Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 26
É g fékk aðsvif, datt niður tröppur og var svona ótrú-lega óheppin að ég fékk mænuskaða,“ segir Helga Þórarins- dóttir. „Þetta gerðist eins og slys gerast. Ég fór út að borða með vinkonu minni og þegar við komum út þá leið yfir mig. Þetta hafði aldrei komið fyrir mig áður. Það næsta sem ég man er að ég ligg í götunni og sjúkrabíll er kominn. Ég man að ég hugsaði þá að þetta hlyti að vera eitthvað alvarlegt.“ Helga hefur tileinkað líf sitt tón- listinni. Hún hóf störf hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands árið 1980 og frá árinu 1983 hefur hún verið í stöðu leiðandi víóluleikara. Hún hefur leikið einleik með Sinfóníuhljóm- sveitinni, haldið fjölda einleikstón- leika og komið fram með ýmsum kammerhópum. Helga hefur kennt í Tónlistarskólanum í Reykjavík, Tónlistarskóla Seltjarnarness og í Tónmenntaskólanum, auk þess að stjórna strengjasveitum. „Ég held að ég þrífist á einhvern hátt á þessum neista sem tónlistin kveikir í manni. Sumir upplifa heiminn í gegn um augun. Aðrir upplifa heim- inn í gegn um eyrum. Það hefur verið þannig með mig,“ segir Helga. Glöð að vera á lífi Það er bjart yfir henni og ákveðin glaðværð þegar ég kem inn á her- bergið hennar á endurhæfingar- deildinni á Grensási. Ég sé að hend- urnar á henni eru eilítið krepptar og í örskotsstund velti ég fyrir mér hvort ég eigi ekki að taka í höndina á henni. Síðan ákveð ég að það væri örugglega undarlegra ef ég geri það ekki og við heilsumst með handabandi. Helga situr í hjólastól og er að lesa Illsku eftir Eirík Örn Nordahl, sem fyrir jólin fékk Ís- lensku bókmenntaverðlaunin. „Ég er í bókaklúbbi og næst ræðum við þessa bók,“ segir Helga til skýr- ingar. Eftir hálfs árs endurhæfingu hefur hún nægan styrk til að fara á hjólastólnum niður á bílastæði og þaðan í raun hvert sem hún vill. „Sonur minn ætlar að keyra mig í bókaklúbbinn,“ segir hún. Helga varð fyrir mænuskaða í byrjun nóvember. Strax var ljóst að hún var alveg lömuð fyrir neðan brjóst. „Þeir sögðu að þetta væri alvarlegt og að ég yrði lengi í endur- hæfingu,“ segir hún. Þrátt fyrir þetta áfall var annað sem stóð upp úr í huga hennar. „Ég var bara svo glöð að vera á lífi og að höfuðið á mér væri í lagi. Ég var enn sú sama. Síðan tók við tímabil þar sem ég bara lá og var lömuð. Ég var komin hingað á Grensás eftir um viku. Ég var svo heppin að það var stöðugur straumur af vinum og vandamönn- um í heimsókn. Ég held að það hafi fleytt mér í gegn um þennan tíma, að hafa alltaf einhvern til að tala við.“ Stórtíðindi á annan í hvítasunnu Rétt í þessu kemur bróðir Helgu í heimsókn. Hún segist ekki hafa náð í hann til að láta hann vita af komu minni. Þau skiptast á nokkr- um orðum og þá hringir síminn. Helga er stuttorð og segist vera í blaðaviðtali. Þegar síminn hringir í annað sinn ákveður hún að segja hann á hljóðlausa stillingu. Það eru margir sem vilja heyra í Helgu. Á neðstu hæðinni á Grensási eru sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfarar við vinnu, og þar æfir Helga daglega. „Í byrjun voru þetta bara æfingar á bekk. Við að lenda í mænuskaða fer allt jafnvægiskerfið í líkamanum í rugl og maður kastar upp bara við að vera reistur við. Síðan voru sjúkraþjálfararnir að hreyfa liða- mótin. Fljótlega fór ég í raförvun með fæturna og það hjálpaði mér mikið. En síðan kom langur tími þar sem ekki mikið gerðist. Ég hélt bara áfram að puða,“ segir Helga og það verður þyngra yfir henni. Henni finnst erfitt að ræða tímann þegar hún hélt að framfarirnar hefðu stöðvast. Nýlega fékk hún síðan aftur kraft. „Það kom kippur um daginn. Ég var búin að fara mikið í sund og í gönguróbot. Svo á annan í hvítasunnu, þá stóð ég upp með hjálp sjúkraliða,“ segir Helga og hún hreinlega ljómar. „Það var rosalega skemmtilegt. Þetta var í fyrsta sinn sem ég stóð upp og ég hafði ekkert endilega reiknað með að geta það. Það skiptir svo miklu að það sé framþróun, að hafa von. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið hana aftur. Ég var orðin vondauf um tíma.“ Er í uppistandshópi Dagarnir eru hver öðrum líkir og allir dagar eru full vinna. „Dagur- inn byrjar á sjúkraþjálfun. Þar á eftir er iðjuþjálfun. Sumir eru þar að mála og búa til mósaík. Ég er að æfa mig að skrifa. Þetta mjakast hægt en ég get skrifað og æfi mig í því í um hálftíma á dag,“ segir Helga og líkir eftir því með hönd- unum að hún haldi á penna. „Ég hef aldrei velt því fyrir mér áður hvað það felast miklar fínhreyfing- ar í því að skrifa.“ Eftir iðjuþjálfun kemur hádegismatur og síðan fer Helga aftur í sjúkraþjálfun. „Þá er ég að gera eitthvað annað en um morguninn. Kannski að lyfta fót- leggjunum, setjast upp og teygja. Ég nota síðan síðasta klukku- tímann til að fara sjálf í salinn. Á kvöldin höfum við hér nokkrar, eftir hvítasunnuhelgina góðu, sem erum í einskonar uppistandshópi. Þá förum við í rimlana hér frammi á gangi og æfum okkur saman,“ segir hún brosandi. Það er augljóst að mikil samheldni er meðal þeirra sem búa á Grensási. „Það er svo góður andi á milli sjúklinga. Fólk styður hvert annað svo vel. Fyrst og fremst er það starfsfólkið sem leggur þessar línur, að hér sé góður andi og mikið hlegið,“ segir Helga sem dásamar starfsfólkið á Grensási í bak og fyrir. „Kjarninn í öllu hér er starfsfólkið. Þessi. Því finnst svo gaman þegar manni gengur vel og Helga Þórarinsdóttir hafði verið víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands í yfir þrjá áratugi þegar hún varð fyrir mænuskaða í lok síðasta árs. Enn er óvíst hvort hún getur spilað aftur. Frá því viku eftir slysið hefur hún verið í endurhæfingu á Grensásdeild þar sem hún segir andrúmsloftið einstakt. Helga er dugnaðarforkur og vill ekki sjá að neinn vorkenni sér. Ef hún endaði á eyðieyju myndi hún helst vilja taka Beethoven með sér. Helga er sérstaklega ánægð með starfsfólkið á Grensási og telur hreinlega að það hafi hlotið einhverja guðsgjöf. Hér er hún ásamt Páli Ingvarssyni, sérfræðingi í tauga- sjúkdómum. Mynd/Hari Enginn tekur tónlistina af mér 26 viðtal Helgin 31. maí-2. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.