Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 4
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 BERIÐ SAMAN VERÐ OG GÆÐI Fjöldi gas og kolagrilla á frábæru verði www.grillbudin.isOpið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga VELDU GRILL SEM EN DIST OG ÞÚ SPARA R 59.900 Er frá Þýskalandi veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Rigning eða skúRiR s- og sV-til, en sól fyRiR noRðan og austan. HöfuðboRgaRsVæðið: Þungbúið og rigning með köflum. Vætusamt syðRa, en áfRam léttskýjað noRðantil. HöfuðboRgaRsVæðið: fremur hægur vindur, en skúraleiðingar. Hæg n-átt og kólnaR HelduR í bili. úRkomulaust. HöfuðboRgaRsVæðið: skýjað með köflum og Þurrt. bleytutíð sunnanlands ein og sama lægðin verður á hringsóli við suðvestanvert landið fram á laugar- dag með skúrum og rigningu meira og minna sunnan- og suðvestanlands á meðan sólin kemur til með að leika við íbúa á norður- og austur- landi. sæmilegur hiti, en á sunnudag kólnar lítið eitt í bil með hægum n-vindi. úrkomulaust þá á landinu öllu. strax eftir helgi er von á hlýju og röku lofti sunnan úr höfum. 7 8 10 10 7 7 7 10 9 8 9 7 6 7 10 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Þ etta eru hetjur okkar lands,“ segir Trausti Sigurðsson um liðsmenn björgunarsveitanna. Fjögur ár eru síðan þeir björguðu lífi sonar hans sem hafði fallið í sprungu á Langjökli. „Hann var að útskrifast sem stúdent um síðustu helgi. Ég er ekki viss um að við værum að fagna þessum áfanga nú ef ekki væri fyrir þeirra hjálp,“ segir Trausti. Vegna tekjusamdráttar hefur Slysavarnafélagið Lands- björg nú lagt upp með verk- efnið „Bakvarðasveitin“ þar sem fólk styrkir björgunar- starfið mánaðarlega. Trausti er ötull styrktaraðili. Fjölskyldan var í sumar- leyfi á Húsafelli í júnílok 2009 þegar bróðir Trausta, sem er uppi á Lang- jökli, hringir og býður þeim að koma í dags- ferð á snjósleðum enda veðrið dásamlegt og yfir 20 stiga hiti. „Við þáðum boðið, fórum upp á hábunguna sem er hættu- laust svæði og nutum dagsins, fengum okkur nesti og áttum góða stund. Á leið- inni niður ákveðum við aðeins að stoppa í góða veðrinu og sonur minn og frændi ákveða að skutlast upp á Geitlandsjökul sem er þarna á vinstri hönd. Þegar smá tími er liðinn og við höfum ekkert orðið vör við þá ákveðum við að fara og athuga með strákana. Þá kemur í ljós að sonur minn er ekki á staðnum heldur hafði hann snúið við til að sækja okkur en villst af leið og farið inn á sprungusvæði. Bróðir minn fann sleðann hans yfirgef- inn skömmu síðar, við áttuðum okkur fljótt á hvað hafði gerst og hringdum á björgunarsveitirnar,“ segir Trausti. Á þessari stundu vissi Trausti ekkert um afdrif sonarins. „Ég átti ekki von á að finna hann á lífi nema þá stórslas- aðan. Við sleðann fundum við fótspor og um fimmtíu metra frá sleðanum er stór sprunga sem hann hafði fallið niður um. Til allrar hamingju kallaði hann til okkar. Við sáum hann ekki strax því hann hafði fallið tólf metra niður. Hann sagðist lítið slasaður og það bjargaði honum líklega að hann rotaðist á leiðinni niður og lenti þess vegna mjúklega,“ segir hann. Ástæðan fyrir því að sonur hans, sem einnig heitir Trausti, hafði yfirgefið vélsleðann er að hann drap á sér og því ætlaði sonurinn að ganga til fjölskyldu sinnar. Fyrstu björgunarsveitarmennirnir voru komnir upp á jökulinn um klukku- stund eftir útkall. „Þarna var einn okkar reyndasti björgunarmaður á jökli. Ég fann strax til öryggis þegar þeir voru komnir að hjálpa okkur,“ segir Trausti. Björgunin tók í allt tæpa þrjá tíma og náði sonur hans sér að fullu. „Alls tóku allt að fimmtíu björgunarsveitarmenn frá fjórum sveitum þátt í björg- uninni. Ég verð að segja að ég hreinlega dáðist að teymisvinn- unni hjá þeim. Þó þeir kæmu úr ólíkum sveitum gekk þetta allt svo vel.“ Trausti leynir ekki hrifningu sinni á björgunarsveit- armönnum. „Þetta er stór hópur einstaklinga sem er tilbúinn að hlaupa úr vinnu og frá fjölskyld- unni til að hjálpa öðrum. Það er bara skylda okkar að styrkja þá,“ segir Trausti og bætir við: „Við Traustarnir munum alltaf kaupa hjá þeim Trausta-pakkann fyrir áramótin.“ Verkefnið „Bakvarðasveitin“ fer formlega af stað með söfnun- arþætti á RÚV í kvöld. Slysa- varnafélagið Landsbjörg hefur á undanförnum árum glímt við tekjusamdrátt samhliða því að útköllum hefur fjölgað og nokkrar mjög stórar aðgerðir sett sitt mark á fjárhag samtakanna, til að mynda vegna ofsa- viðrisins á Norðurlandi í haust og þar áður vegna Eyjafjallajökuls og gossins í Grímsvötnum. