Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 16

Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 16
VIÐ VEITUM ÍSLENSKU AFREKSFÓLKI VILJASTYRK KÁRI STEINN KARLSSON MARAÞONHLAUP Br an de nb ur g viljastyrkur.is V æntingavísitala Gallup tók vel við sér maí og fer nú í fyrsta sinn yfir 100 stig frá því í febrúar árið 2008. „Geta því íslenskir neytendur þar með talist bjartsýnir á efnahags- og atvinnulíf þjóðar- innar í fyrsta skiptið frá þeim tíma, en þegar vísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri neytendur bjartsýnir en svartsýnir. Þannig hækkaði Væntingavísitalan um rúm 14 stig á milli apríl og maí, og mælist vísitalan nú 101 stig, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Í fréttatilkynningu Capacent er tekið fram að mælingin hafi verið fram- kvæmd á tímabilinu 2. - 8. maí, sem var eftir alþingiskosningar en fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Líklegt er,“ segir Greiningin, „að væntingavísitalan sé tals- vert lituð af niðurstöðu alþingiskosninga, og samkvæmt henni virðast Íslendingar almennt vera ánægðir með þá útkomu. Þess má þó geta að fyrir hrun hækkaði vísitalan að jafnaði talsvert meira á milli apríl og maí á kosningaárum en á öðrum árum, og virðast Íslendingar þar með fyllast almennt af aukinni bjartsýni þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum. Þó var kosningaárið 2009 undantekning frá þessu, enda var kreppan á þeim tíma að grafa sig dýpra og dýpra inn í hagkerfið.“ Fram kemur að allar undirvísitölur hækk- uðu í maí frá fyrri mánuði. „Mestu munar um hækkun á væntingum neytenda til aðstæðna eftir 6 mánuði, og virðast heim- ilin því búast við verulegri breytingu til batnaðar strax á hveitibrauðsdögum nýrrar ríkisstjórnar. Hækkar sú vísitala um tæp 19 stig á framangreindu tímabili, og mælist nú 142,3 stig. Hefur hún í raun aðeins 6 sinnum áður mælst hærri frá því farið var að mæla væntingavísitöluna í mars 2001, eða í rétt rúmlega 4% tilvika. Mat á atvinnuástandinu hækkar einnig töluvert, eða um rúm 16 stig, og mælist sú vísitala nú 107,7 stig. Er það hæsta gildi þeirrar vísitölu frá því í apríl 2008, en frá þeim tíma hefur hún aðeins einu sinni áður farið yfir 100 stigin. Mat neytenda á efnahagslífinu hækkar um tæp 9 stig á milli mánaða, og mælist sú vísitalan nú 84,7 stig.“ Talsverð fylgni hefur oft verið milli þró- unar Væntingavísitölunnar og einkaneyslu, þótt fylgnin hafi raunar minnkað nokkuð eftir hrun, segir Greiningin. „Mælingin nú er því vísbending um að einkaneysla gæti farið að taka við sér á komandi mánuðum.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Gengið hefur verið frá ráðningu Frosta Ólafssonar í starf framkvæmdastjóra Viðskipta- ráðs. Frosti hefur starfað fyrir Kaupmannahafnarskrifstofu alþjóðlega ráðgjafarfyrir- tækisins McKinsey & Company undanfarin tvö ár, þar sem hann hefur einkum sinnt verkefnum í stefnumótun og rekstrarum- bótum fyrirtækja. Frosti er hag- fræðingur að mennt og með MBA gráðu frá London Business School. Frosti segir í tilkynningu að verkefnið leggist vel í sig og að þrátt fyrir ýmsar áskoranir í íslensku efnahagslífi séu mikil tækifæri til staðar. „Íslendingar,“ segir hann, „standa frammi fyrir ýmsum úrlausnarefnum til að hér verði ásættanlegar aðstæður til fjár- festingar og sterkar forsendur til langtímahagvaxtar. Það er þó ljóst að fjölmörg tækifæri eru til staðar til að efla verðmæta- sköpun og hagsæld í landinu og það er spennandi verkefni fyrir mig, og aðra starfsmenn Við- skiptaráðs, að stuðla að slíkum umbótum á komandi misserum.