Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 19
GARMAN & WORSE.
49
vildu því heldur fara til Sandgerðis og semja
við konsúlinn sjálfan; það gekk að vísu ekki
svo fljótt; en þar var alt svo vandlega athugað
og alt stóð eins og stafur á bók.
Sá yngri — stórkaupmaðurinn — gat haft
það til, að lfta á úrið sitt alt í einu, hætta
öllum samningum, stökkva upp í vagn og
þjóta af stað — til Sandgerðis eða eitthvað
annað, og hlaupa frá öllu hálfgerðu, en kom-
ast ekki að neinni fastri niðurstöðu.
Frú Fanney hafði aldrei þjáð mann sinn með
því, að vera mjög viðkvæm fyrir smámunum
og því síður afbrýðissöm. Hún þekti hann svo
vel, að hún vissi, að þó hún kynni einhvern-
tíma að þurfa á umburðarlyndi hans að halda,
þá voru nógar sakir á hans hlið, til að vega
á móti þvf.
»F*arna fer nú biðillinn þinn tilvonandi —
hann sjera Martens —, líttu á Magðalena,
hvernig hann stelst til að gefa okkur auga —
blessaður guðsmaðurinn. Hann heilsar. —
Góðan daginn herra prestur!* sagði frú Fann-
ey, er hún svaraði kveðju prestsins. Um leið
gaf hún honum merki, að hann skyldi koma
upp til þeirra.
Presturinn var hinum megin við götuna, en
hún var ekki svo breið. Hann virtist hugsa
sig um eitt augnablik, áður en hann stje yfirum.
Nú hringdi frú Fanney til vinnukonunnar, og
bað um súkkulaði. Pað var það, sem hún
sóttist eftir fremur öllu öðru, að fá einhvern
«1 að drekka með sjer súkkulaði-bolla eða vín-
glas, svona fyrri part dagsins, og hún gaf nán-
ar gætur að þeim, sem fram hjá gengu. Að-
stoðarpresturinn — Martens var fastur aðstoð-
arprestur — var einn af hennar tíðustu gestum,
einkum eftir að hún var búin að fá þá flugu
í höfuðið, að presturinn væri hrfiinn af Magða-
lenu.
F*að var annars ekkert óeðlilegt, að frú Fann-
ey hefði hugann við það, að finna konuefni
handa aðstoðarprestinum — allur söfnuðurinn
bar það einmitt fyrir brjósti. Pví Martens var
maður um þrítugt, myndarlegur í sjón, og nú
var liðið maira en hálft annað ár frá þvf hann
misti konuna, svo ekkert var eðlilegra, en að
hann færi að hugsa um að kvongast aftur.
»Góðan daginn frú! — góðan daginn ung-
frú Garman! Hvernig líður ykkur — heiðruðu
frúr!« sagði presturinn, um leið og hann kom
inn. »Jeg gat ekki staðist vingjarnlegu bend-
inguna yðar — frú! — þó jeg viti það af
eigin reynslu, að viðtökurnar hjá yður eru altof
freistandi, til þess að maður geti slitið sig burt
aftur fljótlega.«
»Ó, þjer eruð nú alt of góður — herra
prestur! og jeg er oft að furða mig á því, að
þjer skulið geta gefið yður tíma til að heim-
sækja annað eins veraldarbarn og jeg er,«
sagði frú Fanney, og leit kýmnislega í áttina
til Magðalenu.
»Pað eru nú svo sem fleiri, sem eru hissa
á því,« svaraði aðstoðarpresturinn, án þess að
skilja, hvað undir bjó hjá frúnni.
»Nú — einmitt það! — hverjir? hverjir?*
hrópaði frú Fanney forvitin.
»Ó! — þjer vitið varla, frú!« sagði Martens
og ypti öxlum, »hversu vandlega er litið eftir
framferði okkar vesalings prestanna. A okkur
hvíla ávalt ótal augu safnaðarbarnanna. Svo
hafa nú víst einhverjar heiðarlegar, rosknar
konur hneykslast á hinum tíðu komum mínum
til Sandgerðis og til yðar.«
»Nei, það var gaman! — heyrirðu Magða-
lena!« hrópaði frú Fanney, himinlifandi.
»Já, þjer hlæið — frú!« sagði aðstoðarprest-
inn, góðlátlega. »En þetta gæti sannarlega
orðið alvarlegt fyrir mig, ef jég ætti ekki góð-
an stuðningsmann, þar sem prófasturinn er.«
»Svo ykkur kemur vel saman, yður og Sparre
prófasti? Jeg hjelt annars að samkomulagið
»Fyrst í stað — frú! — Það var bara fyrst
í stað, og jeg fyrirverð mig ekkert fyrir að
viðurkenna, að það var mín sök. Jeg lenti strax
í byrjun í ólukkans þrefi við nokkra af þessum
svonefndu vakningamönnum hjerna í kaupstaðn-
um — góða og heiðarlega menn — guð varð-
veiti mig frá að segja annað! — en ekki alveg
eins og — eins og —.«
7