Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 74
2 veiði Helgin 31. maí-2. júní 2012 KYNNING V orið er komið þó að heita megi að vetur ríki enn víða norðan heiða. Vonandi fer nú sumarið að láta sjá sig á landinu okkar fagra. Spennan fyrir laxveiðitímabilið er óvenju mikil. Því veldur að síðasta sumar var um margt erfitt þar sem lítið gekk af laxi í árnar og það hefur haft gríðar- leg áhrif á verðlag og markaðssetningu veiðileyfa. Verð veiðileyfa hefur farið stighækkandi í mörg undanfarin ár og hefur hækkað langt umfram verðlag og vísitölur. Svo þegar segja má að hrun hafi orðið í veiðinni síðastliðið sumar þá gáf- ust margir upp og snéru sér að annarri afþreyingu í stað þess að eyða peningum í að veiða lax og silung. Mikið í húfi í sumar Það ríkir því sérstaklega mikil spenna á meðal áreigenda og veiðileyfasala um það hvort laxinn mæti og hvort göng- urnar verði góðar – mikið er í húfi því þessi grein sér mörgum landeigendum fyrir þeim tekjum sem gera þeim í raun kleift að stunda sinn hefðbundna búskap á jörðunum. Þá gæti góð veiði í sumar snúið einhverjum af villu síns vegar aftur í dýrðarheim veiðimannsins. Nú munu laxveiðiárnar opna hver af annarri og ég get vottað það sem forfall- inn veiðimaður, að ekkert í veiðiskapnum jafnast á við þá spennu sem fylgir því að opna góða laxveiðiá! Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tækifæri til þess að opna Norðurá í Borgarfirði um margra ára skeið og það brást ekki að á hverju vori var maður gagntekinn af tilhlökkun og spennu svo lá við heilsuleysi að ekki sé talað um svefnlausu næturnar. Það var eins og að maður væri að ganga inn í nýtt himna- ríki á hverju vori. Himnasæla og heilög stund. Þó var það ekki bara veiðmanns- hjartað sem réði för – ekki síður hitt að komast út í náttúruna svona ferska og fagra með ilmandi birki og fuglasöng. Ég hef lagt það í vana minn í gegnum tíðina að skrifa veiðidagbók og ætla að rifja upp með ykkur opnun sem átti sér stað snemma á „veiðimannsferlinum“ sem er mér sérlega minnisstæð. Í góðum gír við Laxfoss Vorið hafði verið kalt og gróður var seinn til. Ég hef haldið því blákalt fram að lax- inn komi ekki í ána sína fyrr en skógur- inn er byrjaður að grænka og lítið var um grænan gróður þegar við mættum á staðinn tveim dögum áður en veiðin skyldi hefjast. Við gátum þó ekki á okkur setið og röltum upp að fossi að kíkja. Áin var talsvert vatnsmikil og örlítið lituð svo erfitt var að sjá og ekkert kvikt sást. Við þessa uppgötvun róaðist mannskapur- inn og snéri sér að fundahöldum með bændum og öðru sem gera þurfti. Kvöldið fyrir opnun röltum við tveir félagar upp að fossi svona til að róa okkur fyrir nætursvefninn. Áin hafði hreinsað sig en var enn einungis 6 gráður svo við vorum ekki bjartsýnir. En viti menn þegar við vorum búnir að telja yfir 50 laxa á Brotinu og Eyrinni var ekki um að villast – áin var orðin blá af laxi! Lítið varð um svefn þessa nótt. Á slaginu sjö vorum við mætt fullgölluð í  LaxVeiðitímabiLið ekkert í Veiðiskapnum jafnast á Við þá spennu að opna góða LaxVeiðiá Áin var orðin blá af laxi Góð veiði í sumar getur snúið einhverjum aftur í dýrðarheim veiðimannsins. góðum gír við Laxfoss. Áin var köld og vatns- mikil svo við notuðum sökklínur og stórar flugur og um hádegið voru komnir 16 laxar á land – öllum að óvörum – því áin var ekki árennileg. Það sýnir bara best að maður veit aldrei hverju má búast við þegar á er opnuð – stund- um veiðist ekkert og stundum – já stundum gerist það. Eftir tvo og hálfan veiðidag voru komnir hvorki meira né minna en 57 laxar á land sem var talið met og það við þessi „erfiðu skilyrði“. Já nú styttist í opnanir og ég óska þeim lánsömu sem opna „ána sína“ velfarnaðar og góðrar viðveru. Munum svo að sleppa öllum stórlaxi. Við þurfum að hjálpa honum – hann hjálpar jú okkur að halda geðheilsunni á þessum síð- ustu og verstu...... Með veiðmannskveðju. Jón G. Baldvinsson – vinur villta laxins! Munum svo að sleppa öllum stórlaxi. Jón G. Baldvinsson með fallegan nýveiddan lax.  