Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 15
Segjum sögur á stærsta farsímaneti landsins Tímalaus klassík fer aldrei úr tísku Ég var að landa samningi við verslunareiganda, ótrúlegan spaða. Eftir fundinn gerði hann mér tilboð í gamla farsímahlunkinn minn sem var svo retró að menn höfðu ekki séð svoleiðis í langan tíma, enginn litaskjár, bara pláss fyrir tíu SMS og eini leikurinn var Snake. Kaupmannahöfn 2011, Steinunn Vala segir sögu af flottum síma E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 0 7 7 Sjáðu Steinunni Völu segja frá Vertu í sterkara sambandi með Snjallpakka! Snjallpakkinn er frábær áskriftarleið þar sem þú færð SMS, gagna magn og innifaldar mínútur sem gilda í farsíma og heimasíma óháð kerfi. Með Snjallpakka og Núllinu talar fjölskyldan saman fyrir 0 kr. þótt mínúturnar séu búnar. 300 mín. | 300 SMS | 300 MB SNJALLPAKKI SNJALLPAKKI 3.490 kr./mán. 300 500 mín. | 500 SMS | 500 MB 4.990 kr./mán. 500 7.990 kr./mán. 1000 1500 10.990 kr./mán. SNJALLPAKKI SNJALLPAKKI 1000 mín. | 1000 SMS | 1000 MB 3G aukakort innifalið 1500 mín. | 1500 SMS | 1500 MB 3G aukakort innifalið Kynntu þér Snjallpakka nánar á siminn.is SUMARGLAÐNINGUR! 3 GB og 3000 SMS á mánuði fylgja öllum Snjallpökkum til 31. ágúst. Á dögunum lagði verkefnahópur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi fram tillögur til að bæta íslenska menntakerfið. Vinna hópsins byggðist á niðurstöðum skýrslu McKinsley um Ísland og vaxtarmöguleika í framtíðinni. Hugmyndum hópsins var mis vel tekið og gerði Kennarasamband Ís- lands athugasemd við að hafa ekki átt full- trúa í verkefnahópnum en sambandið hafði óskað eftir þátttöku. Magnús Þorkelsson, aðstoðarskóla- meistari Flensborgarskólans, hefur ýmis- legt við tillögur verkefnahópsins að athuga og skrifaði pistil þess efnis á bloggsíðu sína 15. maí síðastliðinn og á sólarhring lásu yfir þrjú þúsund manns pistil Magn- úsar. Á örfáum dögum fékk hann hátt í tíu þúsund heimsóknir. Stytting náms þegar möguleg Meðal þeirra tillagna sem fram komu hjá verkefnahópi Samráðsvettvangsins voru stytting grunn- og framhaldsskóla um tvö ár. Að sögn Magnúsar eru lög um skóla þannig á Íslandi að hvort skólastig geti útskrifað nemendur ári fyrr en þau gera nú. „Nemendur eiga að útskrifast úr framhaldsskóla þegar þeir hafa lokið 140 einingum en hvort það gerist á tveimur og hálfu eða fimm og hálfu ári er eitthvað sem framhaldsskólar verða að meta með sínum nemendum. Ég vek athygli á því að það verður að hætta að horfa á þennan árafjölda og líta heldur á hvenær nemendur hafa uppfyllt skilyrði til að flytjast á milli skólastiga. Innan grunnskólanna getur það þýtt að nemendur flytjist eftir níunda eða tíunda bekk og svo þyrfti að vera til nokkurs konar ellefti bekkur. Í þessu sam- hengi þurfa þroski og áhugi nemandans að ráða ferðinni. Það að nemandi sé endilega fjögur ár að ljúka framhaldsskóla þarf ekki að vera neitt lögmál,“ segir Magnús. Í Flensborgarskólann koma margir mjög öflugir og duglegir nemendur sem hafa tekið fjarnám með níunda og tíunda bekk og jafnvel sumarskóla. „Þá hentar þeim ekki að fara í formföstu fjögurra ára skólana. Slíkir skólar eru reyndar bara sex af þeim þrjátíu og tveimur framhalds- skólum sem eru á Íslandi. Þeir taka þrjátíu til þrjátíu og fimm prósent nýnemanna og líklega þá nemendur sem gætu auðveld- lega útskrifast á styttri tíma. Þar er, að mínu mati, stíflan í kerfinu. Þessir skólar eru í sjálfu sér góðir og menn hafa staðið vörð um skipulag þeirra. Gæðin liggja þó ekki í árafjöldanum þannig að ef við gæt- um losað þessa stíflu þá værum við ekkert að ræða þetta þriggja, fjögurra ára nám. Samkvæmt rannsóknum HÍ frá í fyrra er ekki greinanlegur munur á nemendum eftir skólum, ef tekið er tillit til einkunna á samræmdum prófum,“ segir Magnús. Að mati Magnúsar er ekki skynsam- legt viðmið að halda fólki í skóla í fjórtán ár, heldur eigi að leyfa nemendum að fara í gegnum skólakerfið á grundvelli þroska og getu. „Við eigum að sjá til þess að allir komist áfram, hvort sem þeir fara hratt eða hægt. Þetta á ekki að vera eins og afplán- un,“ segir Magnús. Brotthvarfstölur ekki samanburðar- hæfar Að sögn Magnúsar er brotthvarf nemenda úr íslenskum framhaldsskólum vissulega mikið. Hann hefur þó efasemdir um þann samanburð sem verkefnahópur Samráðs- vettvangsins