Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 17
GARMAN & WORSE. 47 kvæmisreglunum, skildi, að heimboðið var ekki nema rjett til málamynda. Pá bar svo til einn sunnudag, að Magða- lena hafði staðnæmst frammi fyrir stórum spegli uppi á loftinu; hún var Ijósklædd, og dökka hárið var lauslega vafið upp aftan í hnakkan- um. Fanney gekk þar fram hjá af tilviljun, og sá í speglinum myndina af sjer við hliðina á Magðalenu. Hin fríða frú nam staðar og horfði með at- hygli; dökka hárið hinnar og brúnleiti hörunds- liturinn stakk svo ve! í stúf við Ijósa hörundið hennar sjálfrar og glóbjart hárið. Magðalena var að vísu dálítið hærri og tígulegri í vexti, en andlitið var ekki minstu vitund fallegt, — nei, ekki minstu vitund! — Frú Fanney virti vandlega fyrir sjer myndirnar í speglinum, með- an hún var að laga hárið á Magdalenu. Þegar hún var búin að horfa í spegiiinn, eins og hún vildi, þá leiddi hún Magðalenu við hönd sjer gegnum stofurnar. »Heyrðu nú — góða MagðalenaN — sagði hún og hnyklaði brýrnar, »jeg er bara bálvond við þig fyrir, að þú hefir aldrei komið inn í kaupstaðinn til okkar. Til refsingar fyrir það, skaltu nú koma með okkur í kvöld; Martemn getur setið hjá ökumanninum.* Magðalena horfði framan í frú Fanneym, og áður en hún vissi af, var hún farin að hugsa um það, hvað litla, smáfríða andlitið frúarinnar væri fallegt. Stóru, bláu augun voru svo falleg, en höfuðið sjálft svo lítið, og hálsinn liðlegur, sem bar það uppi. Drættirnir kringum munn- inn voru svo fljótir að breytast, að það var ekki hægt annað en horfa á þá, meðan hún var að tala. »Á hvað ertu að horfa? —« spurði Fanney hálfhlæjandi. »Rú ert svo Ijómandi falleg —« svaraði Magðalena hreinskilnislega. »Nú, nú — það munar ekkert um það. — Þú skerð ekki við neglur þjer gullhamrana,« sagði unga frúin hlæjandi; en hún roðnaði samt svolítið, og varð við það ennþá fallegri. — Magðalena fór raeð þeim inn til kaup- staðarins og var þar nokkra daga. Eftir það var hún þar tíður gestur, en dvaldi stutt í einu. Fanney fór með hana á þær fáu skemtanir, sem á boðstólum voru í kaupstaðnum; oft voru smá gestaboð hjá henni sjálfri eða kunn- ingjum hennar, og alstaðar voru þær saman. Rær báru hvor af annari á víxl, svo ólíkar sem þær voru í ytra útliti, og þær heilluðu aðra með klæðaburði sfnum, hvort sem þær voru líkt eða ólíkt klæddar. Pað var einkenni gamla Garmans-heimilisins, að allir máttu gera hjerumbil hvað sem þeir vildu — fara, koma, aka í vagni eða ríða — alveg eins og hverjum sýndist. Heimilið var svo stórt, og þangað komu svo margir — ýmist boðsgestir eða skiftavinir, sem var boðið að borða með við miðdegisborðið eða kvöld- verðmn, svo þess gætti ekki mikið þó ein- hvern vantaði. Magðalena varð þvf heldur ekki vör við, að neinn saknaði hennar heima. Frú Garman var altaf jafn sjerlunduð, og Rakel fór mjög oft einförum, og Fanney skýrði það þannig, að það væri af því, »að hún væri búin að fá sjer nýjari skriftaföður«. Konsúllmn einn virtist gefa henni einhvern gaum. Pegar hún kom heim úr þessum kaup- staðar-heimsóknum sinum, sagði hann altaf: »Nei — velkomin heim — stúlka mín! —« og hann klappaði á kollinn á henni. Einn dag, er hún ætlaði að fara að stíga upp í Ijettivagn Fanneyjar, og halda til kaup- staðarins, bar konsúlinn þar að. »Jæja! ætlarðu nú að fara að strjúka frá okkur einu sinni enn?« sagði hann vingjarn- lega, um leið og hann gekk framhjá- Magðalena fjekk svo mikið samviskubit, og hnuggin og stamandi gat hún loks komið því upp: hvort frænda þætti það leiðinlegt, að hún væri að fara þetta inn í kaupstaðinn. »0-0 — sussu nei!« sagði konsúllinn og klappaði henni á kinnina. ^Rú veist, að þú mátt gera hvað sem þig langar til sjálfa — barnið gott!« Þegar Magðalena var k«min upp i vagninn,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.