Veiðihornið formLegu upphafi Veiðisumarsins fagnað Sumardagar haldnir hátíðlegir V ið fögnum upphafi veiðisumarsins með þessum hætti,“ segir Ólafur Vigfússon, annar eigandi Veiði- hornsins. „Af þessu tilefni höfum við boðið fulltrúum nokkurra stórra bandarískra fluguveiðimerkja til landsins til þess að fagna með okkur. Þeir sem koma og verða með okkur um helgina eru Marc Bale, einn æðsti yfir- maður Far Bank fyrirtækisins sem á Sage, Rio og Redington veiðimerkin í Bandaríkjunum. Sérstaka athygli viljum við vekja á komu tveggja gríðarlega stórra nafna í veiðiheiminum. Þeir eru Jerry Siem sem er yfirhönnuður hjá Sage en Jerry hefur áratuga langa reynslu í flugustangahönnun og þróun. Þá er Jerry Siem einn besti flugukastari samtímans og er nánast goðsögn í bandarískum fluguveiðiheimi. Hitt stóra nafnið er Simon Gawes- worth en Simon er að okkar mati besti „spey“ kast- ari í heiminum í dag. Simon er yfirhönnuður hjá Rio flugulínuframleiðandanum í Idaho í Bandaríkj- unum en það er framleiðandi sem framleiðir bæði undir Rio merkinu en einnig fyrir önnur merki og eru líklega flestar flugulínur á landinu framleiddar af Rio. Simon hefur gefið út kennsluefni um fluguköst á bókum og DVD. Simon mun árita bækur sínar í Veiðihorninu um helgina. Það er okkur mikill heiður að hafa tekist að fá þessi stóru nöfn til landsins og hvetjum við alla áhugamenn um flugu- veiði til þess að heilsa upp á þá nú um helgina í Veiðihorninu Síðumúla 8. Af tilefni heimsóknar þeirra munum við bjóða sérstakan kynningarafslátt á Sage flugustöngum, Rio línum og Redington veiðivörum um helgina.“ Happdrætti og uppákomur alla helgina. Margt fleira verður í boði á Sumarhátíð Veiði- hornsins. Happdrætti verður í gangi alla helgina og verða vinningar ekki af lakari endanum. Auk veiðigræja og veiðileyfa verður stærsti vinningur- inn Sage ONE flugustöng að verðmæti 119.900 króna. Fjöldi annarra kynninga verður einnig í boði. Steingrímur Einarsson frá Fossadal ehf ætlar að kynna íslenska Einarsson fluguhjólið. Ingimundur Bergsson kynnir veiðimöguleika Veiðikortsins, Einar Guðnason segir frá námskeiðum Veiðiheims í sumar. Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari býður upp á heitreyktan silung og lax. Engilbert Jensen ætlar að hnýta leynivopnin. Simon Gawes- worth gefur einum viðstöddum Rio flugulínu á heila tímanum alla helgina. Allir helstu veiðileyfa- salar landsins kynna veiðileyfi sumarsins og fleira og fleira. „Þá fýrum við upp í grillinu af og til og bjóðum kaffi og svalandi drykki. Umfram allt hvetjum við veiðimenn til að fjölmenna og njóta helgarinnar við upphaf veiðisumarsins.“ Þá er vert að geta þess að Veiði 2013 kemur út í lok vikunnar og verður dreift til allra gesta helgar- innar. Veiði 2013 er nýjasta blað Veiðihornsins, smekkfullt af vönduðum búnaði á 72 blaðsíðum. Stærst á landinu Ólafur, ásamt Maríu Önnu Clausen, stofnaði Veiðihornið árið 1998 og er verslunin því 15 ára í ár. Veiðihornið er á tveim stöðum. Annars vegar í Síðumúla 8 Reykjavík og hins vegar Strandgötu 49 Hafnarfirði. Veiðihornið er stærsta sérvöru- verslun landsins í veiði og sinnir jafnt stangveiði- sem skotveiðimönnum. Veiðihornið er umboðsaðili fyrir mörg af stærstu vörumerkjum veiðiheimsins í dag. Veiði- hornið er opið alla daga vikunnar yfir sumar- tímann og með 24 klukkustunda þjónustunúmer svo hægt sé að bjarga veiðimönnum á neyðar- stundu. Eigendur og allir starfsmenn Veiðihornsins eru með áratuga reynslu af hvers kyns veiði. Nú um helgina, 1. og 2. júní, heldur Veiðihornið árlega Sumar- daga og fagnar með því form- legu upphafi veiðisumar- sins 2013. Mikið verður um að vera í Veiðihorninu af þessu til- efni og koma meðal annars til landsins stór nöfn í fluguveiði- heiminum. Sumardagar Veiðihornins verður haldnir hátíðlega í Síðumúla 8. Verslunin verður opin frá klukkan 10 til 16 á laugar- dag og frá klukkan 12 til 16 á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.