Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 9
GARMAN & WORSE. 39 fyrir, að hann hafði gripið inn í samræðuna á svo hentugum tíma. Jakob Worse gat ekki annað en hlegið sjálfur, og að lokum fóru all- ir að hlægja, nema Aalbom og kona hans; þau voru fjúkandi reið. En Rakel »ar hissa á því, að faðir hennar skyldi vera svona hræddur við að lofa Jakob Worse að taka til máls. Hún hafði líka ein- stöku sinnurn heyrt hann taka þátt í kappræð- um, og hún hafði orðið hissa á þvf, hvað hann gat oít og einatt orðið ákafur. Skoðanir hans voru að sönnu nokkuð óvanalegar, en hann hefði samt ekki þurft að þegja fyrir það, og henni fanst það ragmenskulegt af Jakob Worse, að láta altaf múlbinda sig þannig. Meðan á máltíðinni stóð, hafði sjera Martens, hvað eftir annað, reynt að taka þátt í almennu samræðunum, en honum hafði ekki tekist það. Fólkið gaf sig alt of mikið að nýja skólastjór- anurn, sem öllum þótti svo skemtilegur, svo hjelt sessunautur prestsins honum líka í skefjum. Ettir máltíðina varð hann einnig að sitja í legubekknum hjá frú Garman, en unga fólkið f fór út á krokketvöllinn — í forsælunni undir limi linditrjánna. En Aalbom kennari gekk— »umvafinn kropp- uðum kjúkum eiginkonu sinnar« — eins og Delphin komst að orði, fram og aftur á breiða gangstígnum framan við húsið og beið eftir kaffinu. Hann var ennþá reiður yfir mistök- um sínum og þeim móðgunum, sem hann hafði orðið fyrir. Frúin lagði annan hand- legginn utan um hann, og reyndi að sefa hann. • Hvernig getur nú maður eins og þú — Aalbom ! — látið þetta og annað eins á þig fá! — Ressir ungu oflátungar rekast hingað í bili, en koma sjer svo út úr húsi á einn eða annan hátt. Við erum samt sem áður mest meíin; — sástu ekki að konsúllinn leiddi mig til borðs?* »Og svei því!« svaraði maður hennar, »hvað varðar mig um þessar peningasálir og mang- ara! — en að maður, sem hefir aflað sjer jafnmikillar þekkingar og jeg, sem hefir unnið annað eins fyrir fræðslumál og bókmentir þjóðarinnar, skuli verða að sæta svona óskamm- feilnum tilsvörum af öðrum eins grænjaxla — öðrum eins —•« og hann helti úr sjer heilli dembu af þeim verstu fúkyrðum, sem hann átti til, og við það ljetti honum dálítið. Aalbom átti heima hjer um bil mitt á milli Sandgerðis og kaupstaðarins, og það varð til þess í fyrstu, að þeim hjónum var boðið til Garmans. Eftir það höfðu þau haft lag á að hafa sig svo í frammi, að það var venjulega gripið til þeirra, þegar þurfti að safna saman gestum í snatri. Konsúllinn hafði líka hjálpað kennaranum til að standast óvænt útgjöld vegna útgáfu bæklings, sem hjet: »Stutt yfirlit yfir uppruna og sögu franskrar tungu — handa Iærðum skólum«. En fyrir ódrengilega illgirni og öfund ýmsra, sem hlut áttu að máli, hafði þetta ágætiskver samt ekki verið \notað við neinn lærðan skóla, neinstaðar í landinu. Garmansbræðurnir voru vanir að fá sjer miðdegisdúr uppi á herbergjum sínum, en í þetta sinn varð ekki mikið úr svefni. Peir voru að boilaleggja alt, sem laut að dvöl Magðalenu í Sandgerði. Hún átti að koma eftir tvo eða þrjá daga og búa í herbergi uppi á lofti, við hliöina á jungfrú Cordsen. En Gabríel náði sjer í vindil og gekk síðan hress'í bragði og saddur, eins og venjulega á sunnudögum niður á skipasmíðastöðina, til þess að líta eftir skipinu og tala ensku við Mr. Robson. VI. Sú, sem Magðalena kyntist fyrst í nýju vist- inni var saumastúlkan, því það varð auðvitað að sauma henni alt nýtt, einkum ytri fatnaðinn. Fjölskylduna í Sandgerði þekti hún áður, að nafninu til, því hún hafði komið þangað einstöku sinnum, en ennþá andaði á móti henni sama kuldanum, sem hún hafði ávalt fundið til, er hún var innanum þetta fólk. Magðalena var samt engan veginn leiðigjörn

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.