Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 21
GARMAN & W0R5E. 51 »Við vorum mS líka f trúmálahugleiðingum hjerna,« sagði frú Fanney. »Komið þjer frá Johnsen skólastjóra?* spurði aðstoðarpresturinn; hann var búinn að taka hatt sinn og stóð ferðbúinn. »Jeg fylgdist með honum dálítið á leið til Sandgerðis; hann var víst boðinn þangað,* svaraði amtsskrifarinn. »í dag; strax aftur!« sagði frú Fanney. »Verið þjer sælar, frú! verið þjer sælar — nei; nú megið þjer ekki reyna að telja mjer hughvarf; jeg er búinn að vera hjer lengur en jeg mátti. Verið þjer sælar, ungfrú!* — Magðalena var að koma inn; aðstoðarprestur- inn gekk fáein skref í áttina til hennar, til þess! að taka í hönd henni. En hún hjelt á bolla- bakka, svo hann varð að láta sjer nægja að horfa til hennar með auðmykt og aðdáun. í stiganum var hann að hugsa um það, hvað það væri ólánlegt, að þessi Delphin skyldi alt- af þurfa að verða á vegi hans. Severin Martens var að eðlisfari mjög gæflyndur; en hann gat ekki þolað þennan amtsskrifara. Því hvenær sem hann fór að taka þált í samtalinu, gekk alt andsælis hjá aðstoðarprestinum. Delphin kandidat hafði sjerstakt lag á að hanga í ein- stöku orðum, afskræma alt, sem sagt var og gera það hlægilegt; en það gat sannarlega oft komið manni í vandræði. Aðstoðarpresturinn var heldur ekkert ánægð- ur með Johnsen skólastjóra. Hann var ungur, og virtist vera svo óframfærinn, en hann var nú búinn að sýna það, að hann kunni sannar- lega að koma ár sinni fyrir borð. »Nærri því daglegur gestur í Sandgerði! einmitt það,« tautaði sjera Martens á leiðinni niður götuna. — En uppi í litla salnum hennar frú Fanneyjar var amtsskrifarinn kominn í stað prestsins, og viðræðurnar fengu fljótlega annan blæ. »Blessuðum aðstoðarprestinum geðjaðist ekki að því, að Johnsen skyldi vera á leið til Sand- gerðis,« sagði frú Fanney. »Pað var nú einmitt þessvegna, sem jeg var að segja írá því — írú.« »Ójá - jeg skildi það svo sem. Þjer eruð altaf svo meinlegur! En getur annars nokkur skilið, hvað mín hálærða tengdasystir er að hugsa? Hún Rakel, sem annars er ísköld eins og jökull, hún verður alt í einu svo hlý og alúðleg — já, nærri því meira en góðu hófi gegnir — og það, sem meira er — það er við guðfræðing!* »Tengdasystir yðar virðist þrá svo mikið þetta stóra, sterka,« sagði Delphin. »0 — sei, sei!« sagði frúin. Pað er svo sem ekki mikið í hann spunnið. Pað var reyndar ekki laust við, að jeg væri sjálf hrifin af hon- um í fyrstu. Mjer fanst hann minna mig á |Brand hjá Ibsen, eða eitthvað þvíumlikt. En guð minn góður! Hvað hann er eitthvað þreytandi þegar til lengdar lætur. Hann er vís til að koma með þessar ramalvarlegu setningar, sem hann grýtir inn í samtalið, þegar minst varir.« »Jeg er alþýðumaður! — Jeg tilheyri alþýð- unni,« sagði Delphin, og hermdi eftir skóla- stjóranum. Frú Fanney hló og klappaði saman höndun- um. Magðalena hló Iíka; hún gat ekki annað en hlegið, þegar Delphin sagði eitthvað fyndið. En hún þekti reyndar alvöruna hjá honum líka. Pað var einkum þegar þau voru tvö ein, sem hann var svo hreinskilinn og einlægur við Magðalenu, að henni fór að Iíða vel í návist hans. Hún gat talað við Delphin kandidat um svo margt, sem hún hafði ekki kjark til að nefna á nafn við aðra. Og Fanney sá það líka glögt, þó Magðalena tæki ekki eftir því, að þessi ungi maður hyltist helst til að koma í heimsókn þá dagana, sem Magðalena var í kaupstaðnum. Meðan þau sátu þarna og töluðu fjörugt um alla heima og geima, þá hrópaði frú Fanney alt í einu — hún hafði stöðugt augá á þeim, sem um veginn gengu: »Nei — lítið á Jakob Worse! Hann fer bara fram hjá. Heilsar ekki einu sinni! Hann var að tala við einhvern niðri í garðinum. — Hver skyldi það hafa verið ?« 7«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.