Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 32
62 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. reykjarpípu í túlanum. A myndum voru líka allir englar f konulíki, eða þá stundum málaðir sem litlir drengir. Það var eins og sú hug- mynd hefði ávalt verið ríkjandi hjá öllum lista- inálurum, að karlmenn mundu eigi vera í Para- dís, enda þótti henni það jafngott. Henni fanst þeir og Iítið erindi eiga þangað, með allri sinni óreglu og sóðaskap. »Pú ért með hósta og hæsi, og svo ertu með lakasta móti af gigtinni. Pú verður því að vera heima í kvöld, Lúðvík,« sagði Friðrika að aflíðandi nóni, daginn sem saga þessi hefst. Skipstjórinn lá þá endilangur í legubekknum og reykti langa pípu. »Nei — heyrðu nú — Rikka! Jeg er vanur að fara í leikhúsið á fimtudagskvöldin, og nú er fimtudagur.* Pað er nú það sama, þótt þú ættir sjálfur að sýna þig á Ieiksviðinu, þá verður þú nú samt að hýrast heima, eða heldur þú, að jeg fari að sleppa þjer dauðveikum í leikhúsið, mig Iangar ekki til að frjetta það á eftir, að þúhafir flult þangað veikindi og komir sjálfur heim með taki eða ef til vill óráði; og hver ætti svo að vaka yfir þjer á eftir, gera þjer bakstra og gegna öllum keipum þínum. Nei, góði minn, það er eigi ofgott að fást við þig, þótt þú farir ekki að leggja [jjer til svæsna lungnanólgu með óráði. Sem sagt, þú verður heima og færð eitt- hvað volgt við kvefinu, og ef til vill svolitla vitund af koníaki út í, ef þú verður þægur. Axel getur farið í leikhúsið í þinn stað.« »Eg verð að fara i leikkúsið í kvöld, skal jeg segja þjer, Rikka.« »Svo, svo-o! Hvað svo sem á að sýna þar, sem þú verður að sjá?« »Hvað á að sýna! Hvað er það nú aftur? Jú, það hiýtur að standa í blaðinu.« »Nú, það er svona ástatt fyrir þjer, Lúðvík litli. Afergjan í þjer að komast í leikhúsið er uokkuð kynleg, þótt þú vitir ekki hvað eigi að sýna — En þú getur reitt þig á, að jeg veit, hvað dregur þig þangað, og þú mátt sannar- lega skammast þín, eins gamall og þú ert orð- inu. Jú, jeg er búin að reikna út, hvað þú ætl- ar þjer og yfir hverju þú ert að voka; en í kvöld verður þú heima og færð heitt öl, stein- sykur og koníak, svo þjer batni hæsin, það er þjer hollara en að vera að reyna að gefa stelpu undir fótinn í leikhúsinu, og gera þig þannig að fífli á elliárum þínum. Pú hugsar lítið um, þótt jeg þyrfti að hrekjast hjeðan, ef einhver drósin gíæptist á þjer vegna þessara þúsunda, sem menn vita að þú átt; því hjer yrði jeg ekki eina nótt, ef þú tækir upp á þeirri heimsku að fara að giftast. En jeg ætla nú samt, með- an|jeg ræð nokkru, að bæla niður flónsku þína, og læt því Axel fara í þínn stað í leikhúsið; aumingja skinnið þarf líka að fá að skemta sjer stöku sinnum.« Skipstjórinn fann að það bljes ekki byrlega, og að árangurslaust var annað en taka saman seglin í svona útliti. Hann þagði litla stund, svo kom honum í hug að reynandi væri að varpa sig áfram og spurði því góðlátlega, nærri því með hluttekningu: »Parft þú ekki sjálf að heiman í kvöld, Rikka? mig minnir, að þú sjert vön að heimsækja ung- frú Rapsted á fimtudögum, og því var það, að jeg hefi ákveðið að fara þá daga í leikhúsið.* Um leið og hann mælti þetta, rendi hann með gætni augum til systur sinnar, til að vita, hvernig hún tæki þessu. En hann leit brátt und- an, og höfuð hans eins og kýttist cfan í háa flibbann, þegar hún svaraði: »Hugsaðu eigi um það, Lúðvík litli — jeg get sjálf afsakað þetta við vinstúlku mína. Jeg veit ofurvel hvaða skyldur hvíla á mjer gagn- vart þjer, og jeg hika eigi við að afsala mjer ánægjulegri heimsókn, þegar þess gerist þörf heilsu þinnar vegna. — Annars þakka jegfyrir nærgætnina. En jeg skal lofa þjer að skreppa með brjef fyrir mig í pósthólfið. En þú mátt ekki vera lengur en hálfa klukkustund í burtu. Verðir þú ekki kominn innan þess tíma, þá sæki jeg þig sjálf í leikhúsið, og það verður enginn gleðileikur fyrir þig. Kapteinninn sá, að nú mundi öll von úti um, að hann fengi að fara í leikhúsið þetta kvöld. Hann snaraði sjer því þegjandi í treyj- una, bað um brjefið og hjelt af stað. bti fyrir húsdyrunum mætti hann Axel, sem var á heim- leið. Hann kallaði til hans: »Varaðu þig á fellibyljum, piltur minn! — Hann er hægur þessa stundina, en Ioftvogin stendur afarlágt.« Axel fór úr yfirhöfninni í forstofunni og fór síðan inn til Friðriku systur, sem sat með prjóna sína. »Komdu sæll Axel. — Pú munt hafa mætt Lúðvík bróður mínum úti fyrir? — Settu þig hjerna og lofaðu mjer að tala fáein orð við þig, meðan hann er úti. — Jeg er að hugsa um að lofa þjer í leikhúsið í kvöld, — hvað segir þú um það?« »Gleður mig — kærar þakkir! — á jeg að fara með bróður?« »Nei, það var ekki ætiun mín! —• Lúðvík

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.