Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 26
56 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. cr hann hagorður vel og eftir hann eru meðal annars þessar alkunnu ferðavísur: Straumagrönduni frá jeg flý, firtur vöndum sköðum. Taumaönd jeg ungri sný upp frá Blönduvöðum. Hrinda dofa víst jeg verð, værð ei lofast hölum. Ei má sofa’ en flýta ferð fram að Hofi’ í Dölum. Fornar leiðir fjallasals — fannabreiðu kalda — upp á heiði Öxnadals enn jeg neyðist halda. (Eftir sögn Jóhannesar D. Jónssonar í Árnesi.) Hjer vil jeg geta þess, að það er ekki rjett í áðurnefndri grein, að Baldvin skáldi Jónsson hafi farið til Ameríku (sjá Skírnir 1915 bls. 316). Baldvin fór aldrei til Ameríku; hann dó í Hvammi í Laxárdal. Dánarár hans veit jeg ekki með vissu. Og loks skal því bætt við, að jeg hefi heyrt Jóni Ásgeirssyni á Pingeyrum eignaða þessa vísu: >Nú er hlátur nývakinn; nú er grátur tregur. Nú er jeg kátur, nafni minn; nú er jeg mátulegur.« »Nafni minn«, er sagt að sje Jón Rorvaldsson á Geirastöðum, sem líka var duglegur að drekka og yrkja. (Skírnir bls. 310). En það er nú einmitt vandinn mikli að vera »mátulegur« þegar »glóa veigar og glampa ker«. En oft hefir Bakkus gamli leyst hag- mælskuna úr læðingi daglegrar iöju og áhyggju, þótt stundum hafi drykkunnn »göróttur« verið. En á því sviði gleðinnar, er oft sætt sameigin- legt skipbrot, og það hefir höfundur. þessarar vísu fundið — Einar hjet hann og vanalega kendur við Reykjarhól í Skagafirði. — (Hand- rit Pálma á Löngumýri í Húnavatnssýslu): Rasa fleiri’ á vondum veg og vilja’ á eyrað halla. Það hafa meiri menn en jeg mátt í leirinn falla. Og þessa vísu kvað Einar við annað tækifæri: Jeg vil spritt, en ekki hitt — hið gráa. Sjálfur blanda vil jeg vín, vinur, handa bræðrum mín! — í Sögufjelagsritið »Blanda< setur dr. Jón Porkelsson vísu eftir Hreggvið skáld Eiríksson, er bjó á Kaldrana á Skaga, og síðast í Hafna- búðum. Tilefnið þekkir dr. Jón ekki, en það er á þessa leið, eftir því sem Jón hreppstjóri á Hafsteinsstöðum hefir sagt mjer: Hallgrímur Iæknir Jónsson, gáfaður maður og skáld gott, (eftir hanu eru t. d. Selíkórím- ur o. fl.), gisti eitt sinn hjá Hreggviði. Um morguninn, eftir að Hreggviður hafði litið til veðurs, spyr Hallgrímur bónda um útlitið, með þessari vísu: Ekki eru vanir auðs við stjá allir menn í heimi. Hreggviður mjer hermdu frá, hvernig líst þjer veðrið á? Hreggviður svaraði þá með vísunni: Löðrið dikar land upp á; lýra hvikar stofan. Aldan þykir heldur há, hún rís mikið skerjum á. (Sbr. »Blanda« II. bls. 204). Að síðustu vil jeg biðja heiðr. Ies. Kvöldv. að gæta þess, að misprentast hefir á nokkrum stöðum í grein minni í »N. Kv.« 1917. Á bls. 45 í fremra dálki stendur: »og dugði«, les: og dugði e k k i. Bls. 215 fremra dálki stendur: »Af því að eftirfarandi«, á að vera: Af því að s u m a r eftirfarandi . . . Og á bls. 216: »Hótel Akureyri«, les: hótel á Akur- eyri. Aðrar smávægilegri villur, svo sem t. d. »heimspekisnafn«, er stendur tvisvar í kaflan- um um Sölva Helgason, en á auðvitað að vera heimspekingsriafn, hirði jeg ekki að tína til. Fel það góðíúsum lesara að lesa í málið. Þetta er sjálfsagt orðið oflangt mál, og lengra en jeg ætlaði í fyrstu. En um ágæti smelhnnar tækdærisstöku, er ekkert ofsagt. Pað ligg^r ekki í lófa hvers manns að fram- leiða þau listaverk, sem mannsandinn dá'st að ár eftir ár, og öld eftir öld. Og skáldskapur- inn er list, sem ekki verður lærð. Ómentaður almúgamaðurinn getur kveðið sprenglærðan vís- indamanninn í kútinn; og mörgum er hag- mælskan svo tiltæk, að hugsunin fellur t hend- ingar og stuðla, fyr en varir. Og þótt efnið sje ofið úr daglegum atvikum, er margoft komist svo haglega að orði, að stökurnar fljúga mann frá manni landið á enda; og eru gæddar þeim lífskrafti, að lifa löngu liðnar kynslóðir. Og þær verða til að hressa lundina, liðka gönguna og Ijetta vinnuna. Og stundum er það aðeins e i n vfsa, sem reisir höfundin- um óbrotgjarnan minnisvarða. Ritað í janúar 1920. Margeir fónsson. '-*r»íS^iryr'!

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.