Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 8
 hvert er þitt hlutverk? - snjallar lausnir Wise býður ölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk með mismunandi hlutverk. Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Þ að eru ekki fleiri blindir eða lesblindir á Íslandi en annars staðar. Við höfum einfaldlega staðið okkur vel í að ná til notenda,“ segir Þóra Sig- ríður Ingólfsdóttir, forstöðu- maður Hljóðbókasafns Íslands. Um fimm prósent Ís- lendinga eru skráðir notendur á Hljóðbóka- safninu. Það er marg- falt hærra hlutfall en í nágrannalönd- unum. Í Danmörku og Svíþjóð eru 0,7 prósent íbúa skráðir notendur á hljóðbókasafni en í Noregi og Finn- landi er sama tala aðeins 0,3 prósent. Sérstaka athygli vekur að á Íslandi eru jafn margir skráðir notendur og í Finnlandi og Noregi, 16 þús- und í hverju landi. Íslendingar eru um 320 þúsund talsins á meðan um og yfir fimm millj- ónir búa í Noregi og Finnlandi. „Við tókum okkur til og gerðum breyt- ingar til að ná til fleira fólks. Safnið er nú stafrænt en það var kass- ettusafn þegar ég tók við árið 2007. Nú er hægt að hala bókum niður í gegn- um netið,“ segir Þóra. Hún segir að um tvö þúsund nýskráningar notenda hafi verið hjá safninu á ári síðustu ár. Virkir lánþegar voru 1.600 árið 2007 en eru nú 7.100.  Bækur Sextán ÞúSund ÍSlendingar nota HljóðBókaSafnið Lesblindir eiga ennþá mjög erfitt. Það sést til dæmis á hve hátt brottfall er úr framhalds- skólum hér. Fólk á rétt á þessari þjónustu Margfalt fleiri nota hljóðbókasafn á Íslandi en í nágrannalöndunum Jafn margir nota hljóðbókasafn á Íslandi og í Noregi þó íbúar hér séu 320 þúsund en yfir fimm milljónir í Noregi. Forstöðumaður safnsins þakkar þetta öflugri kynningu á safninu en vill samt ná til mun fleira fólks. Safn Skráðir lánþegar Mannfjöldi Prósentuhlutfall Danmörk (Nota) 40.000 5.500.000 0,7% Svíþjóð (TPB) 65.000 9.000.000 0,7% Noregur (NLB) 16.000 4.900.000 0,3% Finnland (Celia) 16.000 5.400.000 0,3% Ísland (HBÍ) 16.000 320.000 5% Þóra Sigríður Ingólfs- dóttir hefur stýrt Hljóðbókasafninu í sex ár. Fjöldi lánþega þess hefur margfaldast á þeim tíma. Ljósmynd/Hari Skráðir lánþegar á hljóðbókaSöfnum á norðurlöndunum Hjalti Rögnvaldsson leikari er einn þeirra sem lesa inn bækur í Hljóðbókasafninu. „Við fórum hringinn í kringum landið til að kynna safnið, heim- sóttum skóla, söfn og fangelsi. Ein af stóru ástæðunum fyrir þessum háu tölum eru náms- bækur í framhalds- skólum. Það er ansi stór hópur sem nýtir sér þær, stærsti hópurinn okkar er 16-21 árs.“ Í nýútkominni starfsskýrslu safnsins kemur fram að stærstur hluti lánþega þess séu les- blindir. 69 prósent skráðra lánþega eiga við lesblindu að stríða, 13 prósent eru blindir eða sjón- skertir, 8 prósent nota safnið vegna hás aldurs og 10 prósent vegna sjúkleika. Þóra segir að miðað sé við að um tíu prósent þjóðar eigi í erfið- leikum með lestur vegna sjón- skerðingar, lesblindu eða annarra ástæðna. „Við viljum helst fá þessi tíu prósent sem eiga í vandræðum til okkar. Lesblindir eiga ennþá mjög erfitt uppdráttar í námi. Það getur til dæmis verið hluti ástæðunnar fyrir því hversu hátt brottfall er úr framhaldsskólum hér. Þeir sem ekki geta nýtt sér prentað letur eiga einfaldlega rétt á þessari þjónustu.“ höskuldur daði magnússon hdm@frettatiminn.is 262 nýjar bækur bættust við safnkost Hljóð- bókasafnsins í fyrra. Þar með eru um sjö þúsund lánshæfra titla í safninu. Safnið framleiddi sjálft 187 titla (133 íslenskar bækur, 54 þýddar), keypti 17 titla (6 íslenskar bækur, 12 þýddar) og fékk 53 titla frá sam- starfssöfnum sínum á Norðurlöndum. Það sem af er þessu ári hafa bæst við um það bil 110 titlar í viðbót. 8 fréttir Helgin 31. maí-2. júní 2012 Ný kynslóð sólarkrema Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18 Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Mannvirðing Siðmennt styður opið, víðsýnt og fjölbreytt samfélag LÍFRÆN ORKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.