Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 40
Ásgeir Alexandersson dreymir um að vinna við að leysa vandamál sem hann getur nálgast út frá bæði verkfræðilegum og
læknisfræðilegum sjónarmiðum. Ljósmynd/Hari
gerir grillmat að hreinu lostæti!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
57
44
6
Læknirinn sem fór í verkfræði
Afburðanemandinn Ásgeir Alexandersson ákvað að fara óhefð-
bundna námsleið. Hann er nýútskrifaður læknir og hálfnaður
með meistaranám í heilbrigðisverkfræði sem er nýleg grein
innan verkfræðinnar. Ásgeir segir endalaus tækifæri innan
þessa sviðs en það skiptir hann ekki síst máli að geta sjálfur
sótt börnin sín á leikskólann.
L æknisfræðin heillaði snemma, alveg frá því þegar ég var unglingur. Á sama
tíma fann ég á einhvern hátt að ég
myndi ekki endilega verða hefð-
bundinn spítalalæknir,“ segir Ás-
geir Alexandersson, nýútskrifaður
læknir. Snemma á kandídatsárinu
ákvað hann að fylgja eftir áhuga
sínum á verkfræði og skráði sig
í meistaranám í heilbrigðisverk-
fræði við Háskólann í Reykjavík.
„Draumurinn er að vinna við að
leysa vandamál sem ég get nálgast
út frá bæði verkfræðilegum og
læknisfræðilegum sjónarmiðum,“
segir Ásgeir.
Dúx af eðlisfræðibraut
Heilbrigðisverkfræði er nýleg
grein innan verkfræðinnar. Þar er
aðferðum verkfræðinnar beitt á
eða í mannslíkamanum til að leysa
vandamál sem tilkomin eru vegna
veikinda eða slysa, eða einfaldlega
til að bæta lífsgæði. Meðal þess
sem heilbrigðisverkfræðingar gera
er að hanna gervilimi, þróa tæki til
notkunar á skurðstofum og nota
raförvun við endurhæfingu vöðva
þverlamaðra einstaklinga. „Með
aukinni tækniframþróun eru mögu-
leikarnir endalausir,“ segir hann.
Ásgeir dúxaði af eðlisfræðibraut
Menntaskólans á Akureyri með 9,6
í meðaleinkunn. Á menntaskólaár-
unum keppti hann á Ólympíuleik-
um í bæði stærðfræði og eðlisfræði
og fékk þar heiðursviðurkenningu.
Eftir útskrift fór hann í inntöku-
próf í læknadeild Háskóla Íslands,
komst inn en ákvað að taka sér árs
frí frá námi og ferðaðist um Suður-
Ameríku með kærustunni sinni,
sem er eiginkona hans í dag. Eftir
að hafa ferðast um heiminn þurfti
hann að taka inntökuprófið á ný og
hóf nám í læknisfræði.
Staðlaði legrafritsmælingar
Hann saknaði hörðu eðlisfræðinn-
ar og stærðfræðinnar í læknanám-
inu og þegar kom að rannsóknar-
verkefni sem læknanemar vinna
á þriðja ári ákvað Ásgeir að hafa
samband við Brynjar Karlsson,
dósent við tækni- og verkfræðideild
HR, sem hafði kennt honum eðlis-
fræði á fyrsta ári í læknisfræði og
sagðist vilja vinna verkefni tengt
eðlisfræði. „Þetta endaði með að ég
vann óhefðbundið verkefni þar sem
ég hannaði og smíðaði rafskauta-
haldara til að staðla legrafritsmæl-
ingar hjá þunguðum og fæðandi
konum. Á sumrin vann ég síðan
við að mæla konur, bæði á með-
göngu og í fæðingu, með þessari
aðferð sem ég hafði hannað,“ segir
Ásgeir. Aðferðin er nú notuð við
rannsóknir í fjórum Evrópulöndum
en aðalmarkmið þeirra rannsókna
er að búa til nýtt greiningartæki
sem greinir legsamdrætti, hjálpar
til við að spá fyrir um fyrirbura-
fæðingar og vonandi fækka þeim.
„Mér hefur verið boðið á nokkra
fundi í Evrópu upp á síðkastið
vegna þekkingarinnar sem ég hef
á þessari mælitækni,“ segir hann.
Ásgeir vitnar í lærimeistara sinn,
Brynjar Karlsson, og segir þessar
mælingar afar mikilvægar því í
hverri kynslóð eru fleiri dauðsföll
á tímabilinu eftir 22ja vikna með-
göngu til viku eftir fæðingu en fyrir
sömu kynslóð alla ævi í umferðinni.
Verkefnið okkar snýst um að reyna
að fækka þessum dauðsföllum með
að fylgjast betur með hættu á fyrir-
burafæðingum og hjálpa þannig til
að koma í veg fyrir þær.
