Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 42
Aðstoðarmaður sendiherra S Sendiherraembætti eru eftirsótt og af þeim fer orðspor bílífis. Jafnan fylgir það frásögnum af sendiherrum að þeir séu í eilífum kokteilboðum hver hjá öðrum. Áður fyrr voru sendiráð gjarnan eins konar dvalarheimili aldraðra stjórnmála­ manna en í seinni tíð hefur dregið úr því. Nú vinna menn sig frekar upp innan utanríkisþjónustunnar. Vafalaust eru veislusögur af sendiherr­ um orðum auknar þótt þeir hafi vissulega þær skyldur, embættisins vegna, að fara á fund fulltrúa annarra þjóða. Trúlegt er að yfirleitt mæti þeir, rétt eins og annar vinnulýður, á skrifstofu sína að morgni, blaði í pappírum, svari tölvupóstum og tali í síma – sem sagt reki erindi ríkis, fyrirtækja og einstaklinga. Ég á engan rétt á því að verða sendi­ herra, þótt ég sé smám saman að nálgast þann aldur að það hæfði að bjóða mér slíkt embætti. Hvorki á ég stjórnmálaferil að baki né starfsreynslu úr utanríkis­ þjónustunni. Þó nefndi ég það fyrir margt löngu við stjórnmálamann á framabraut að hann ætti, þegar hann fengi til þess völd, að koma mér fyrir í sendiráði til þess að létta af mér streitu blaðamennsk­ unnar. Það var þó með þeim formerkjum að sá góði maður skipaði eiginkonu mína sendiherra en ég færi með sem aðstoðar­ maður hennar. Þar sá ég fyrir mér að ég gæti blandað drykki ofan í fínar frúr og borðalagða karla og borið þá fram á meðan ábyrgðin á rekstri sendiráðsins hvíldi að öðru leyti á konu minni. Henni treysti ég fullkomlega til starfans enda skipulögð, röggsöm og vön stjórn á stóru heimili og fyrirtækjarekstri. Þetta var á þeim árum sem við Össur Skarphéðinsson unnum saman á DV. Þar var pistilskrifarinn fréttastjóri en Össur ritstjóri um hríð, 1997 til 1998. Össur var þá, líkt og nú, á kafi í pólitík. Hann var kjörinn á þing 1991 og hafði verið umhverfisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar árin 1993 til 1995. Össur er skemmtilegur samstarfs­ maður, ævinlega hress og segir sögur. Með honum kom ferskur andi inn á rit­ stjórnina sem fyrir var skipuð hörkuliði og fagnaði framlagi hins þjóðkunna manns. Össur fékk rúmgóða skrifstofu, sat þar við skriftir, hitti fólk – og tók í nefið. Eina starfsfólkið sem hugs­ anlega kann að hafa amast við honum var hreingerningafólkið því kringum stólinn var gjarnan dreif af tóbaki. Össur er blaðamaður góður, þjálfaður úr ritstjóra­ stóli Þjóðviljans þar sem hann hefur eflaust atast meira pólitískt en á ritstjóra­ stóli DV. Þá er þessi mæti þingmaður, fyrrum ráðherra og ritstjóri áhugasamur um fleiri skepnur en mannskepnuna enda doktor í kynlífi laxfiska. Á samverutíma okkar fylgdist hann grannt með rauð­ höfðaönd sem átti sér hreiður í barði við sumarbústað okkar hjóna. Fréttastjórinn gætti þess enda vel að uppfræða ritstjóra sinn um gang varpsins. Blaðamennska togar í þá sem hana hafa reynt en pólitík jafnvel enn meira. Því yfirgaf Össur ritstjórastólinn og ein­ beitti sér að þinginu, þar sem hann hefur setið síðan. Áður en hann fór nefndi ég þetta með sendiherraembætti konunnar, kæmist hann í þá aðstöðu að geta vélað um slíkt. Þetta var á hápunkti valda­ tíma Davíðs Oddssonar sem skipt hafði út krataflokki Össurar fyrir mýkt og brjóstastærð framsóknarmaddömunnar. Því var það hlutskipti gamla ritstjórans að sitja nær áratug í stjórnarandstöðu. Það er ekki víst að honum hafi alltaf leiðst það hlutskipti enda orðheppinn – og svolítið stríðinn. Ríkisstjórn á hverjum tíma liggur oft vel við höggi. En minn gamli samstarfsmaður hafði á þessum tíma enga möguleika á að hlutast til um eftirsóttar stöður í útlöndum. Metnaðargjarnir þingmenn vilja komast að kjötkötlunum. Það á við Össur eins og aðra enda gegndi hann flokksfor­ mennsku drjúgan tíma þessara stjórnar­ andstöðuára. Mál skipuðust honum og flokki hans í hag árið 2007. Ég gerði mér vonir um að hann fengi utanríkis­ málin í samstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins en svo varð ekki. Iðnaðar ráðuneytið kom í hlut Össurar. Það breytti því þó ekki að ég sendi honum tölvupóst og minnti hann á sendi­ herrastöðu konunnar, um leið og ég ósk­ aði honum velfarnaðar við landstjórnina. Þessi ríkisstjórn varð ekki langlíf. Hún lenti í hruninu – en Össur stóð það af sér og tók að sér nýtt ráðherraembætti í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem tók við völdum snemma árs 2009. Þá kom enginn annar til greina í embætti utanríkisráðherra en Össur, enda maður vel heima í útlensku. Þá loksins var minn gamli ritstjóri kominn í aðstöðu til að hræra í sendi­ herrum. Ég kunni ekki við að ítreka þetta með konuna og sendiherraembættið – og aðstoðarhlutverk mannsins hennar – þegar Össur tók við utanríkisráðherra­ embættinu enda voru bara tvö ár liðin frá því að ég nefndi þetta í tölvupóstinum. Þolinmóður hef ég beðið eftir skipuna­ bréfi hennar allt kjörtímabilið, hafði fullan skilning á því að í mörg horn væri að líta en batt vonir við að Össur myndi drífa í þessu síðustu dagana í embætti. Mörg dæmi eru þess að sendiherrahringiða fari í gang rétt áður en utanríkis­ ráðherra lætur af störfum. Því kættist mín lund þegar ég sá frétt í liðinni viku með fyrir­ sögninni: „Össur skipar sendi­ herra“. Nú var ég viss um að komið væri að eiginkonu minni og var þess albúinn að pakka og fylgja henni á nýjar slóðir – til þjónustu við þjóðina. Því var það áfall þegar ég las fréttina. Í stað nafns konu minnar stóð að Össur hefði skipað Pétur Ásgeirsson, rekstrarstjóra utanríkisráðu­ neytisins, í stöðu sendiherra. Örlítið lyftist á mér brúnin þegar ég sá að Pétur ætti að taka við emb­ ætti ræðismanns á Grænlandi. Með fullri virðingu fyrir því fallega nágrannalandi okkar er frúin meira fyrir suðlægari lönd. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Einstök Ævintýraferð Verð á mann í tveggja manna herbergi . Kr. 464.329,- Innifalið: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri www.transatlantic.is Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralí og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. hin þekkta píramída Tulum, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Við tökum svo nokkra daga á lúxus hóteli við Karabíska hað þar sem allt er innifalið – fyrst og fre mst ódýr! 2598kr./kg Flotti grillarinn 2298kr./kg StEiKargrillarinn 1698kr./pk. Snöggi grillarinn grillþrEnn a Krónunnargrillmatur Fyrir 3 til 4 42 viðhorf Helgin 31. maí-2. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.