Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 23
LAUSAVÍSUBÁLKUR. 53 Þótt aðallega sje um tvö atriði að tala, sem heimildarmenn mínir hafa farið rangt með, tel jeg það sjálfsagðan hlut, að leiðrjetta, þótt nokkuð langt sje um liðið. Betra seint en aldrei, í því efni sem öðru. Draumvísan á bls. 191. XI. árg. hefir önnur upptök en þar er sagt. Húsfrú Dýrólína Jónsdóttir á Fagranesi á Reykjaströud hefir skýrt mjer frá, að um miðj- an janúar veturinn 1917, dreymdi hana vísuna þannig: Sunnanvindar senda fjer, sortnar tindakögur. Hnýtir linda senn að sjer sólin yndisfögur. Hún vaknaði við það, að hún var að kveða vísuna, en hvort hún hafði ort vísuna í svefn- inum, eða einhver annar, mundi hún ekki. Einmitt þessa nótt, sem Dýrólínu dreymdi vísuna, var Kristín, sú sem eignaði sjer vísuna síðar, gestkomandi á Fagranesi. Hún heyrði húsfreyju hafa vísuna yfir um morguninn, og ýmsir aðrir lærðu þá vísuna, því Dýrólína fór ekki dult með hana. Dýrólína er einkarvel gefin kona og sannorð, að þeirra dómi er þekkja hana best, og hana hefir efalaust dreymt vísuna. Vel getur verið, að sjálf hafi hún kveðið vísuna í svefninum, því hún er prýðisvel skáld- mælt. Rjett er að geta þess, að áður greindur vetur var snjóþungur svo ódæmum sætti, en fjórum dögum eftir að vísan var kveðin, gerði hlákublota og kom upp jörð á Reykjaströnd. Hvort Kristín hefir sagt Halli bónda Jóhanns- syni (áður misprentað Pálssyni) vísvitandi rangt um rjett tildrög að stöku þessari, læt jeg ósagt. En geta mætti þess til, að hún hefði gleymt vísunni í bili, en í draumi hefði henni skotið uppá yfirborð vökuvitundar hennar. Keimlík dæmi hafa þekst, (Sbr. t. d. Helena Keller Eimreiðin XX. ár, bls. 34—35.) En Dýrólínu hefir dreymt fleiri vfsur en þessa. Sumar þeirra eru svo fallegar, að jeg set hjer tvær þeirra. Dýrólína segir þannig frá: »Nóttina milli þess 23.-24. des. 1917 þóttist jeg vera stödd úti ásamt fleira fólki. Pá var jörðin al- hvít, sá ekki á dökkan díl, og eins fanst mjer vera í draumnum. Og jeg mundi vel eftir, að tiðin var vond. En nú þótti mjer vera glaða sólskin. Pá kvað jeg vísu þessa: Oft þó reynist öfugstreymt út við norðurpólinn, okkur aldrei getur gleymt guð, nje blessuð sóliu. Við það vaknaði jeg, og þess þóttist jeg fullviss, að bráðlega breyttist tíðin til batnaðar.* Fyrir fáum árum dreymdi hana, að hún þótt- ist vera á gangi í einhverju kauptúni. »Mjer þótti,« segir Dýrólína, »jeg hafa sár á höfði. Um sárið var bundið hvítum dúk. Hvernig á sárinu stóð, vissi jeg ekki. Á götunni sá jeg margt fólk, og þar á meðal unglingspiit, sem jeg þekti ekki. Mjer þótti hann hrifsa í unv búðirnar og segja einhver hvefsnisorð um þær. Jeg þóttist þá vita, að honum væri ókunnugt um meiðslið og skeytti þessu ekki. Pá þótti mjer maður ganga fram hjá mjer og mæla fram vísuhelming þennan: »Tökum vægt á hjarta hans sem harmar sárir þvinga.c Jeg þóttist botna óðara: Þar er rituð minning manns á máli hugrenninga.c Dýrólína hetir látið það í ljósi, að sjer mundi ekki hafa tekist að botna svona vel vakandi. Ekkert veit jeg samt um það. En hitt má fult- yrða, að ekki hefði öllum hagyrðingum tekist éins vel í vöku sem henni í svefni. Og þó dettur víst fáum í hug að gera neinar kröfur til mannsins í svefni, hvorki um skáldskap nje annað. í þessu sambandi minnist jeg þess, að Jón bónda Jóhannesson (nú í Vík) dreymdi eitt sinn, þegar hann bjó á Áuðnum, að hann þóttist sjá þrjá menn ríðandi á suðvesturloftinu, og hverfa í þokuhnoðrum, er svifu um himininn. Petta sá hann svo glögt, að hann hefir lýst fyrir mjer útliti mannanna, lit hestanna og gerð reiðtýgj- anna. En út í þá sálma skal ekki farið hjer. Pá þóttist hann vakna og undrast stórlega yfip sýninni.' Pá þykist hann sofna aftur. Haiin heyrir þá að sagt er með sterkri karlmanns- rödd: »Pú undrar þig á því, að sjá menn og hesta í lausu lofti, en vita máttu: Að náttúran er auðug af öflum geisisterkum, sem menn vita ekkert af ofar þeirra verkum.* Við þetta vaknaði Jón. Og gera má ráð fyrir, að það sje alveg satt, að heimurinn sje »auð- ugur af geisisterkum öflum, sem mennirnir viti ekkert af*. Jón hefir dreymt margar vísur, þessa t. d. ekki löngu fyrir ófriðinn mikla: »Ogn að ber, of saltan sjá sveipivindur þylur. Fjöll og hverir ýfast á eins og skyndibylur,«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.