrisdóttir.  Uppskrift sUmarlegUr eftirréttUr Eplapönnukökur með jarðarberjum og grískri jógúrt Humarsalat sumarsins Þ essi réttur er stút-fullur af brakandi ferskum salatlaufum og ávöxtum og dásamlegri hvítlauks- og sítrónudress- ingu sem kyndir undir sanna sumarstemningu. Aðalréttur fyrir fjóra til sex 1 kíló af humri, án skeljar klípa af smjöri 3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð 2 msk. timjan og/eða steinselja, saxað 1 avókadó 1 mangó melóna (helst kantalópa, appelsínu- gult kjöt) grænt salat, til dæmis klettasalat eða spínat graslaukur handfylli af bláberjum salt og grófmalaður pipar Hitið hvítlaukinn í smjörinu á pönnu og bætið timjani og/eða steinselju út í og síðan humrinum. Steikið humarinn í nokkrar mínútur og takið af hitanum, saltið og piprið. Skerið avókadó, mangó og melónu í fallega bita. Setjið salatið í stóra skál og raðið ávöxtunum fallega ofan á. Bætið humr- inum ofan á (en síið soðið fyrst af), klippið graslauk yfir og sáldrið bláberjum ofan á í lokin. Dreypið ríku- lega af dressingunni yfir allt þegar salatið er borið fram. Gott að hafa hvítlauksbrauð með. Dressing 3 msk. ólífuolía 3 msk. sítrónusafi 1 tsk. dijon sinnep 3 hvítlauksrif, marin 1 -2 msk. saxað timjan og/eða steinselja salt og grófmalaður pipar Hráefnið sett í skál og öllu hrært vel saman með gaffli.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.