Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 36
Upplýsingar gefur Þorleifur Friðriksson Sími 564 3031 Netfang: soguferdir@soguferdir.is Enn er laust pláss í Söguferð til Hvítarússlands 3.-10. júlí. Verð fyrir einstakling í tvíbýli er 189.000 kr. Sjá dagskrá á www.soguferdir.is Ó lafur Sigurðsson hefur safnað hljóm-plötum af mikilli einurð og festu í gegnum áratugina enda tónlistin stór þáttur í tilveru hans. Hann hefur undanfarið selt plötur úr stóru safni sínu á flóamörk- uðum og um helgina verður hann með einar 1100 vínylplötur á flóamarkaði sem opnar á laugardaginn við Dalshraun 5 í Hafnarfirði. Segja má að Ólafur sé einn af alheimsengl- unum fjórum sem Einar Már Guðmunds- son heillaði landslýð með í skáldsögu sinni Englar alheimsins árið 1993. Eins og kunnugt er byggði Einar Már bókina á sögu Pálma Arnar, bróður síns og andlegum veikindum hans. Ólafur var góður vinur Pálma Arnar og er fyrirmyndin að Óla bítli sem er einn úr vinahópi aðalpersónunnar Páls. Englarnir flognir „Nei. Ég og Pálmi vorum miklir og góðir vinir en við vorum ekkert saman í tónlist. En ég á ljóðabók eftir hann Pálma sem mér þykir mjög vænt um.“ Pálmi stytti sér aldur í veikindum sínum en er Óli síðasti engillinn sem er eftir? „Þeir eru bara farnir eitthvað. Ég veit ekki einu sinni hvert. Eins og gengur.“ Talið berst í framhaldinu að uppfærslunni á Englunum í Þjóðleikhúsinu og kvikmynd Friðriks Þór Friðrikssonar. Baltasar Kor- mákur lék Óla bítil í myndinni en Ólafur Egill Ólafsson fer með hlutverkið á fjölunum við Hverfisgötuna um þessar mundir. Ertu búinn að fara og sjá leiksýninguna? „Ég er að fara núna í júní að sjá hana og hlakka til. Það er enginn kvíði í mér fyrir að sjá verk byggt á vinum mínum og sjálfum mér á sviði. Ég er bara spenntur fyrir þessu.“ Og ekki hafði Ólafur heldur neitt yfir bíómyndinni að kvarta enda getur fátt toppað það að vera leikinn af sjarmanum Baltasar. „Jújú, hann lék mig í bíómyndinni. Það verður ekki mikið betra. Það er alveg rétt.“ 1100 plötur Þegar talið berst að veglegu plötusafni Ólafs hefur hann þetta að segja: „Ætli þetta séu ekki plötur sem ég hef safnað svona frá því ég var tvítugur,“ segir Ólafur um plötubunkann sem hann dregur með sér á flóamarkaðinn. „Þetta er eitthvað á bilinu 1000 til 1100 plötur geri ég ráð fyrir.“ Ólafur segist aðspurður ekki eiga erfitt með að láta plöturnar frá sér þótt hann sé í eðli sínu einbeittur safnari. En eins og við mátti búast eru ekki allar plötur í hans eigu falar. „Ég á alveg mitt safn heima og er enn að bæta í það. Þessar rúmlega þúsund plötur eru bara umfram. Safnið mitt heima er ekki alveg eins stórt en það er ansi sérstakt,“ segir Óli og nokkurs stolts gætir í röddinni. „Þetta eru þær plötur sem mér þykir vænst um og eru eitthvað sem ég mun aldrei láta frá mér.“ Þegar Óli er spurður hvaða hljómsveitir séu í mestum metum hjá honum stendur ekki á svörum og hann telur upp: „Náttúrlega Pink Floyd, Frank Zappa, Led Zeppelin og gamalt rokk. Það er allt milli himins og jarðar þarna og mikið um rokk, blús og djass.“ Björk í hæsta verðflokki Óli hefur selt plötur með góðum árangri undanfarna mánuði og safnarar hafa verið duglegir að elta hann uppi. „Ég er búinn að vera á markaði við hliðina á Góða hirðinum síðan í september, minnir mig.“ Sá markaður er að hætta og Óli ákvað því að flytja sig milli bæjarfélaga og koma sér fyrir með plöturnar og plötuspilarann í Hafnarfirðinum í sumar. Ertu með plötuspilara í gangi á markaðn- um? „Að sjálfsögðu! Ég hef verið með plötu- spilara á staðnum fyrir fólkið ef það vill hlusta aðeins á tónlistina áður en það kaupir. Maður reynir að hafa þetta flott og það er alltaf mjög skemmtileg stemning í kringum þessa plötu- sölu mína.“ Verðið á plötunum hjá Óla er svo álíka fjöl- breytilegt og tónlistin. „Prísarnir eru svona frá 1000 krónum og upp úr. Ég er með eina sérstaklega verðmæta plötu sem er fyrsta platan með Björk. Það er settur 25.000 kall á hana. Enda er hún mjög sjaldgæf.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Ekki ónýtt að vera leikinn af Baltasar Ólafur Sigurðsson hefur lifað og hrærst í tónlist alla sína tíð. Hann á veglegt safn af vínylplötum og verður með um 1100 titla til sölu á flóamarkaði í Hafnarfirði um helgina. Hann heldur því sem honum þykir vænst um enn fyrir sjálfan sig en segist annars ekki eiga erfitt með að selja plötur úr stóru safni sínu. Persónan Óli bítill í Englum alheimsins er byggð á Ólafi sem segist aldrei hafa snúið baki við vínylnum, enda sé „sándið“ miklu betra á gömlu plötunum en diskunum. Plötusafnarinn Ólafur Sigurðs- son var fyrirmyndin að Óla bítli í Englum alheimsins. Hann er byrjaður að selja úr stóru plötusafni sínu þar sem flest er falt nema þær plötur sem standa hjarta hans næst og verða aldrei látnar fara. Mynd/Hari Flóamarkaðurinn Hafnarfirði Flóamarkaðurinn Hafnarfirði opnar við Dalshraun 5 laugardaginn 1. júní klukkan 12. Markaðurinn verður opinn allar helgar í sumar en þar stendur fólki til boða að leigja bása fyrir hvað sem því dettur í hug að selja þannig að ætla má að úrvalið og fjölbreytnin verði mikil. Ný föt og notuð verða áberandi auk þess sem Ólafur verður þar með plöturnar sínar innan um bækur, geisladiska og allt þar á milli. Veitingasala og setustofa eru á staðnum auk þess sem ýmsar upp- ákomur eru fyrirhugaðar um helgar í sumar. 36 viðtal Helgin 31. maí-2. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.