Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 2
Smurostar við öll tækifæri ms.is ... ný bragðtegund H VÍ TA H Ú SI Ð / SÍ A - 1 1- 05 09 Ný bragðtegund með pizzakryddi Ný viðbót í ... ... baksturinn ... ofnréinn ... brauðréinn ... súpuna eða á hrökkbrauðið  Umhverfismál BráðnUn íss hefUr afgerandi áhrif Ísland verði miðstöð þekkingar á bráðnun íss Afleiðingar þess að jöklar hopa um allan heim er umræðuefni fundar sem fer fram í dag í hús- næði Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn er skipulagður af íslensku félagasamtökunum Vox Naturae. Stofnandi þeirra vonast til að Ísland geti orðið vettvangur fyrir alþjóðlega samræðu um mikilvægi íss og jökla og viðbragða við því að ís fari hopandi um allan heim. Þ etta er fyrsti fundur Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er sér- staklega um afleiðingar þess að snjór, jöklar og ís fara hopandi um allan heim. Það er einstakt að þessi fundur sé skipulagður af íslenskum félagasamtökum,“ segir Páll Ásgeir Davíðsson, einn stofnandi Vox Naturae sem skipuleggja fund sem haldinn er í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. „Ís og snjór hefur að geyma yfir 70% af öllu fersk- vatni jarðar og því mikilvægt forðabúr fyrir stóran hluta mannskyns. Bráðnun íss hefur afgerandi áhrif á aðgang milljarða manna að mat, orku, vatni og öðru sem lífsviður- væri fólks byggist á. Engu að síður er lítil þekking til staðar á þeim fjölþættu áhrifum sem bráðnun íss hefur á samfélög,“ segir Páll. Alþjóðabankinn er meðal þeirra sem starfa með Vox Naturae. Eitt þeirra verkefna sem kynnt verða á fundinum er uppbygging samstarfsverk- efnisins „The Ice Circle“ sem Páll vonast til að hafi mið- stöð á Íslandi. „The Ice Circle verður alþjóðlegur samráðs- vettvangur og sjóður til að efla rannsóknir og viðbrögð við áhrifum þess að jöklar hopa. Við teljum mikilvægt að kynna verkefnið vel hér á landi. Ef höfuðstöðvarnar verða á Íslandi hefur það mikil áhrif á ímynd landsins, stöðu þess á alþjóðavettvangi, tengslanet fræðimannasamfélagsins og ráðstefnuhald, svo eitthvað sé nefnt,“ segir hann. Alþjóðabankinn og fleiri alþjóðlegir aðilar vinna með Vox Naturae í að halda alþjóðlega ráðstefnu á Íslandi undir lok þessa árs um stofnun the Ice Circle, en undirbúningur hefur staðið yfir í á þriðja ár. Samstarfsaðilar Vox Naturae við skipulagningu fundarins í New York eru fulltrúar frá yfirvöldum í Finnlandi, Ungverjalandi, Taílandi og Ta- jikistan, auk Alþjóðabankans og Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum taka til máls sumir æðstu yfirmenn Sameinuðu þjóðanna og virtir vísinda- menn. Páll segir að þegar yfirvöld í Tajikistan, sem er í Mið-Asíu, hafi heyrt af verkefninu hafi þau sett sig í samband við hann en bráðnandi jöklar hafa verið þar stórt vandamál á síðustu árum. „Viðlíka breytingar hafa ekki orðið á sögulegum tímum. Við erum hér að skapa tækifæri fyrir samfélög til að koma saman og deila upplýsingum,“ segir Páll sem von- ast til að Ísland geti orðið vettvangur fyrir alþjóðlega samræðu um mik- ilvægi íss og jökla og viðbragða við því að ís fari hopandi um allan heim. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Páll Ásgeir Davíðsson segir mikilvægt að heimsbyggðin átti sig á afleiðingum þess að jöklar og ís hopa í stórum stíl. Hann er hér á Svínafells- jökli með Íslenskum fjallaleiðsögu- mönnum. Mynd/Sigurður Pétur Kristjánsson Ís og snjór hafa að geyma yfir 70% af öllu ferskvatni jarðar og því mikilvægt forðabúr fyrir stóran hluta mannskyns.  UniCef skýrsla Barnahjálpar sameinUðU Þjóðanna Um fötlUð Börn á heimsvísU Fötluð börn eru oft utanveltu, falin og gleymd UNICEF hefur kortlagt stöðu fatlaðra barna á heimsvísu og komu niðurstöðurnar út í skýrslu í dag. