Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 68
Víðir Þorvarðar- son er tvítugur Eyjapeyi sem vakið hefur athygli fyrir frammistöðu sína með ÍBV í Pepsi- deildinni. Bæði fyrir lipra tilburði upp við mark andstæðinganna en ekki síður fyrir skrautleg hárbönd. Víðir fór í lögfræði eftir að hafa hrifist af Suits og er snillingur í að steikja fisk- búðing. Hárbúnaður Þegar maður er kominn með svona sítt hár er það farið að flækjast fyrir. Ég sá orðið ekkert þegar ég hljóp og það var farið að há mér. Ég prófaði að setja hárið í tagl og að vera með þunn bönd en ég fékk alltaf höfuðverk af þeim. Svo benti mamma mér á að hún ætti það til að klippa ermar af stuttermabolunum sínum og nota sem hárband. Ég prófaði ermi hjá henni og það svínvirkaði. Það hefur skapast mikil umræða um þetta og það virðast allir hafa skoðun á þessu. Ég veit vel að þetta er ekki það fallegasta í brans- anum, ég nota þetta bara upp á þægindin. Staðalbúnaður Ég hugsa um útlitið, sérstaklega þegar ég fer út að hitta fólk. Þá hugsa ég þetta allt niður í sokkaparið. En þegar ég er í vinnunni og heima þá vil ég bara vera í þægilegum fötum. Ég er það heppinn að eiga systur sem býr erlendis þannig að ég nýti heimsóknir til hennar í verslunarleiðangra. Ég er engin merkja- týpa, ég kaupi bara það sem mér finnst töff og það endurspeglar ekki alltaf það sem er heitast. Meðal verslana sem ég fer í eru River Island og H&M. Ég er hins vegar með smá Sölva Tryggva „syndróm“ því ef ég finn flotta skó þá á ég það til að kaupa þá bara. Ég þarf kannski aðeins að passa mig á því. Hugbúnaður Ég æfi á hverjum degi og kíki í sund og pottana eftir æfingar. Ég er hrifinn af ís- lensku efni, bæði í sjónvarpi og tónlist, og er alltaf að bíða eftir annarri seríu af Venna Páer og Ríkinu. Annars horfi ég á Community og Modern Family. Og Suits. Ég fór í lögfræði eftir að hafa horft á þá en hún var ekki alveg jafn spenn- andi þannig að ég hætti eftir tvo mánuði. Svo á ég svona „guilty pleasure“ sem eru Idol og X-Factor en það er ekki mjög töff. Maður fer ekki mikið út að skemmta sér yfir sumartímann en reynir þó að grípa gæsina þegar hún gefst. Í Eyjum er Volcano Café staðurinn en í Reykjavík fer ég á Austur, Prikið eða bara hvert sem vinahópurinn fer. Vélbúnaður Ég er með iPhone sem ég nota mikið. Ég fer á Facebook og Instagram en ég er hvorki kominn með Twitter né Snapchat, maður þarf kannski að fara að skoða það. Ég hlusta á X-ið í gegnum Útvappið, Audda Blö og þá og Apparatið þar sem eru gömul og ný íslensk lög. Svo spila ég auðvitað FIFA með vinunum, gera það ekki allir fótboltamenn? Aukabúnaður Ég bjó einn um tíma í bænum þannig ég þurfti að læra að bjarga mér í eldhúsinu. Til dæmis er ég einn sá besti á landinu í að steikja fiskbúðing, sjálfkjörinn meist- ari. En ég var líka duglegur að styrkja matsölustaði eins og Nings, Saffran og Al Amir. Núna borða ég yfirleitt hjá mömmu, hún er flottasti kokkurinn í Eyjum. Ef ég vil gera vel við mig fer ég til Gísla Matthíasar vinar míns á Slippnum. Ég á snyrtitösku eins og flestir strákar en ætli það sé ekki meira af hárvörum í minni en hjá öðrum. Maður reynir að hugsa vel um hárið. Áhugamálin snúast mikið um íþróttir, ég horfi á handbolta, fótbolta og í raun hvaða íþróttir sem er í sjónvarpinu. Ég á Hyundai Getz, 2005 eða 6 módel sem er rosalega fínn. En ég er nú að pæla í að selja hann því maður þarf ekki bíl í Vestmannaeyjum. Víðir hugsar um útlitið, frá toppi og niður í sokkaparið. Hann vinnur við slökkvitækja- og gúmmíþjónustuna í Eyjum. „Ég segi við stelpurnar að ég sé að bjarga mannslífum,“ segir hann og hlær. Ljósmynd/Hari  Í takt við tÍmann vÍðir Þorvarðarson Notar ermi af stuttermabol mömmu sinnar sem hárband  appafengur Snapseed Þegar kemur að því að velja app til að vinna myndir eru möguleikarnir nán- ast óþrjótandi. Til að leiðbeina byrj- endum um þennan frumskóg þá er appafengur vikunnar myndaforritið Snapseed. Eftir smá meðferð í appinu verður hver ljósmynd eins og sann- kallað listaverk. Sumir hafa líkt Snap- seed við þróaðri útgáfu af Instagram. Auðvelt er að deila myndum úr Snap- seed og fljótlegt að setja á myndirnar hvers konar „filter“. Möguleikarnir eru hins vegar mun meiri en í Instag- ram og hægt er að nostra töluvert við myndirnar með lítilli fyrirhöfn. Það yrði of langt mál að fara yfir allt sem hægt er að gera við myndirnar. Lykill- inn að því að læra á Snapseed er að fikta og prófa sig áfram. Til viðbótar við að nota appið í símanum er tilvalið að nota það í spjaldtölvum. Eftir yfir- ferð í Snapseed trúir því enginn að þú hafir tekið myndirnar þínar en ekki atvinnuljósmyndari. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 68 dægurmál Helgin 31. maí-2. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.