Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 34
64
NVJAR KVOLDVOKUR.
heimilið er fyrirmynd. — Við ættum að bjóða
þeim hingað eitthvert kvöldið.®
»Já — það gætum við nú raunar, Lúðvík,«
svaraði Friðrika dræmt. »En jeg er hrædd um.
að nú sje svo komið, að það verði þjer aðeins
til angurs að hitta ungfrú Skovstrúp.«
»Ha, ha, ha, mjer til angurs að hitta Pálínu,
það getur eigi annað en vakið hjá mjer hlátur.
Pað sýnir best, Rikka, að þú þekkir hana ekki.«
»Heyrðu nú til, Lúðvík, við skulum tala um
þetta mál í alvöru. Pað fer ávalt svona, þegar
gamlir karlar fara að ganga í biðilsbuxum —
má jeg biðja þig að vera ekki að grípa fram í
— já, jeg segi gamlir karlar eins og þú, þá
gera þeir sig oftast hlægilega, og það er skop-
ast að þeim, eins og nú er gert að þjer —.«
»Nei, Rikka, það gerir Pálína ekki!«
»Gott ef svo væri, jeg skal ekki þræta um
það. En segðu mjer nú eitthvað um ungfrú
Skovstrúp, því jeg er nú einmitt að rita for-
eldrum Axels, og mæla með trúlofun hans og
hennar. Pau hittust í leikhúsinu í gærkvöldi.
— aúu ekki Ijósmynd af henni, sem þú gætir
lofað mjer að sjá.«
»Rikka — hvað ertu að bulla? var Pálína í
leikhúsinu, þrátt fyrir viðvörun mína, Rikka,
hefir þú svikið bróður þinn? — Rikka —.«
»Rikka! Pað er ekki til neins að stagast á
Rikku. En nú er best að girt sje fyrir alt þitt
giftingabrask og eltingaleik við stúlkur, og að
Rikka gamla taki til sinna ráða. í rauninni má
þjer þykja vænt um að eiga systur, sem kann
að geta varðveitt þig frá að verða enn meir
til athlægis, en þegar er orðið. Og nú er þ^ð
jeg, sem skipa fyrir hvernig þessu verður hag-
að til. Trúlofun Axels og ungfrú Skovstrúp
verður opinberuð á þriðjudaginn, jafnskjótt og
foreldrar piltsins koma hingað. Og svo sannar-
Iega sem jeg stend hjer lifandi, gef jeg Axel
10 þúsund krónur í brúðargjöf. Pað er helm-
ingur eigna minna, hann fær þær hvort sem er
allar eftir minn dag.« Svo settist gamla ung-
frúin niður til að Ijúka við brjefið, og hún
titraði af ákafa og gremju við uppreistarandann
f bróður sínum.
»Petta er nú gott og blessað, Rikka, en það
geta fleiri en þú boðið brúðargjafir. Jeg lofa
Axel 20 þúsund krónum, ef hann trúlofast ann-
ari stúlku en Pálínu,* og um leið sló skipstjór-
inn hnefanum f borðið, svo blekbyttan dans-
aði á því.
»Gleymdu þessu þá ekki, Lúðvík. — Karl-
mennirnir eru oft svo gleymnir á þesskonar
loforð. — En þarna kemur Axel —.«
Pað var rjett, Axel kom þjótandi inn og
gleymdi að loka dyrunum á eftir sjer.
»Góðan daginn,« hrópaði hann. »Er brjefið
til, góða systir, jeg ætla sjálfur með það til
brautarstöðvanna, það verður vissast, æ, hrað-
aðu þjer nú góða.«
»Gerðu svo vel, hjer er það. Jeg hefi lofað
að gefa þjer 10 þúsund krónur í brúðargjöf.
Við það stend jeg. Og flýttu þjer nú af stað.«
»Og þú fær 20 þúsund krónur frá mjer, ef
þú kvongast annari en Pálínu Skovstrúp,*
hrópaði skipstjórinn og greip í öxlina á Axel.
»Pakka fyrir, þúsund þakkir! — Pað verður
til samans 30 þúsund — þúsund þakkir. Jeg
kvongast ekki Pálínu, þótt jeg fái þessar þús-
undir hennar vegna. Jeg hefi aldrei sjeð hana.
Systir hennar, Henríetta, sem jeg hitti í leik-
húsinu í gærkvöldi, veitir mjer þúsundfaldar
þakkir í ofan á lag. Eru nokkrir fleiri sem
bjóða eitthvað í tilefni af trúlofun minni. Alt
verður þegið með þökkum, þótt mjer sje ekki
Ijóst, hví gæfan steðjar svona ákaft að mjer.«
»Hvernig stendur á þvf, Friðrika, að þú ert
að fara með þann þvættmg, að Axel sje trú-
lofaður Pálfnu, þegar það er Henríetta, sem
raunar er besta stúlka, er hefir lofa-t honum,*
spurði skipstjórinn gramur, undrandi og glaður.
»Hvernig átti jeg að vita, að þær væru tvær,
þessar ungfrúr Skovstrúp? Jeg botna ekkert í
þessu! — Gast þú ekki sagt mjer þttta, Axel?«
»Pað stóð ekki neitt um það í skilmalunum,
systir. — Jeg átti bara að segja ungirú Skov-
strúp, að trændi væri svona og svona, sem
hún sagði, að sig varðaði ekkert um og vildi
ekki hlusta á. En þegar jeg hafði lokið erindi
þínu við hana, fórum við að tala um alt ann-
að, og endirinn varð, að við hjetum hvort
öðru eiginorði. En eftir á að hyggja, nú man
jeg það, Henríetta bað mig fyrir þennan böggul
til þín, frændi. — Gjörðu svo vel!«
»Húrra, húrra! drengur minn. — Pað er frá
Pálínu! — Pað eru trúlofunarspjöldin okkar,
Rikka. — Jeg símaði henni, þegar jeg fór með
brjefið í gær, að jeg fengi ekki að fara f leik-
húsið, og því hefir hún beðið systur sína fyrir
þau. Má jeg hafa þá ánægju, Friðrika, að skýra
þjer frá því, á undan öllum öðrum, að jeg og
Pálína erum trúlofuð, og að jeg er ákaflega
glaður yfir því. — Nú getur þú skólpað yfir
þilfarið og á morgun staðið við landganginn
og tekið á móti gestunum, Pá verður gildi
og gleði og allar fánasnúrur á skútunni flögg-
um skreyttar.
-----------------------