Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 27
MÁTTUR GLAÐVÆRÐARINNAR.
57
Máttur glaðværðarinnar.
Eftir O. S. Marden.
>Talaðu cetið um hamingju eg gleði, vinur minn, þvi það er
samt nóg af harmatölum í heiminum !<
Kona nokkur í Kaliforníu hafði orðið fyrir
ákaflega þungbærri sorg, sem hafði það í för
með sjer, að það greip hana ákaft þunglyndi.
Sálarástand hennar hafði þau áhrif á líkamann,
að hún þjáðist af svefnleysi og ýmsum öðrum
taugasjúkdómum. Alt í einu kom henni til
hugar að reyna að varpa af sjer oki sorgar-
innar — því oki, sem gerði henni lífið óberi-
legt. Hún einsetti sjer þá að hlæja, að minsta
kosti þrisvar sinnum á dag, jafnvel þótt ekkert
hlægilegt bæri fyrir hana. Hún tók nú að venja
sig á að hlæja að öllum sköpuðum hlutum,
sem engum heilvita manni öðrum en henni
hefði dottið í hug að brosa að. Stundum Iok-
aði hún sig eina inni í herbergi sínu og hló
hjartanlfga, að ekki neinu. Að skömmum tíma
liðnum var hún orðin svo gerbreytt, að tiauðla
var hægt að þekkja hana fyrir sömu konu.
H n var nú orðin Ijettlynd og likamleya heil-
brigð. Og gLðværð og ánægja n'kti nú á
heimili hennar.
Ef menn gætu komist í skilning um þann
heilbrigðismátt, sem er fólginn í góðu skapi,
hláturmildi og glaðlyndi, þá mundu menn
sjaldan þurfa á læknishjálp að halda.
Hversvegna ætli Lýkurgos hafi látið setja
upp hláturguðinn í borðstofum Spartverja?
Sjálfsagt vegna þess, að hann hefir ekki fundið
ueitt hollara krydd með matnum en eintnitt
hláturinn. Hláturinn er áreiðanlega ein af dýr-
mætustu gjðfunum, sem manninum hafa hlotn-
ast. Hann er heilbrigðisengill vor og slær
margvíslega litum töfrablæ á tilveruna, þegar
fábreytni daglega lífsins vefur oss skuggaörm-
um sínum.
Hláturinn er guðsgjöf; hann er heilbrigðis-
lind, svalalind vor; hann er björgunarbelti, sem
heldur oss uppi, þegar öldurnar rísa á sæ
lífsins.
Hláturinn gerir lífsbraut vora svo sljetta og
mjúka. En hvað það er mikil hressing í því
að hlæja! Allar skuggahliðar tilverunnar breyt-
ast við það í eina samfelda geisladýrð. Saklaus
og hjartanlegur hlátur er því eitt hið besta
Iæknislyf, sem til er. Maður, sem er hlátur-
mildur og lundgóður, hefir miklu betri trygg-
ingu fyrir því að verða langlífur, en sá, sem
er þunglyndur og geðstirður.
Hláturinn sópar sorgum og áhyggjum burt
úr huga vorum, lát því saldaust gleði og gam-
an leika lausum hala.
Einu sinni las jeg um mann, sem hló ör-
sjaldan; en þá hann hló, var það líkast því
sem: »byldi við draugsröddin dimma.c
Á mörgum manninum hvílir ok lífsins svo
þungt, að hann hefir svo að segja tínt niður
að hlæja. Aðrir eru svo önnum kafnir við
að safna auðæfum og með svo mörg gróða-
brallsfyrirtæki í höfðinu, að þeir hafa hvorki
tíma nje tækifæri til að vera kátir. Pessir menn
þekkja ekki hin heillaríku áhrif, sem hláturinn
lætur í tje — vita ekki, að hann losar þá við
áhyggjur og gremju og er besti huggari í mót-
lætinu. Án hans fáum við ekki metið gildi
lífsins rjettilega.
Peim manni, sem er búinn að gleyma að
hlæja, ætla jeg að gefa þetta heilræði: >>Gakk
inn f herbergið þitt, lokaðu dyrunum og reyndu
að æfa þig í því að brosa. Brostu við mynd-
unum þínum, húsgögnunum eða speglinum —
það stendur á sama, hvað það er, því tilgang-
urinn er aðeins sá að liðka hláturvöðva þína,
sem farnir eru að stirðna.c
Lincoln var ætíð vanur að láta opna bók,
S