Varð faðir í læknadeildinni
Sjálfur á Ásgeir tvö börn, fjögurra
ára skottu og tveggja ára strák,
með æskuástinni sinni, Öldu Hrönn
Jónasdóttur. Þau hafa verið saman
síðan í 3. bekk í MA og eru nýgift.
„Ég eignaðist börnin þegar ég var
í læknadeildinni. Það var í raun
mjög jákvætt því þá fékk ég beint
í æð hvernig það er að vera faðir í
krefjandi námi og vaktavinnunni á
kandídatsárinu. Ég fann snemma
að ég var meira frá fjölskyldunni en
ég var ánægður með. Þetta er hluti
af því að ég ákvað að fara í heil-
brigðisverkfræði. Mig langar að
geta unnið hefðbundnari vinnutíma
og sótt börnin mín á leikskólann,“
segir Ásgeir. Eiginkona hans er
einnig vel menntuð sem lyfjafræð-
ingur. „Tímarnir eru breyttir. Það
er ekki lengur þannig að annar
vinnur og hinn sér um heimilið.
Það er frábært að geta fundið jafn-
vægi á milli vinnu og fjölskyldulífs.“
Sú námsleið sem Ásgeir hefur
valið sér, að útskrifast sem læknir
og fara síðan í heilbrigðisverk-
fræði, er ekki hefðbundin. Hann
fékk því aðstoð frá Brynjari í Há-
skólanum í Reykjavík við að útbúa
námsáætlun til tveggja ára þar sem
hann útskrifast ekki aðeins með
meistaragráðuna heldur uppfyllir
ströng skilyrði Verkfræðingafélags
Íslands. „Þetta er búið að vera
smá púsluspil. Ég fæ ýmsa áfanga
metna úr læknadeild og tek áfanga
sem kenndir eru á þremur mismun-
andi árum á sama tíma.“ Hann er
nú að ljúka fyrra árinu af tveimur.
Um jólin var hann með meðalein-
kunnina 9,5 og á nýlokinni önn
var hann með 9,6 í meðaleinkunn.
Þar áður hafði Ásgeir fengið 8,9
í meðaleinkunn í læknadeildinni
og 10 á lokaprófinu sem er staðlað
bandarískt próf. Spurður út í þessar
glæsilegu einkunnir verður Ás-
geir eiginlega hálf feiminn, finnst
óþægilegt að tala um eigin afrek og
segir hógvær: „Þetta liggur bara
vel fyrir mér.“
Kenndi meðfram námi
Á þessu fyrra ári í heilbrigðisverk-
fræði var hann einnig að ljúka
kandídatsárinu sínu í læknisfræði
með því að vinna á Sjúkrahúsinu
á Akureyri. „Það er algjörlega
frábært fólk sem þar vinnur, oft við
mjög erfiðar aðstæður,“ segir Ás-
geir og krefst þess með brosi og
hógværð að þetta komi fram í við-
talinu. „Ég vildi vera á Akureyri út
af fjölskyldunni. Börnin eru þar á
leikskóla, foreldrar mínir búa þar
og konan mín að vinna. Ég hef því
lítið komist í fyrirlestra en fer alltaf
suður í verklegar æfingar og próf.“
Eins og þetta sé ekki nóg þá var
hann í vetur að kenna tauga-ana-
tómíu við Háskólann á Akureyri.
Ásgeir var búinn að skipuleggja
að kvænast síðasta sumar um leið
og kandídatsárinu lauk og flytja
síðan en komst að því að hann hafði
færst helst til mikið í fang á sama
tíma. Hann fékk þá að fara fyrr í
sumarfrí frá sjúkrahúsinu og lauk
kandídatsárinu í jólafríinu. Þau
hjónin eru núna nýkomin heim úr
brúðkaupsferðalagi til Kína.
Ef allt gengur samkvæmt áætlun
verður Ásgeir eftir sumarið 2014,
þá þrítugur, kominn með fullgild
réttindi sem læknir og fullgild rétt-
indi sem verkfræðingur. Hvað þá
tekur við er allsendis óljóst. „Ég vil
ekki binda mig strax niður í neitt,“
segir hann en bendir á að það séu
nokkur öflug fyrirtæki á Íslandi þar
sem heilbrigðisverkfræðimenntun
kemur sér vel, til að mynda Össur,
Nox Medical og Mentis Cura. „Síð-
an getur verið að ég stofni fyrir-
tæki. Ef ég dytti niður á eitthvað
áhugavert og hefði gott fólk í kring
um mig þá væri það líklega góð
hugmynd,“ segir hann en vill halda
öllu opnu. Enn er rúmt ár í útskrift
og margt getur gerst á þeim tíma.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Ásgeir kvæntist nýverið æskuástinni sinni, Öldu Hrönn Jónasdóttur. Hér eru þau
ásamt börnum sínum, Alexander og Guðrúnu. Mynd úr einkasafni
40 viðtal Helgin 31. maí-2. júní 2012