Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Síða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Síða 4
34 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Garman & Worse. Saga eftir Alexander Klelland. v. Pað var borðað uppi á Iofti, í Iitla salnum að norðanverðu, og boðsgestirnir söfnuðust saman í sunnudagastofunum, sem svo voru nefndar, en þær vissu út að garðinum. Frú Garman var altaf í svörtum silkikjól, en í þetta sinn var silkið fremur venju vandað og viðhafnarlegt. Hún hafði verið að hlakka til að fá að neyta í næði óbrotins miðdegisverðar með sjera Martens og nýja skólastjóranum, en nú var von á heilum hóp af veraldlega sinn- uðu fólki. Pessvegna var frú Garman nú í vondu skapi, og jungfrú Cordsen varð að taka á öllum hæfileikum sínum, til að synda milli skers og báru. En henni var það heldur ekk- ert nýnæmi, því frú Garman hafði altaf verið fjarskalega lundstirð kona — sjerstaklega þó á seinni árunum, eftir að »guðræknin var komin til sögunnar« — eins og gárunginn hann Rík- arður frændi komst að orði. Frú Garman stjórnaði í raun og veru engu á heimilinu, því í öllu var svo nákvæmlega fylgt órjúfandi venjum frá dögum gamla kon- súlsins, áð hún hætti brátt að gera nokkrartil- raunir til að koma á breytingum, eftir því sem henni datt í hug. En þegar svo var komið, að hún sá, að hún gat engin áhrif haft á heimilisstjórnina, þá Ijet hún sjer nægja að segja nei við öllu, sem hún fann að aðrir á heimilinu vildu vera láta. Á þenna hátt hjelt hún nokkurskonar neitunarvaldi í málefnum heimilisins; því þó neitun hennar bæri ekki ávalt árangur, þá hafði hún þó fullan rjett til að finnast sjer misboðið, og gat líka oft eftirá þaggað niður í hinum, með því að sýna í svip sínum óverðskuldaðar þjáningar og kristi- legt umburðarlyndi. Hún var einmitt svona á svipinn, meðan hún var að hlusta á hinn hávaxna latínuskólakenn- ara, Aalbom, en hann var að útmála það, hvað uppvaxandi kynslóðin væri farin að verða þrótt- Iaus og lítilsigld. Frú Aalbom sat við glugg- ann, cg Ijest vera að hlýða á konsúlinn, sem var að lýsa því með ítrustu nákvæmni, hvernig hefði verið hagað til í garðinum á dögum afa hans sáluga; en í raun og veru hlustaði hún eingöngu á mann sinn, því hún gat aldrei nógsam- lega dáðst að honum. Frú Aalbom var há vexti, en svo toginleit, að hún sýndist ekkert vera, nema skinnið og beinin. Varirnar voru þunnar og tennurnar stórar og guileitar. Vagninn var enn ókominn innan úr kaup- staðnum, og prestinn vantaði líka. Dóttir hjón- anna — ungfrú Rakel stóð hjá gamla stofu- ofninum og var í fjörugri samræðu við Ríkarð frænda, og einmitt irm leið og hurðin opnað- ist, og sjera Martens kom inn með nýja skóla- stjórann, hló hún svo hátt, að móðir hennar leit mjög alvarlega til hennar. Johnsen kandídat hafði aldrei komið í Sand- gerði áður, og sjera Martens leiddi hann fyrir hvern og einn — fyrst til frúarinnar — og kynti hann. Seinast komu þeir til þeirra, sem stóðu við ofninn. Sendiherraskrifarinn heilsaði mjög hæ- versklega, en ungfrú Rakel sneri sjer varla við, og rendi augunum aðeins sem snöggvast til þessa nýja komumanns, en hjelt áfram samtal- inu við Ríkarð frænda. En sjer til mikillar undrunar varð hún þess áskynja, að þessi nýi gestur hafði numið staðar við hlið hennar. Hún leit bláu augunum sín- um kuldalega upp á við til hans, — því hann var lítið eitt hærri en hún. En þá brá svo undarlega við, að hún gat ékki annað en litið undan, því hann var alt öðruvísi, þessi maður,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.