Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 10
Hreyfum okkur saman í Kvennahlaupinu 8. júní Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er orðinn fastur hluti af lífi þúsunda kvenna. Hlaupið er haldið á 90 stöðum víðs vegar um land og á 20 stöðum erlendis. Í ár er hlaupið í samstarfi við styrktarfélagið Göngum saman, sem árlega veitir myndarlega fjárstyrki til íslenskra grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Sjá nánar á www.sjova.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 3 -1 1 5 5 S vo skemmtilega vill til, að helsta fremdarfólk landsins um þessar mundir á rætur í Reykhóla­hreppi og hvergi djúpt eftir að grafa. Þar voru fyrir forseti Íslands, borgarstjórinn í Reykjavík og bisk­ upinn yfir Íslandi og nú hefur forsætisráðherra bæst í hópinn, segir Hlynur Þór Magnússon á Reykhóla­ vefnum, frétta­ og fróðleiksvef sem Reykhólahreppur heldur úti. Reykhólahreppur í núverandi mynd varð til árið 1987 við sameiningu allra gömlu hreppanna fimm í Austur­Barðastrandarsýslu, þ.e. Geiradalshrepps, Reykhólahrepps, Gufudalshrepps, Múlahrepps og Flateyjarhrepps. Ólafur Ragnar, Sigmundur Davíð, Jón Gnarr og Agnes biskup Hlynur Þór gerir á vefnum grein fyrir rótum Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, Jóns Gnarr borgarstjóra, Agnesar Sigurðardóttur biskups og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í Reykhólahreppi. „Afi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, Ólafur Ragnar Hjartarson, sem tók upp ættarnafnið Hjartar, fæddist á Kambi í Reykhólasveit þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma áður en þau fluttust til Þingeyrar. Faðir Ólafs Ragnars Hjartar og langafi forsetans, Hjörtur Bjarnason, var frá Hamar­ landi í Reykhólasveit. Faðir Jóns Gnarr borgarstjóra var Kristinn Óskarsson frá Eyri í Kollafirði í Gufudalssveit. Kristinn var lögreglumaður syðra en kom löngum vestur í sumarfríum og vann við hótelið í Bjarkalundi í Reykhóla­ sveit. Amma og afi Jóns Gnarr og foreldrar Krist­ ins voru hjónin Guðrún Guðmundsdóttir og Óskar Arinbjörnsson, búendur á Eyri. Til þess er tekið í hér­ aðinu hversu sterkan svip Jón Gnarr beri úr þessari ætt. Óskar afi hans var mikill talsmaður framfara í landbúnaði og var í forystusveit Búnaðarfélags Gufu­ dalshrepps. Hann var um tíma farkennari í Gufudals­ sveit. Óskar drukknaði í Breiðafirði sumarið 1954. Faðir Agnesar M. Sigurðardóttur biskups var Sigurður Kristjánsson frá Skerðingsstöðum í Reyk­ hólasveit, sem lengi var prestur og prófastur á Ísafirði. Bræður hans tveir bjuggu á Skerðingsstöðum alla sína búskapartíð, þeir Halldór (d. 2004) og Finnur (d. 2012). Amma og afi Agnesar biskups í föðurættina voru hjónin Agnes Jónsdóttir og Kristján Jónsson, búendur á Skerðingsstöðum. Ekki nóg með að afi Ólafs Ragnars Grímssonar hafi verið fæddur á Kambi í Reykhólasveit. Þar fæddist líka og ólst upp afi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hins nýja forsætisráðherra. Afinn hét líka Sigmundur og var Jónsson, faðir Gunnlaugs M. Sigmundssonar fyrrv. þingmanns Vestfirðinga, föður Sigmundar Davíðs. Á Kambi bjuggu frá 1906 til 1946 foreldrar Sigmundar eldra, hjónin Jón Hjaltalín Brandsson og Sesselja Stefánsdóttir.“ Fyrsti forsetinn líka Hlynur Þór lætur þess enn fremur getið að Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Íslands, hafi átt rætur að rekja í Reykhólahrepp. „Björn Jónsson faðir hans var bónda­ sonur frá Djúpadal í Gufudalssveit og var mjög lengi öflugasti og áhrifa­ mesti blaðamaður landsins. Hann stofnaði blaðið Ísafold og var útgef­ andi þess og ritstjóri í meira en þriðjung aldar og skrifaði það að mestu leyti sjálfur. Undir ævilokin varð Björn annar Íslandsráðherr­ ann, næstur á eftir Hannesi Hafstein.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  YfirStjórn AuStur-BArðStrendingAr StýrA lAndi og kirkju Ráðamenn úr Reykhólahreppi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Jón Gnarr borgarstjóri og Agnes M. Sigurðar- dóttir, biskup Íslands. Forseti Íslands, forsætisráð­ herra, borgar­ stjóri og biskup Íslands rekja öll ættir sínar í breiðfirskt sveitarfélag. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Blómapottar Clermatis plastpottur ø25 cm H20 cm Brúnn/Svartur 295,- Diskur 145,- MIKIÐ ÚRVAL AF RISAPOTTUM CUBO Leirpottur 30x30 cm 1.690,- Leirpottur ø35cm H33 cm 890,- LISO leirpottur ø30cm H30 cm 1.250,- heitir pottar Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á verði sem kemur skemmtilega á óvart. GERÐU VERÐ-SAMANBURÐ 10 fréttir Helgin 31. maí­2. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.