Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 29
MÁTTUR GLAÐVÆRÐARINNAR.
59
gleyma sorgutn sínum og þrautum. Og hæfi-i jþað er deginum ljósara, að þær móta líkams-
Ieiki hans til að glæða traust þeirra til sín og og sálarlíf mannsins gleggra en nokkuð annað.
von um skjótan bata er alveg dásamlegur.
Pað eru til margir menn, sem blátt áfram
gleyma tilveru glaðværðarinnar. Slíkir menn
verða oft hverjum manni hvumleiðir og elli-
blærinn færist yfir þá fyr en varir. Ekkert er
til, sem auðgar mannlifið meira en glaðværðin.
Hver maður ætti því að láta geisia gleðinnar
verma og lýsa umhverfis sig.
Hin feikilega aðsókn að öllum skemtistöðum
víðsvegar um heiminn ber órækt vitni um það,
að gleði- og skemtanaþráin er mannkyninu
meðfædd.
Er það ekki sannarlega fjörgandi að hotfa á
skemtilegan sjónleik? Maður er ef til vill í
vondu skapi, þegar hann gengur inn í leikhús-
ið. Baráttan fyrir lífinu hefir gért hann sljóf-
an og afskiftalausan, og honum finst ánægjan
vera algerlega útilokuð. Leikurinn byrjar og
sljóleikinn breytist í athygli. Hann er kominn
í gott skap áður en varir og farinn að hlæja
með sessunautum sínum að hinum skringilegu
tilburðum leikeudanna. Og á heimleiðinni leik-
ur hann við hvern sinn fingur af ánægju.
Margur eiginmaður hefir óefað reynt hið
sama, er hann hefir komið heim til konu
sinnar og barna eftir erfiði og þunga dagsins
— heim í griðastað gleðidísarinnar og tekið
að leika við börnin. Börnin ærslast og hlæja
dátt og konan tekur undir. Rað hefjast fjör-
ugar samræður, og gamansögur eru sagðar, svo
maðurinn gleymir skjótt þreytu sinni og hugar-
angri; hann er alt í einu orðinn að barni
gleðinnar.
Jeg hefi sjálfur komist að raun um, hve það
er hressandi og heilnæmt að sitja við fjörugar
samræður í góðvinahóp. Rað hefir hrest mig
betur en margra stunda svefn. Og jeg mun
aldrei gleyma slíkum gleðifundum.
Það má engum gleymast, að alt það, sem
rekið getur áhyggjur vorar, ótta og kjarkleysi
á flótta, hefir ómetanlegt gildi fyrir líf vort.
Það er óefað rangt, að telja giaðværð og
geðgæsku utanveltu við mannlega kosti, því
Mig furðar stórlega á því, að menn skuli
ekki tíma að sjá af stuttri stund á hverjum
degi, til þess að njóta gleði og gamans.
Hagnaðurinn af því yrði meiri en margur
hyggur.
Gleði mannsins er heilnæmt töfralyf fyrir
líkama hans og sál. Hefir nokkurntíma heyrst,
að glaðlyndi haíi orðið mönnum til tjóns?
Nei, og aftur nei, heldur þvert á móti. Glað-
værðin er mönnum eins nauðsynleg og fæðan.
Við eigum mestu kýmnisskáldum vorum mik*
ið upp að unna. Peir hafa kryddað hina fá-
breyttu rjetti tilveru vorrar, stungið leiðindun-
um undir stól og ljett byrði hins einmana og
huggunarsnauða.
Allir þeir, sem ekki hafa látið sitt eftir liggja
að Ijetta byrði hinna þjáðu, hvetja hina kjark-
Iausu og hugga auðnuleysingjann, eiga eins
miklar þakkir skilið og frömuðir siðmenning-
arinnar.
Franskur læknir stendur á því fastar en fót-
unum, að börnin yrðu ólíku heilsubetri, ef
meiri rækt væri lögð við það, að gleðja þau
og gera þau ánægðari, en gert er.
»Skerðið ekki kæti barnanna, lofið þeim að
skellihlæja, ef þau langar til þess,« segir hann.
»Hláturinn er hollur fyrir lungun og örvar
blóðrásina. Hlæið, svo bergmáli í húsunum,
en tístið ekki eins og smáfugl!
Flestir menn telja þroskun hæfileika sinna
sjálfsagða og eðlilega, en fyrir glaðværðarhæfi-
leikum sínum eru þeir blindir. Og þó er ekki
hægt að búa sig undir lífið á betri hátt en
þann, að gera hugann móttækilegan fyrirglað-
værð og gaman, og æfa sig í því að láta sól-
skin ánægjunnar ylja og lýsa meðal systkina
sinna.
Rað er skylda vor gagnvart börnunum, að
lofa þeim að slá gleðihörpu sína eftir geðþekni,
líkt og söngfuglarnir gera út í Guðs grænni
náttúrunni. Ef við þöggum niður gleðilæti barns-
ins, eigum við það á hættu að tefja fyrir and-
8*