“ Undanfarna mánuði hefur Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sinnt daglegum rekstri og verkefnastjórn ráðsins sem starfandi framkvæmdastjóri. Hann mun áfram starfa sem aðstoðarframkvæmdastjóri og lögfræðingur ráðsins. - jh Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Frosti Ólafsson, framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs.  VæntingaVísitala líklegt að úrslit alþingiskosninganna segi sitt Mælingin nú er því vísbending um að einka- neysla gæti farið að taka við sér á komandi mánuðum. Bjartsýni í fyrsta skipti frá því fyrir hrun Heimilin virðast, að mati Greiningar Íslandsbanka, búast við verulegri breytingu til batnaðar strax á hveitibrauðsdögum nýrrar ríkisstjórnar. Íslendingar eru nú bjartsýnni á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar en verið hefur frá því fyrir hrun 2008. Þar gætir, að mati Greiningar Íslandsbanka, úrslita þingkosninganna. r ekstrarhagnaður Eim-skips fyrir afskriftir á fyrsta ársfjórðungi nam 7,2 milljónum evra, 1155 milljónum króna, og jókst um 6,5% frá fyrra ári. Hagnaður eftir skatta nam 2,5 milljónum evra, 401 milljón króna, samanborið við 0,6 milljóna evra, 96 milljóna króna, hagnað á sama tímabili í fyrra. Flutningsmagn í áætlanaflutn- ingum félagsins á Norður-Atlants- hafi jókst lítillega eða um 0,3% miðað við sama tímabil 2012. Töluverður vöxtur hefur verið í flutningum til og frá Færeyjum og í flutningum á milli Evrópu og Norður-Ameríku en samdráttur hefur verið í flutningum til Ís- lands og í Noregi. Magn í frysti- flutningsmiðlun jókst um 13,1% í samanburði við árið á undan, einkum vegna aukinna flutninga innan Asíu. Eimskip kynnti í byrjun mars umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi félagsins þar sem einu skipi var bætt við kerfið og jafngildir það 7,7% aukningu í af- kastagetu. „Breytt siglingakerfi opnar möguleika fyrir viðskipta- vini Eimskips og fyrir nýja tekju- myndun fyrir félagið,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, á síðu félagsins. „Helstu breytingar eru vikulegar strandsiglingar, nýjar viðkomur í Færeyjum, Skot- landi, Póllandi og Bandaríkjunum. Í tengslum við breytingar á sigl- ingakerfinu opnaði félagið skrif- stofu í Gdynia í Póllandi í byrjun mars og var fyrsta viðkoma félags- ins í Swinoujscie í Póllandi í apríl. Með þessari breytingu á siglinga- kerfinu fær Eimskip tækifæri til að sækja inn á nýja markaði í Eystrasaltinu og þjónusta betur þá fjölmörgu viðskiptavini félagsins sem selja sjávarafurðir inn á þann markað frá Íslandi, Færeyjum og Noregi. Það mun taka tíma að byggja upp magn í breyttu siglingakerfi en viðskiptavinir hafa tekið breytingunum vel og höfum við nú þegar skrifað undir nýja samninga samtals að verðmæti þrjár til fjórar milljónir evra í sjóflutningstekjur á ársgrundvelli. Breytingarnar koma bæði viðskiptavinum og fyrirtækinu til góða með aukinni hagkvæmni, lækkun kostnaðar og minni umferð á þjóðvegum á Íslandi. Sem dæmi má nefna að fyrstu tvo mánuðina eftir að strandflutningar hófust höfum við ekið um 150 þúsund færri kíló- metra en áður,“ segir Gylfi. Eins og Fréttatíminn hefur greint frá samdi Eimskip í apríl um rúmlega 20% lækkun á kaup- verði tveggja gámaskipa sem félagið er með í smíðum í Kína. Nemur lækkunin samtals 10 millj- ónum dollara fyrir bæði skipin. Þau verða afhent á fyrri hluta næsta árs. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Eimskip á góðri siglingu Breytt siglingakerfi opnar möguleika fyrir viðskiptavini Eim- skips og fyrir nýja tekjumyndun fyrir félagið, segir forstjórinn. Hagnaður Eimskips eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam rúmum 400 milljónum króna. Afkastageta skipa félagsins hefur aukist. Ljósmynd/ Heimaíða Eimskips 16 viðskipti Helgin 31. maí-2. júní 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.