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að möguleikum, getu og hæfileikum fatlaðra barna séu oft takmörk sett vegna viðtekinna viðhorfa í samfélögum. Oft sé einblínt á hvað fötluð börn geti ekki gert frekar en að horfa til hæfileika þeirra. Í skýrslu UNICEF er lögð áhersla á ágóða barnanna sjálfra og samfélaga ef þessi viðhorf breyttust. Víða um heim eru fötluð börn gleymd, falin og útilokuð frá samfélaginu og upplifa margvíslega mismunun sem veldur skerðingu á lífsgæðum þeirra. Aðgengi fatlaðra barna að heilsugæslu og félagsþjónustu er einnig víða skert og segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Ís- landi, að 85 til 95% þeirra barna í fátækustu ríkjum heims sem þurfa á hjólastölum, hækjum, spelkum eða öðru að halda hafi ekki aðgang að slíkum hjálpartækjum. Börn með fötlun í sautján auðugustu ríkjum heims eru fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi en önnur börn. Niðurstöður skýrslunnar endurspegla þær tölur sem liggja fyrir á Íslandi en í skýrslu UNICEF á Íslandi árið 2011 kom fram að heyrnarlaus börn væru þrisvar sinnum líklegri en önnur til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Á heimsvísu hafa fötluð börn mun minna aðgengi að menntun en önnur börn. Mynd/UNICEF Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is Sparakstur frá Reykjavík til Akureyrar Árleg sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fer fram í dag, föstudaginn 31. maí. Hún hefst klukkan 9 þegar Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Eiríkur Björn Björgvins- son, bæjarstjóri á Akureyri, ræsa fyrsta bílinn. Rásmarkið er á bensínstöð Atlants- olíu við Húsgagnahöllina, Bíldshöfða. Þaðan verða bílarnir ræstir einn af öðrum með tveggja mínútna millibili. 25 fólksbílar eru skráðir til keppni. Þeir eru af öllum stærðum og gerðum og enginn eldri en árgerð 2012. Keppnisleiðin er frá Reykjavík til Akureyrar með hálftíma hvíldarhléi að Gauksmýri í Húnaþingi. Ökuleiðin er 381,6 km og verða keppendur að ljúka henni á fimm klukkustundum og 10 mín að með- töldu hvíldarhléinu. Sparaksturskeppninni er ætlað að vekja athygli á ferðalögum Ís- lendinga um eigið land og sýna fram á það að með yfirveguðu og góðu aksturslagi er hægt að komast ansi langt á eldsneytis- lítranum. Hægt verður að fylgjast með þátttökubílunum í rauntíma á heimasíðu FÍB, www.fib.is. - jh Samkeppnishæfni Íslands dalar Ísland lækkar um þrjú sæti á milli ára í nýrri úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni landa. Ísland fellur úr sæti 26 í sæti 29 á listanum sem samanstendur af 60 þjóðum. Er það þriðja lakasta staða Íslands frá upphafi mælinga en árið 2011 stóð Ísland í 31. sæti. Efstu fimm sæti listans skipa Bandaríkin, Sviss, Hong Kong, Svíþjóð og Singapúr. Lestina reka Venesúela, Argentínu og Króatíu. Þau lönd sem eru á svipuðu reki og Ísland eru meðal annars Taíland, Frakkland, Síle og Litháen. Ísland er neðst allra Norður- landanna en þar næst fyrir ofan kemur Finnland sem skipar 20. sæti. Danmörk er í 12. sæti og Noregur í 6. sæti. Finnland og Ísland falla um sæti milli en hin Norður- löndin færa sig upp um 1-2 sæti. - jh Augnskaði vegna leysibendis Þrettán ára drengur skaddaðist nýlega á báðum augum og missti miðjusjón á öðru auga eftir leik með leysibendi. Einar Stefánsson, prófessor og yfirlæknir augndeildar Landspítala, segist ekki áður séð jafn alvarlegan augnskaða af völdum leysibendis áður. Leysibendirinn sem olli augnskaða drengsins var keyptur erlendis en leysibendar af svipaðri gerð hafa verið til sölu hér á landi. Geislavarnir ríkisins ítreka að leysibendar séu ekki leikföng og hvetja foreldra til að leyfa börnum sínum ekki að leika með þá. Á heimsíðu Geislavarna ríkisins kemur fram að aldrei eigi að beina leysibendum að augum og að vegna örrar tækniþróunar síðustu ára hafi leysibendar orðið ódýrari og öflugri. - dhe Geislavarnir ríkisins ítreka að leysibendar séu ekki leikföng. 2 fréttir Helgin 31. maí-2. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.