Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 3
XIV. árg.
Akureyri í mars 1920.
3.-4. h.
Æfintýri lífsins.
Ertu að leita að œfintýrum
aðeins hjer i pessum skrœðum?
Lifið sjálft á sögur nógar, —
semur pœr á hverjum degi.
Allir, sem pú umgengst, hafa
eitthvað slikt í vitum sitium,
hver og einn á sina sögu, —
siimt eru aðeins lausir drættir.
*
Alt i kring um æfintýri,
augljós sum, en fleiri dulin.
Dagleg atvik oft pau sýna, —
en pó sjaldan niður i kjölinn.
Sástu ei roða, rjett sem snöggvast,
renna um pessa fölu vanga?
Línu, skráða logarúnum,
lifsbókin par óvart sýndi.
Ef við gætum letrið lesið,
Ufið ætti margar sögur,
æfintýri, einnig peirra,
er oss finst við pekkja náið.
Æjintýri i ýmsum myndum,
örlaganna duldu pættir,
viðkvœm, ef pau aðrir snerta,
opin sár, er blæða í leyni.
Æfintýri, er aðra hneyksla,
óskiljanleg peim, sem heyra.
Kynlegt samt pjer færra fyndist,
fengirðu aðeins skygnst par dýpra.
Æfintýri á alla vegu,
undar/ega saman vafin, —
taktu mjúkt á pessum páttum,
pú veist ei, hve djúpt peir liggja.
Undarlegu œfintýri,
engum gleymd, sem lifað hefir!
Sum eru hýrir sólskinsblettir,
svo eru önnur hljóðir skuggar.
Lífið á pað alt, og — geymir
œfintýrasafnið mikla.
Sagan pin pó sýnist lítil,
samt er hún par ein af mörgum.