Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 20
50
NVJAR KVOLDVOKUR.
>Sannkristnum sómir?« sagði frú Fanney.
»Jæja!« svaraði hann, brosandi. »Það var
nú ekki beint það orð, sem jeg var að leita
að; en þjer skiljið hvað jeg á við.«
»Fyllilega,« sagði frú Fanney, hlæjandi, um
leið og hún tók við bollanum, sem Magðalena
var búin að hella í handa henni.
»Pá komst jeg í ónáð hjá yfirboðara mínum
og varð fyiir ýmiskonar óþægindum, þangað
til jeg fór að kynnast Sparre prófasti betur, þá
jafnaðist alt saman svo greiðlega, og nú þori
jeg að fullyrða, að samkomulagið okkar á milli
er næstum því eins og best getur verið hjá
feðgum. Hann er óviðjafnanlegur rnaðurU
endurtók aðstoðarpresturinn hvað eftir annað.
»Já, er hann það ekki?« hrópaði frú Fanney.
»Hann er sá fallegasti prestur, sem jeg hefi
nokkurn tíma sjeð. Þó maður skyldi ekki eitt
orð af ræðum hans, þá væri það útaf fyrir sig
svo óviðjafnanlegt, að horfa á hann fyrir altar-
inu og í stólnum. Eða þá yndislegu Ijóðin,
sem hann yrkir!«
»Já, jeg fyrir mitt leyti tek nú síðasta ljóða-
safnið hans »Friður og friðþæging*, fram yfir
alt annað, sem út hefir komið á vora tungu
síðustu tíu árin. Getiö þið hugsað ykkur —
góðu frúr! yndislegra Ijóð en versið þetta:
»Jeg sat í kyrð við kofann minn
um kveld á bekknum hljóður*. —«
— »Hefir hann verið fátækur?* spurði
Magðalena, hvatlega.
Fanney hló; en aðstoðarpresturinn sagði
henni vingjarnlega og með miklum fjálgleik,
að Sparre hefði ort kvæðið, eftir að hann var
orðinn prófastur; þetta um kofann ætti Iíklega
helst að skilja sem skáldlegt tákn þess, hve
höfundurinn gæti verið frámunalega hógvær
maöur. Magðalena fann, að hún hafði spurt
heimskulega, og hún settist við gluggann, til
þess að geta horft út á götuna.
»Já —« hjelt aðstoðarpresturinn áfram. »F*að
er eitthvað svo óskiljanlegt við þann mann.
Jeg get aldrei gert mjer grein fyrir í hverju
það liggur; en bara við það, að vera í návist
hans, er eins og maður verði fyrir svo sterk-
um áhrifum af andlegum yfirburðum hans;
einhverjum töfraáhrifum. —Pegar hann er orðinn
biskup —«
»Biskup? —« sagði frú Fanney, spyrjandi.
»Alveg áreiðanlegt, frú! — Það er engum
vafa bundið, að Sparre prófastur er sjálfkjörinn
til að fá næsta biskupsstól, sem losnar. Pað
hefir jafnvel verið gefið í skyn opinberlega.*
»Nei, er það satt! Þetta hafði mjer aldrei
dottið í hug,« hrópaði frúin. »En það er al-
veg satt; hann mundi sóma sjer ágætlega sem
biskup — þessi karlmannlegi maður, með hvítu
Iokkana og stóran, skínandi gullkrossinn á
brjóstinu. Pað er leiðinlegt, að kaupstaðurinn
hjerna skuli ekki vera biskupssetur, — að vera
biskup, það er þó sannarlega ekki svo lítið.
Magðalena, hefirðu nokkurn tíma sjeð Iifandi
biskup?«
Magðalena sneri sjer við inn í stofuna og
roðnaði út undir eyru, þegar hún sagði, stam-
andi: »Hvað — hvað varstu að spyrja um —
Fanney?«
En frú Fanney hafði haft vakandi auga á
götunni, og nú sá hún, hvar Delphin tók strik-
ið yfir götuna og stefndi að húsi hennar. Hún
tók kveðju hans og sagði við Magðalenu, en
virti hana vandlega fyrir sjer um leið: »Viltu
gjöra svo vel að sækja bolla handa amtsskrif-
aranum — Magðalena mín.«
»Er kandidat Delphin að koma?« spurði
aðstoðarpresturinn, og litaðist um eftir hatti
sínum.
»Já, en þjer fáið nú alls ekki að fara —
sjera Martens! — við vorum öll í svo góðu
næði.« — Delphin kom inn, frú Fanney kink-
aði kunnuglega kolli í kveðjuskyni, en hjelt
áfram: »Nú skuluð þjer, sem prestur, einmitt
hjálpa okkur til að snúa guðleysingjanum hon-
um Delphin til betri végar.c
»Parf ekki — þarf ekki! — náðuga frú!«
hrópaði amtsskrifarinn, glaðlega. »Pað er búið
að snúa mjer, að svo miklu leyti sem það á
annað borð er hægt. Johnsen skólastjóri hefir
sjeð um það. Við áttum langa samræðu um
alvarleg málefni, einmitt mína.«