Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 34
Holtagörðum | Sími 553 1800 | Opið virka daga 11-18 og laugardaga 11-15 Ný seNdiNg af Viðarperlum Lengjur 395 kr. - 695 kr. sTÆrsTi perluBar laNdsiNs stærsta föndurverslun landsins Þ etta er klikkaður hópur, algjör draumahópur að hanga með,“ segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um Áhöfnina á Húna sem ferðast mun um landið í sumar og halda tónleika á sextán stöðum. Hópur tónlistarmanna mun sigla í kringum landið í júlí á Húna II, 50 ára gömlum eikarbát. Auk Mugison skipa Áhöfnina á Húna þau Jónas Sigurðsson, Lára Rúnarsdóttir, Ómar Guðjónsson, Arnar Þór Gíslason og Guðni Finnsson. Hljómsveitin kemur í fyrsta sinn fram í söfnunarþætti fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg á RÚV í kvöld, föstudagskvöld. Tónleikaferðin sjálf hefst svo 3. júlí á Húsavík. Þarf orkubolta í að framkvæma þetta Mugison segir að hugmyndin að tónleika- ferðalaginu hafi kviknað í vetur og síðan hafi verið unnið að þessu í samstarfi við Jón Þór Þorleifsson, sem getið hefur sér gott orð sem rokkstjóri Aldrei fór ég suður. „Það hafa ábyggilega allar hljómsveitir á Íslandi fengið þessa hugmynd einhvern tímann. Það þarf bara einhvern orkubolta eins og Jón Þór til að framkvæma þetta. Annars væri þetta bara lélegur brandari sem væri enn í hljómsveitar- rútunni.“ Strax var ákveðið að ferðin yrði ekki í gróðaskyni heldur var Slysavarnafélaginu Landsbjörg boðið að selja inn á tónleikana og safna peningum í starfsemi sína. Síðar bættist RÚV í hópinn og verður ferðinni gerð skil í sjónvarpi og útvarpi í sumar. Mætir með samvaxnar augabrúnir Mugison kveðst vera sérstaklega ánægður með samstarfið við Landsbjörgu. „Það er frá- bært að styrkja þetta fólk sem er að ná í okkur þegar við festumst uppi á heiði. Mér finnst ekkert flottara en fólk sem nennir að fórna sér fyrir aðra. Ég er sjálfur ekki í björgunar- sveitinni fyrir vestan því ég veit að ég væri bara fyrir. Ég myndi sjálfsagt stuðla að því að fólk myndi drepast. En mér finnst ótrúlegt að menn nenni að hoppa af stað upp á heiði til að bjarga fólki, það er ekkert smá verk sem þessi samtök vinna.“ Mugison segist sjá fyrir sér að koma Áhafn- arinnar á Húna í bæi landsins blási íbúum bæjanna byr í brjóst og stemningin verði eins og á gömlu, góðu götuhátíðunum úti á landi. „Þegar allir komu með eitthvað á grillið og skemmtu sér saman. Við verðum svo kannski sirkusinn sem siglir í bæinn. Ég verð með samvaxnar augabrúnir svo þetta verður smá fríksjóv.“ Taka fjölskyldurnar með Hljómsveitin mun troða upp á bátnum sjálfum. Mug- ison segir að nú sé verið að smíða 40 fermetra svið fyrir aftan stýrishúsið þar sem trommusettið og hljóðkerfið verður neglt niður. Svo verður einfaldlega breitt segl yfir þegar skipið er á siglingu. Hvað fá tónleikagestir að heyra frá ykkur? „Við fjögur erum með góða hittara okkar á milli. Ég Áhöfnin á Húna rokkar um landið Sex þekktir tónlistarmenn hafa tekið höndum saman og ætla að sigla kringum landið í sumar og halda tónleika á sextán stöðum. Öll miðasala rennur til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Mugison mætir með samvaxnar augabrúnir til að fullkomna sirkusstemninguna. Áhöfnin á Húna. Frá vinstri eru Guðni Finnsson, Jónas Sigurðsson, Lára Rúnars- dóttir, Mugison, Ómar Guðjónsson og Arnar Þór Gíslason. veit ekki hvort við förum eitt- hvað út í að semja lög sjálf. Við vorum í æfingabúðum fyrir tíu dögum, á Hlöðum í Hvalfirði hjá Gauja litla. Það var frábært. Við tókum rennsli í fimm tíma og skelltum okkur svo í pottinn í tvo tíma, svo aftur rennsli, þá var matur og svo aftur pottur. Þetta var geðveikt.“ Og Mugison hlakkar til farar- innar sem hann ætlar að njóta í botn. „Fjölskyldurnar okkar verða með mestallan tímann og við gerum eitthvað skemmti- legt. Yngsti sonur minn er sex ára veiðisjúklingur. Við erum búnir að búa til krabbagildrur úr gamalli skúffu sem við ætlum að prófa. Það verður gaman að hafa átt þetta ævintýri.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Tónleikaferðin 3. júlí Húsavík 4. júlí Borgarfjörður eystri 5. júlí Reyðarfjörður 6. júlí Höfn í Hornafirði 7. júlí Vestmannaeyjar 9. júlí Þorlákshöfn 10. júlí Keflavík 11. júlí Reykjavík 12. júlí Stykkishólmur 13. júlí Flatey 14. júlí Patreksfjörður 15. júlí Ísafjörður 17. júlí Hólmavík 18. júlí Sauðárkrókur 19. júlí Siglufjörður 20. júlí Akureyri Ég verð með samvaxnar augabrúnir svo þetta verður smá fríksjóv. 34 viðtal Helgin 31. maí-2. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.