Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 8

Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 8
 hvert er þitt hlutverk? - snjallar lausnir Wise býður ölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk með mismunandi hlutverk. Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Þ að eru ekki fleiri blindir eða lesblindir á Íslandi en annars staðar. Við höfum einfaldlega staðið okkur vel í að ná til notenda,“ segir Þóra Sig- ríður Ingólfsdóttir, forstöðu- maður Hljóðbókasafns Íslands. Um fimm prósent Ís- lendinga eru skráðir notendur á Hljóðbóka- safninu. Það er marg- falt hærra hlutfall en í nágrannalönd- unum. Í Danmörku og Svíþjóð eru 0,7 prósent íbúa skráðir notendur á hljóðbókasafni en í Noregi og Finn- landi er sama tala aðeins 0,3 prósent. Sérstaka athygli vekur að á Íslandi eru jafn margir skráðir notendur og í Finnlandi og Noregi, 16 þús- und í hverju landi. Íslendingar eru um 320 þúsund talsins á meðan um og yfir fimm millj- ónir búa í Noregi og Finnlandi. „Við tókum okkur til og gerðum breyt- ingar til að ná til fleira fólks. Safnið er nú stafrænt en það var kass- ettusafn þegar ég tók við árið 2007. Nú er hægt að hala bókum niður í gegn- um netið,“ segir Þóra. Hún segir að um tvö þúsund nýskráningar notenda hafi verið hjá safninu á ári síðustu ár. Virkir lánþegar voru 1.600 árið 2007 en eru nú 7.100.  Bækur Sextán ÞúSund ÍSlendingar nota HljóðBókaSafnið Lesblindir eiga ennþá mjög erfitt. Það sést til dæmis á hve hátt brottfall er úr framhalds- skólum hér. Fólk á rétt á þessari þjónustu Margfalt fleiri nota hljóðbókasafn á Íslandi en í nágrannalöndunum Jafn margir nota hljóðbókasafn á Íslandi og í Noregi þó íbúar hér séu 320 þúsund en yfir fimm milljónir í Noregi. Forstöðumaður safnsins þakkar þetta öflugri kynningu á safninu en vill samt ná til mun fleira fólks. Safn Skráðir lánþegar Mannfjöldi Prósentuhlutfall Danmörk (Nota) 40.000 5.500.000 0,7% Svíþjóð (TPB) 65.000 9.000.000 0,7% Noregur (NLB) 16.000 4.900.000 0,3% Finnland (Celia) 16.000 5.400.000 0,3% Ísland (HBÍ) 16.000 320.000 5% Þóra Sigríður Ingólfs- dóttir hefur stýrt Hljóðbókasafninu í sex ár. Fjöldi lánþega þess hefur margfaldast á þeim tíma. Ljósmynd/Hari Skráðir lánþegar á hljóðbókaSöfnum á norðurlöndunum Hjalti Rögnvaldsson leikari er einn þeirra sem lesa inn bækur í Hljóðbókasafninu. „Við fórum hringinn í kringum landið til að kynna safnið, heim- sóttum skóla, söfn og fangelsi. Ein af stóru ástæðunum fyrir þessum háu tölum eru náms- bækur í framhalds- skólum. Það er ansi stór hópur sem nýtir sér þær, stærsti hópurinn okkar er 16-21 árs.“ Í nýútkominni starfsskýrslu safnsins kemur fram að stærstur hluti lánþega þess séu les- blindir. 69 prósent skráðra lánþega eiga við lesblindu að stríða, 13 prósent eru blindir eða sjón- skertir, 8 prósent nota safnið vegna hás aldurs og 10 prósent vegna sjúkleika. Þóra segir að miðað sé við að um tíu prósent þjóðar eigi í erfið- leikum með lestur vegna sjón- skerðingar, lesblindu eða annarra ástæðna. „Við viljum helst fá þessi tíu prósent sem eiga í vandræðum til okkar. Lesblindir eiga ennþá mjög erfitt uppdráttar í námi. Það getur til dæmis verið hluti ástæðunnar fyrir því hversu hátt brottfall er úr framhaldsskólum hér. Þeir sem ekki geta nýtt sér prentað letur eiga einfaldlega rétt á þessari þjónustu.“ höskuldur daði magnússon hdm@frettatiminn.is 262 nýjar bækur bættust við safnkost Hljóð- bókasafnsins í fyrra. Þar með eru um sjö þúsund lánshæfra titla í safninu. Safnið framleiddi sjálft 187 titla (133 íslenskar bækur, 54 þýddar), keypti 17 titla (6 íslenskar bækur, 12 þýddar) og fékk 53 titla frá sam- starfssöfnum sínum á Norðurlöndum. Það sem af er þessu ári hafa bæst við um það bil 110 titlar í viðbót. 8 fréttir Helgin 31. maí-2. júní 2012 Ný kynslóð sólarkrema Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18 Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Mannvirðing Siðmennt styður opið, víðsýnt og fjölbreytt samfélag LÍFRÆN ORKA

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.