Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 61

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 61
Endursýningar á sjónvarpsefni þykja oft á tíðum ansi hreint ódýr og lummuleg leið til þess að fylla upp í dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Eitt- hvað er sjálfsagt til í þessu en þegar um er að ræða endursýningar á gæðaefni eða einhverju sem hafði mikil áhrif á samtíma sinn eru endur- sýningar stórlega vanmetnar. Í þeim tilfellum eru þær meira en bara afþreying og hafa í raun menningarlegt gildi. Dallas-þættirnir gömlu eru gott dæmi um þetta. Þeir eru enn skemmtilegir og um leið áhugaverður aldarspegill. Þeir nutu stórkost- legra vinsælda á árabilinu 1978-1991. Þessir þættir eru löðrandi í alkóhólisma og stækri kvenfyrirlitningu sem lítið var amast við á sínum tíma. Þetta blasir aftur á móti við þegar þætt- irnir eru skoðaðir í dag og sýna svo ekki verður um villst að heilmikill árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni og stríðinu við staðalímynd- irnar. Við erum þó ekki komin lengra en svo að þegar vinsælir þættir í dag verða skoðaðir eftir 20-30 ár mun fólk gapa af undrun yfir því hversu illa við vorum haldin í upphafi 21. aldarinnar. Skjár einn sýnir um þessar mundir hina forn- frægu gamanþætti Cheers, eða Staupastein, og óhætt er að segja að hér sé um hvalreka að ræða. Þættirnir voru langlífir og gátu síðar af sér Frasier sem var ekki síður vinsæll og endingar- góður. Maður skilur eiginlega þessar vinsældir Staupasteins betur núna vegna þess að þeir eru greinilega sígildir. Þættirnir eru enn fyndnir og afskaplega notalegir áhorfs. Breddan Carla er enn jafn dásamlega óforskömuð og maður kemst ekki frekar en fyrri daginn hjá því að þykja vænt um barflugurnar Cliff Clavin og svelginn Norm. Á Staupasteini þekkir maður alla og finnst allir þekkja mann þannig að stemningin er ósköp notaleg og barinn öruggur staður að vera á. Vel gert Skjár einn og meira svona! Þórarinn Þórarinsson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Strumparnir / Villingarnir / Hello Kitty / Algjör Sveppi / Grallararn- ir / Tasmanía 10:50 Victourious 11:15 Glee (19/22) 12:00 Nágrannar 13:45 Grillað með Jóa Fel (1/6) 14:15 The Kennedys (2/8) 15:00 Mr Selfridge (2/10) 15:55 Suits (8/16) 16:45 Anger Management (9/10) 17:10 Hið blómlega bú 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Frasier (24/24) 19:25 Tossarnir 20:05 Harry's Law (2/22) 20:50 Wallander (3/3) Spennandi sakamálamynd þar sem Kenneth Branagh fer með hlutverk rann- sóknarlögreglumannsins Kurt Wallander. 22:20 Mad Men (8/13) 23:10 60 mínútur 23:55 The Daily Show: Global Editon 00:20 Suits (8/16) 01:05 Breaking Bad 01:50 Numbers (8/16) 02:35 Small Island 05:35 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:05 Meistarad. Evrópu - fréttaþáttur 08:35 Kielce - Barcelona 09:55 Kiel - Hamburg 11:15 Inaiana - Miami - leikur # 6 13:05 Small Final 14:45 2013 Augusta Masters samantekt 15:50 Meistaradeildin í handbolta 17:30 The Short Game 17:50 La Liga Report 18:20 Spænski boltinn 21:40 Meistaradeildin í handbolta 23:10 Inaiana - Miami - leikur # 6 01:00 San Antonio - Memphis - leikur # 7 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:00 PL Classic Matches 17:30 Football League Show 2012/13 18:05 Man. Utd. - Man. City 19:50 Premier League World 2012/13 20:20 Newcastle - Southampton 22:05 PL Classic Matches, 2000 22:35 Chelsea - Wigan SkjárGolf 06:00 ESPN America 06:10 The Memorial Tournament 2013 09:10 Golfing World 10:00 The Memorial Tournament 2013 15:00 The Open Championship Official Film 1987 16:00 The Memorial Tournament 2013 22:00 Arnold Palmer Invitational 2013 01:35 ESPN America 2. júní sjónvarp 61Helgin 31. maí-2. júní 2012  Í sjónvarpinu staupasteinn Öruggur staður að vera á Núningurinn milli grunnhyggnu rembunnar Sam og hinnar djúpt þenkjandi Diane er enn fyndinn þótt langt sé liðið frá því neistaði milli þeirra á Staupasteini. RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is Löggiltir dýnuframleiðendur, starfandi í 60 ár fagleg ráðgjöf og frí Legugreining Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! rúmgott býður öllum viðskiptavinum upp á fría legugreiningu með hinum byltingarkennda Xsensor Medical Pro búnaði. Hvenær er þörf á Legugreiningu? finnurðu fyrir eymslum í mjóbaki? Vaknarðu oft með verki í mjöðm? finnurðu fyrir eymslum eða dofa í öxlunum? Sefurðu illa vegna annara óþæginda? · hryggskekkju · brjósklos · samföllnum hryggjaliðum · spengdum hryggjaliðum · gigt, til dæmis: · slitgigt, vefjagigt eða liðagigt. fremstir í framLeiðsLu á HeiLsudýnum Vertu öru gg/ur. Komdu í greining u 20- 50% afsl áttu r af öll um hei lsur úm um Royal og classic Hágæða fjölstillanleg rafmagnsrúm á 30-40% afslætti. 12 mánaða vaxtalaus Visa / EURo greiðsludreifing* Smíðum raf- magnsrú m í öllum stærðum ! V o R T i l B o Ð við framLeiðum þitt rúm eftir þínum þörfum sérsmíðum rúm og dýnur í sumarHús feLLiHýsi og tjaLdvagna * Ei nu ng is er g re itt 3 ,5 % lá nt ök ug ja ld . rafmagnsrúm á verði frá 190.049,- 12 mánaða vaxtalaus greiðsludreifing 16.732,- Tvíbreið heilsurúm á verði frá 129.360,- 12 mánaða vaxtalaus greiðsludreifing 11.497,- frí heimsending á hjónarúmum eða tökum gamla rúmið upp í nýtt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.