styðst við og sýnir það vera meira á Íslandi en í samanburðarlöndun- um. Ástæðan er sú að námskráin á Íslandi miðast við að allir fari í framhaldsskóla eft- ir tíunda bekk. „Það er ekki þannig í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í sumum þeirra eru tíu til fimmtán pró- sent nemendanna ekki metin hæf til að inn- ritast í framhaldsskóla. Sá hópur telst þá ekki brotthvarf. Ef það væri eins hjá okkur myndum við minnka brotthvarf um fimm- tán prósent í einni sviphendingu,“ segir Magnús og bendir jafnframt á að í sumum Evrópulöndum séu nemendur útskrifaðir þó þeir hafi ekki náð tilskildum prófum og er sá hópur þá ekki talinn brotthvarf. „Ef við bætum þessum hópi inn í gætum við minnkað brotthvarfið um tíu prósent til viðbótar. Þetta er flóknara mál en svo að slá megi upp dramatískum myndum sem ekki eru skýrðar frekar,“ segir Magnús. Að mati Magnúsar þarf það ekki endi- lega að vera neikvætt að nemendur hætti í framhaldsskóla. „Sumt af þessu fólki fer og gerir aðra spennandi hluti, til dæmis í tónlist eða öðrum skapandi greinum. Í forritunargeiranum er líka mikið af fólki sem aldrei hefur lokið framhaldsskóla en stendur sig mjög vel,“ segir Magnús. Magnús segir það reynslu sína að það séu ekki endilega „lélegir“ eða getulitlir nemendur sem hætti í framhaldsskóla, heldur sé allur gangur á því. „Það gerist að nemendur sem komnir eru langleiðina með að ljúka stúdentsprófi hætti af ýmsum ástæðum. Það er þá eitthvað sem veldur því að fólk sér ekki ástæðu til að klára þó það hafi alla burði til þess. Það er eitthvað í baklandi þeirra, skuldbindingum þeirra við skóla eða kannski löngun í annað sem veldur því að þeir hætta. Hærra hlutfall kennslu Niðurstöður McKinsley skýrslunnar sýndu að hlutfall kennslu af vinnutíma kennara á Íslandi er lægra en annars staðar og telur Magnús að margir kennarar myndu gjarna vilja láta létta af sér mörgum þeim verk- efnum sem þeir sinna eins og til dæmis skýrslugerð og fundum með sálfræðing- um. Slíkt myndi gera kennurum kleift að kenna meira. „Ég er þó ekki viss um að það yrði gott fyrir skólakerfið,“ segir Magnús. Niðurskurður bitnar á menntakerfinu Eftir að tillögur verkefnahóps Samráðs- vettvangsins voru birtar skrifaði Magnús pistil á heimasíðu sína sem þrjú þúsund manns lásu fyrsta sólarhringinn svo mál- efnið er mörgum hugleikið. „Ég held að fólki í kennarastétt, eins og öðru opinberu starfsfólki, finnist það vera búið að taka á sig stóran hluta af þessari svokölluðu kreppu. Það er búið að færa til verkefni og stækka hópa, fækka starfsfólki og hag- ræða eins og hægt er. Núna finnst þessum stéttum að það megi taka tillit til þess sem þær hafa lagt fram til að reyna að koma til móts við vandræðin í ríkisrekstrinum. Þegar ýmsir embættismenn, til dæmis hjá sveitarfélögunum, segja að það þurfi að fjölga kennslutímum og stækka hópana og að kennarar þurfi að vinna meira þá er verið að gefa í skyn að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Það er sama hvaða stétt myndi verða fyrir því, hún myndi bregðast við á sama hátt. Það eru nokkrir áratugir síðan alþingismenn sátu undir slíkum ákúrum og Guðrún Helgadóttir, sem þá var þingforseti snérist til varnar. Það hefur stundum verið talað um fjöl- miðlafólk á þennan hátt. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því til dæmis að þegar frétt er birt þá er heilmikil vinna sem býr að baki sem enginn sér,“ segir Magnús. Kröfur um menntun kennara eru þær sömu og til lögfræðinga og verkfræðinga, fimm ára háskólanám hið minnsta, og er það skoðun Magnúsar að laun kennara hafi setið eftir og séu lægri en almennt gerist hjá opinberum starfsmönnum. Mikilvægt sé að leiðrétta launin til langframa. Magn- ús telur það mat margra þeirra sem starfa innan skólakerfisins að taka megi það til endurskoðunar en að slíkt þurfi að gera af sanngirni. Það þurfi að finna samhljóm um það hver markmið skólakerfisins eigi að vera. „Það gengur ekki að aðilar sem ekki búa yfir sérþekkingu á menntakerf- inu slengi fram hverju sem er. Það verður að taka á laununum og skilgreina verkefni skólakerfisins í takt við fjármálin. Skóla- starfið á að snúast um nemendurna en ekki launaátök,“ segir Magnús. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is viðtal 15 Helgin 31. maí-2. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.