Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 30
60
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
legum og líkamlegum þroska þess. Og sje slíkt
gert að daglegri vcnju, dofnar hin meðfædda
lífsgleði barnsins smátt og smátt, uns hún leys-
ist upp og deyr. Móðirin hefir enga hugmynd
um hið óbætanlega tjón, sem hún gerir börn-
um sínum með því, að vera að þagga niður í
þeim á hverri stundu, þangað til þau eru orð-
in eins stilt og alvarleg og »afi og amma«.
»G!eðivana börn eru líkust blómvana trjám,
sem aldrei bera ávöxt«, er haft eftir rithöfundi
nokkrum.
Það er fólgin öflug glaðværðarþrá í öllum
unglingum; ættu menn að varast að andæfa
henni. Það er áreiðanlegt, að margir foreldrar
verða að sjá á bak börnum sínum frá heimil-
unum fyrir þá sök, að þeir banna þeim að
að njóta gleðinnar.
Þegar börn og unglingar vilja sem mest forð-
ast heimili sitt og vera í fjelagsskap óviðkom-
andi manna, liggur orsökin oftast í því, að gleði-
gyðjan hefir verið útilokuð frá heimili þeirra.
Heimilisánægjan hefir seguláhrif jafnt á full-
orðna fólkið sem börnin.
Endurminningar heimilisgleðinnar hafa bjarg-
að mörgum manninum frá því að fremja hermd-
arverk, og hjálpað honum til að yfirvinna
þungar freiatingar.
Glaðvœrðin er besta lœknislyf, sem til eri heim-
innm. Láttu börnin ætíð hafa nægju sína af
því. Það sparar þjer útgjöld og gerir börnin
hughraust og hamingjusöm. Ef allir menn
hefðu átt glaðværa bernskudaga, væri óefað
engin þörf á jafnmörgum fangalsum og geð-
veikrahælum og nú eru til.
Hamitigjurík og harmstola bernska hefir eins
mikla þýðingu fyrir ntanninn og birtan, ylurinn
og næringarefnin fyrir ungjurtina. Skorti plönt-
una fæðu og ljós, verður hún föl og renglu-
leg, það þekkjum við flest.
Maðurinn og plantan eru lík að því leyti, að
þroski beggja er kominn undir fyrstu uppeldis-
árunum. Ömurlegir og gleðivana bernskudagar
gera manninn að andlegum kryplingi. Sje
bernskan aftur á móti björt og heillarík, þrosk-
ar hún svo dásamlega vel alt hið góða og göf-
uga sem í manninum býr.
Margir verða að ráfa um eyðimörku Iffsins;
þeim finst óánægja og ömurleiki búa á hverj-
um bletti, af því að þeir fengu aldrei að veía
kátir, þegar þeir voru börn. Glaðværð þeirra
var kæfð í fæðingunni.
Það er eins auðvelt að móta barnslundina
eins og mjúkan leirinn. Og eins og leirinn
harðnar smátt og smátt, þannig missir barnið
hæfileika sína til að taka á móti áhrifum glað-
værðarinnar. Og það öðlast trauðla þessa hæfi-
leika aftur, enda þótt það fái að krjúpa við fót-
skör gleðigyðjunnar, er atdurinn tekur að fær-
ast yfir það.
Að gera að gamni sínu og skemta sjer í
tómstundum sínum hefir hin heillaríkustu áhrif
á alla andlega starfsemi mannsins, og eykur
bjartsýni hans. Glaðværðin er jafnmikils virði
fyrir sálarlíf vort og vatnið fyrir jurtagróðurinn.
Okkur finst við verða að nýjum og betri mönn-
um, eftir að hafa setið í glaðværum góðvinahóp.
Margir menn skoða það sem skyldu sína, að
bannfæra alla glaðværð og allar skemtanir, og
blátt áfram loka húsum sínum fyrir öllu af þvf
tagi. En með þessu háttalagi eitra þeir bæði
líf sjálfra sín og annara. Eiturbikar bölsýninnar
er uppáhalds drykkjarkerið þeirra.
Einu sinni dvaldi jeg nokkra mánuði á presta-
aetri, og man jeg ekki eftir því, að jeg heyrði
nokkurutfma heimiiisfólkið hlægja eðlilega.
Sumir sátu með ólundarsvip, en djúp og köld
alvaran hvíldi yfir öðrum. Þetta hefir sjálfaagt
varið samkvæmt vilja klerkaina! Fólkið hafði
ekki skamtun af neinu, sem var »af þesaum
heimi«, heldur lifði eingöngu fyrir lífið hinu-
megin grafarinnar. Pegar presturinn heyrði mig
hlæja, kom hann og sýndi mjer fram á það
með hógværum orðum, að nauðsynlegt væri
fyrir mig að vera stiltari og alvarlegri, þar sem
dauðann gæti borið að höndum á hverri stundu.
»Hugsaðu um hið eina nauðsynlega: frelsun
sálar þinnar, og það að búa þig vel undir dauð-
ann,« var ætíð viðkvæðið hjá presti.