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is fjögur skemmtiferðaskip koma til landsins næstkomandi mánudag, 3. júní, og leggjast að bryggju hér á landi. meðal þeirra er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Íslands. „Þetta verður spennandi sumar og það er von á rúmlega 80 skemmtiferðaskipum með rúmlega 100 þúsund farþega til landsins. Það verður mikið um að vera á mánudag en þá koma fjögur skip með mörg þúsund farþega samtals,“ segir jóhann bogasson, deildarstjóri hjá tvg-Zimsen. fyrirtækið og dótturfélag þess, gára í Hafnarfirði, sjá um að þjónusta skipin meðan á dvöl þeirra stendur. skipin Crystal symphony, sea explorer og ad- venture of the seas leggjast við bryggju í reykjavík á mánudag. adventure of the teikningar bygginga í reykjavík aðgengilegar á vef aðaluppdrættir bygginga í reykjavík eru nú aðgengilegir á vef. vinnan hefur staðið yfir í nokkur ár enda ekkert áhlaupaverk að skanna og skrá með leitarorðum 130 þúsund teikningar, að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar. Þeir sem þurfa teikningar geta nú farið inn á vefinn teikningar.reykjavik.is í stað þess að sækja afrit uppdrátta í afgreiðslu byggingarfulltrúa. sá möguleiki verður þó enn í boði hjá Þjónustuveri reykjavíkur- borgar í borgartúni 12 – 14. Þar má fá teikningar í fullri stærð. nýir samþykktir aðaluppdrættir eru skannaðir og settir inn í kerfið innan mánaðar frá afgreiðslu byggingarleyfisum- sókna. Þó teikningasafnið á vefnum nái til flestra bygginga í Reykjavík eru nokkrar undantekningar þar á af öryggisástæðum, s.s. sendiráð erlendra ríkja og byggingar alþingis. hver og einn eigandi húss getur óskað eftir því að grunnmyndarteikning húss hans sé fjarlægð úr gagnagrunninum, en það heyrir til undantekninga, segir í til- kynningunni, að slíkar beiðnir berist. - jh fimmtungur starfsfólks sleppir bílnum Æ fleiri starfsmenn Seðlabanka Íslands nýta sér annan samgöngumáta en bílinn til að koma sér í vinnuna en bankinn styður slíkt með ákveðnu framlagi, að því er fram kemur á síðu hans. Þar segir: „seðlabanki Íslands hefur hvatt starfsfólk til að velja vistvæna, hagkvæma og heilsusamlega ferðamáta til og frá vinnu. Í þeim tilgangi hefur verið gerður sérstakur samgöngu- samningur við þá starfsmenn sem vilja. nú þegar hafa 29 starfsmenn bankans gert svona samgöngusamning, en sam- göngustefna fyrir starfsmenn bankans var kynnt 8. maí 2012. samningurinn felst í því að starfsmenn mæta ekki á eigin bíl til vinnu, heldur ganga, hjóla eða fara með strætisvagni í vinnuna og fá þá dálítið framlag upp í kostnað. Strax í upphafi tóku tveir tugir starfsmanna þátt í þessu átaki, en nú hefur þeim fjölgað um tæplega helming og er þá fimmtungur starfsmanna sem tekur þátt í átakinu. ennfremur geta þeir starfsmenn sem þurfa að fara á fundi utan bankans fengið til þess strætómiða eða farið á öðru af tveimur reiðhjólum sem bankinn hefur nú yfir að ráða.“ - jh fjögur skemmtiferðaskip hingað á mánudaginn fjögur skemmtiferðaskip koma til landsins á mánudaginn. Þrjú, þar af stærsta skip sem hingað hefur siglt, koma til reykjavíkur en eitt til hafnarfjarðar. seas er stærsta skemmtiferðaskip sem kemur til landsins í sumar og mun vera stærsta skip sem hefur komið til Íslands. skipið er rúmlega 137 þúsund brúttótonn og rúmar rúmlega 3.100 farþega og um 1.200 skipverja. auk þessara skipa mun skemmtiferðaskipið astor leggjast að bryggju í Hafnarfirði. - jh  samFélagsmál landsbjörg saFnar styrktaraðilum í áskriFt Þakklátur fyrir lífsbjörg sonarins trausti sigurðsson segir björgunarsveitarmenn hafa bjargað lífi sonar síns þegar hann féll í sprungu í Langjökli fimmtán ára gamall. Vegna fjölgunar útkalla samhliða tekjusamdrætti er slysavarna- félagið landsbjörg að fara af stað með verkefnið bakvarðasveitin þar sem fólk er hvatt til að styrkja félagið mánaðarlega um ákveðna upphæð. trausti traustason ásamt föður sínum, trausta sigurðar- syni. Þeir ætla að kaupa trausta- pakkann frá björgunarsveit- unum fyrir öll áramót og þannig styrkja björgunar- starfið. meðal verkefna björg- unarsveitarmanna er að hjálpa fólki í ófærð. Þeir sem ganga til liðs við bakvarðasveitina styrkja björgunarstarfið með mánaðarlegum greiðslum. Mynd/Lands- björg/Sigurður Ó. Sigursson Ég átti ekki von á að finna hann á lífi nema þá stórslas- aðan. 4 fréttir helgin 31. maí-2. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.