Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 31
MATTUR GLAÐVÆRÐARINNAR. 61 Honum fanst hláturinn blátt áfram óguðleg- ur. Og hann léyfði ekki einu sinni, að leikið væri á hljóðfæri á heimilinu. Fyr á tímum var þunglyndi og köld alvara talin bera vott um skynsemi og háfleygan hugs- unarhátt; en nú eru slíkar Iyndiseinkunnir skoð- aðar sem andlegur sjúkdómur eða eiturnaðra hugans, og geta alls ekki átt rót sína að rekja til sannrar guðhræðslu, því bjartsýni: sólskin, glaðværð og lífsþrá, er ætíð samfara sönnu, kristilegu hugarfari. Þau trúarbrögð, sem Krist- ur er höfundur að, fjalla um sól og sumar, liljur vallarins, fugla himinsins, fjöll og dali, ár og læki — yfir höfuð að tala alt, sem er fag- urt og ánægjulegt. Alt það, sem er ömurlegt og gleðivana, er í ósamræmi við sannan krist- indóm; hann er trúarbrögð bjartsýninnar en ekki bölsýninnar. Qlaðvœrðin er mesti undrálœknir heimsins. Hún læknar sálu vora jafnt sem líkamann, marg- faldar hugrekki vort og framfarahæfileika og sýnir oss hið sanna gildi lífsins. A meðan maður getur varðveitt glaðlyndi sitt og bjartsýni, lifir hann ekki lífi sínu til einskis. Ef við missum aldrei kjarkinn eða glötum glaðlyndi voru, þó oss virðist hamingjan snúa við oss bakinu og örðugleikafjallið vera ókleift, er oss sigurinn vís. Prestur nokkur hafði það fyrir venju, að kveðja söfnuð sinn með svofeldum orðum: »Hlœið, þangað til við sjáumst aftur !* Þessa kveðju aettum við öll að nota. (I. Ö. þýddi.) Bóndinn: En hvað hún er ljómandi falleg kon- *n hans Jóhannesar. Það er sannarlega satt, sem sagt er. að mestu þorskhansarnir fái altaf fallegustu konurnar. Húsfreyjan (feimin, litur niður fyrir sig): Því ertu nú að slá mjer svona gullhamra, góði. Presturinn: Hvað á barnið að heita? Konan: Gustaf Adolf Alexander Cæsar Shake- spear Goethe Napoleon. Presturinn: Hm! — hm! (lágt við meðhjálpar- ínn) Qfurlítið meira vatn, Bjarni ininn. Misreikningur. Dan skipsljóri var allur annar maður úti á skipi sínu en heima hjá sjer í landi. Pegar hann stóð í lyftingu á hinu glæsilega skipi sínu hefði hann eigi þurft neinn einkennisbúning til þess, að allir, sem sáu hann, gætu sannfærst um, að hann væri skipstjórinn. Öll framkoma hans bar vott um, að hann hefði þar fullkom- ið einveldi og myndugleika, og að hann hefði óbifandi trú á stjórnarhæfileikum sínum; enda virtu allir hann og treystu honum, einkum voru það kvenfarþegarnir, sem töldu hann óskeikul- ann. En þegar hann dvaldi heima hjá sjer, fjekk hann engu að ráða. Par sat Friðrika gamla systir hans við stýrið, með óskoruðu einveldi, og hún virii allar fyrirskipanir skipstjórans að vettugi. Par var farið með hann eins og hálfgerðan niðursetning; eins og hann væri heilsubilað og gigtveikt gamalmenni, sem yrði að lifa eftir föstum Iffsreglum systur sinnar. En þótt hann hefði engin forráð á heimilinu, naut hann þar þó hvíldar og umönnunar, undir ákveðinni og fastri stjórni Friðriku systur sinnar, safnaði kröft- um og kom svo sem nýr maður, öruggur og ákveðinn, aftur út á skip sitt, er það var ferð- búið. Það var líkast því sem hann hefði verið settur á land til eftirlits og aðgerðar, og væri svo settur fram aftur, færari í flestan sjó en áð- ur. Heima fyrir mátti hann varla um frjálst höfuð strjúka, og varla að honum væri trúað fyrir jafnáríðandi starfi og því, að fara út og fá efni til að rjetta áttavitann á skipi sínu. Friðrika systir skipstjórans var ógift og elst af systkinum hans. Hún hafði á hendi hússtjórn fyrir bróður sinn og systurson þeirra, Axel að nafni, sem var gjálífur háskólastúdent utan af landi. Með aldrinum hafði þróast hjá Friðriku magn- aðasta vantraust á öllum karlmönnum, sem henni fundust yfirleitt vera orsök í allri óreglu, ólifnaði og heimsku í veröldinni. Hún hafði aldrei heyrt getið um engla með alskegg og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.