Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 38
www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
Eldhúsrúllur Nicky Household, 2 rúllur – Verð: 269 kr.
Eldhúsrúllur Nicky Talent, 4 rúllur – Verð: 439 kr.
Salernispappír fyrir ferðasalerni, 4 stk. – Verð: 709 kr.
Salernispappír 400 bl. Svansmerkt, 4 rúllur – Verð: 519 kr.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
31
55
9
– mikið úrval, umhverfisvænn o.fl.
Pappírsvörur til að þurrka,
þerra, hreinsa og strjúka
Tilboð
439kr.
607
É g geri allt mögulegt tengt Íslandi,“ segir Yuka Ogura þegar hún er spurð hvernig hægt sé að lýsa því sem hún fæst við. Yuka hafði starfað hjá japönskum tónlistar-
útgáfum í mörg ár þegar hún var beðin að stýra vefsíðu um
íslenska tónlist árið 2002. Þá vissi Yuka ekkert um íslenska
tónlist, fyrir utan að hafa heyrt tónlist Bjarkar. Yuka kolféll
fyrir íslenskri tónlist og starfar í dag sjálfstætt við ýmis konar
miðlun á íslenskri menningu. „Það er svo margt eftirsóknar-
vert sem kemur frá Íslandi sem erfitt er að nálgast í Japan. Þá
get ég verið tengiliður og reddað málunum, hvort sem það er
tónlist eða hönnun sem fólk leitar eftir,“ segir Yuka sem einn-
ig stendur fyrir ýmsum viðburðum, tengdum íslenskri tónlist
ásamt því að halda úti tónlistarbloggi og reka vefverslun með
íslenskri tónlist, vörum frá Farmers Market og Aurum auk
minjagripa. Í átta ár hefur Yuka svo skipulagt hópferðir frá
Japan á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Þá er ekki allt upp-
talið því þessa dagana er unnið að útgáfu bókar um íslensku
lopapeysuna í Japan og mun Yuka skrifa einn kafla í þeirri
bók. Tvisvar sinnum á önn heldur Yuka fyrirlestra um ís-
lenska menningu í Waseda háskóla í Tókýó. Yuka starfar ekki
aðeins með íslensku tónlistarfólki, heldur líka japönsku og
hefur haft milligöngu um að hjálpa því að komast í réttu sam-
böndin á Íslandi, til dæmis vegna vinnslu í hljóðverum.
Í gegnum tíðina hefur Yuka starfað hjá stórum tónlistar-
útgáfum í Japan og segir tónlistarsköpun á Íslandi einstaka.
„Hjá stórum útgáfum er óeðlilegt að hafa beint samband við
listamanninn. Öll erindi fara í gegnum margar deildir eftir
ákveðinni röð. Hérna er bransinn svo vinalegur og maður
talar alltaf beint við tónlistarfólkið. Mér fannst það svolítið
skrítið fyrst en kann vel að meta það núna,“ segir Yuka.
Yuka segir það tilfinningu sína að á Íslandi séu flestir að
semja og leika tónlist til að hafa gaman af og sinni tónlistinni
því af ástríðu. „Íslensk tónlist er ekki drifin áfram af gróðavon
en samt er auðvitað frábært þegar fólk aflar tekna með tón-
listarsköpun sinni. Hérna er fólk ekki að velta fyrir sér hversu
mikið það eigi eftir að selja sem er frábært því tónlist á ekki
að snúast um peninga. Allt er svo smátt í sniðum hérna og
allir þekkja alla og hjálpast að. Íslenskt tónlistarfólk er sjálf-
stætt og fer sínar eigin leiðir,“ segir Yuka. Þegar fjallað er um
íslenska tónlist í japönskum fjölmiðlum er Yuka oft fengin til
viðtals því margir tengja nafn hennar íslenskri tónlist.
Í tíu ár hefur Yuka haldið úti bloggi á japönsku um íslenska
tónlist og stefnir hún að því að opna síðu á næstunni um allt
það skemmtilega sem hægt er að gera í Reykjavík. Yuka segir
Ísland hafa góða ímynd í Japan og að margir þekki Björk,
Sigurrós og Múm auk þess að vita af fallegu náttúrunni og
Bláa lóninu. „Ekki skemma þessu góðu ímynd,“ segir Yuka
ákveðin.
Yuka telur gríðarmikil tækifæri fyrir íslenska hönnun og
tónlist í Japan og að íslenska ríkið ætti að veita meira fjár-
magni í kynningarmál þar í landi. „Á hverju ári er haldin hátíð
sem heitir Tokyo Northern Light Festival þar sem menning
Norðurlandanna er kynnt. Sendiráð hinna ríkjanna hafa fjár-
magn til að fá tónlistarmenn til að koma til Japans og spila
lifandi tónlist en það íslenska hefur ekki tök á því. Á þessari
hátíð hef ég flutt fyrirlestra um íslenska tónlist og það merki-
lega er að það selst betur inn á þá en á tónleikana hjá hinum
Norðurlöndunum. Ímyndið ykkur ef það kæmi íslenskt tón-
listarfólk?“ segir Yuka.
Það er draumur Yuku að flytja til Íslands á næstunni enda
á hún orðið marga vini hér á landi. Yuka á son sem nýlega hóf
nám í háskóla í Tókýó svo hún lítur svo á að hennar skyldum
sem móðir ljúki senn og því sé henni óhætt að flytja til Ís-
lands. „Ég er að undirbúa stofnun fyrirtækis hérna í sam-
starfi við íslenskan viðskiptafélaga og vonast til að geta opnað
verslun hér á landi. Við ætlum að bjóða upp á ýmsar fallegar
japanskar vörur,“ segir Yuka brosandi og bætir svo við að hún
vonist til að finna lífsförunaut sinn á Íslandi.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Yuka Ogura starfar sjálfstætt í Japan við ýmis konar miðlun á íslenskri menningu og
segir íslenskt tónlistarlíf einstakt og einkennast af gleði en ekki gróðavon. Mynd/Hari.
Menningarbrú á milli Íslands og Japan
Hérna er bransinn svo
vinalegur og maður
talar alltaf beint við
tónlistarfólkið.
Yuka Ogura féll fyrir íslenskri tónlist fyrir rúmlega áratug. Núna rekur
hún eins manns fyrirtæki í Japan sem sinnir ýmsum verkefnum sem öll
eiga það sameiginlegt að tengja Ísland og Japan með einhverjum hætti.
38 viðtal Helgin 31. maí-2. júní 2012