Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 24
54 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Hjer er það býsna merkilegt, að afarfágæt orð, sem »sveipivindur* og »skyndibylur«, komast úr draumvitund Jóns í vökuminni hans. Orð, sem hann fullyrðir, að hann hafi aldrei sjeð eða heyrt. Og orðin eru bæði falleg og við- feldin og vel skiljanleg. Jón er skýr að öllu og athugull vel, orðheppinn að vísu, en eng- inn nýgerfingasmiður í vöku. Óneitanlega er það freistandi að dvelja dá- lítið Iengur á draumljóðasviðinu, en hjer verð- ur þó staðar að nema í því efni. Ólína sú, er getið er um á bls. 190, er Jónasdóttir (ekki Jónsdóttir) og dótturdóttir Guðrúnar Hallsdóttur í Litladai. Ólína hefir ort töluvert af lausavísum, en farið dult með, eins og sumir þeir, er best kveða. Fyrir nokkru var hún til heimilis í Vík í Sæmundarhlíð. Frá þeim tíma er þessi vísa: Jeg í steini bundin bý á bási meinaþröngum. Geisla hreina á þó í andans leynigöngum. Æfi hennar er viðburðafá, eins og flestra al- þýðukvenna, og henni er því tamast að yrkja um jafnhversdagslega hluti eins og vorið og veðrið, vetur og vonbrigði. En hún getur fljettað haglega saman Ijett ferskeytlurím og fagurt efni. Um vorleysinguna kveður hún svona: Sigri hrósa fossaföli fram við ósarætur. Vill sjer kjósa völdin öll vor með ljósar nætur. Og því, sem hún horfir á, lýsir hún svona blátt áfrani: Eygló bræðir brattan snjá. Brýst um svæðið alda ofan hæðum fjalla frá í faðminn græðis kalda. Og bjartar vonir vakna með nýju vori og böl og kuldi vetrarins bráðnar eins og mjöll á vordegi: Von í barmi byltir sjer bæld á harmadögum. Rósin varma vikna fer vors í armalögum. Vetrar gleymast voðamein vor er geiminn málar, minning sveimar eftir ein inst í heimi sálar. En vorið og sumarið líður, og á haustin visna og frjósa blómin eins og vonirnar i lífinu stundum; Drynur ós í dimmri hríð, degi Ijósum hallar. Visna’ og frjósa í vetrartíð vona rósir allar. Sumar af stökum þessum áttu að standa næst á eftir vísunni: »Sólin málar leiðir lands«, en fjellu þá úr af vangá minni. Hestlýsingin sem eignuð er Jóni Asgeirs syni á Pingeyrum (sjá bls. 144) er eftir Sigur- björn Jóhannsson á Fótaskinni. Stuttu eftir, að jeg sendi þær vísur til birtingar, barst mjer í hendur kvæðabók Sigurbjörns, og geta menn lesið vísurnar á bls. 192—193. Karl Kristjánsson í Rauf á Tjörnesi hefir skrifað mjer tildrög vísnanna á þessa leið: »Vísurnar eru ortar fyrir Sigurjón Jónsson, er var bóndi á Einarsstöðum í Reykjadal. Ætl- aði Sigurjón að biðja inann að kaupa fyrir sig hest vestur í sýslunni (Skagafj. eða Húnavatns- sýslu), og bað Sigurbjörn að setja þau einkenni, er klárinn átti að hafa, í bundið mál. Sigur- björn orti þá kvæðið: »Lýsing á hesti«, sjá Ljóðmæli hans eins og áður er vísað til. Vís- urnar eru sjö alls, og vegna þess, að þær tvær, sem birtar voru í »N. Kv.«, hafa mis- prentast, tek jeg þær upp hjer: Stutt með bak og breitt að sjá, brúnir svakalegar. Augu vakin, eyru smá, einatt hrakin til og frá. Leggjanettur, liðasver, Iag sje rjett á hófum: Harður, sljettur, kúptur hver. — Kjóstu þetta handa mjer.« Tveimur heimildarmönnum mínum ber sam- an um fyrri frásögnina, og annars heyrði jeg ekki getið þá, en vísurnar væru alment eign- aðar Jóni Ásgeirssyni. Enda allsennilegt, því Jón var skáldmæltur vel og hestamaður ágæt- ur. En einmitt lík dæmi þessu eru afaralgeng, að tveimur eða fleirum er eignuð sama vísan, jafnvel þótt stutt sje frá því að hún var ort. Vísan »Slær til heljar angurseld« (sjá bls. 144) er t. d. eignuð fjórum, svo mjer sje kunnugt, og geta þó fleiri verið um boðið. Annars langar mig til að bæta hjer við fá- einum hestavísum eftir langafa minn, Pjetur Bjarnason á Vatnsleysu. Vona jeg að lesendur N.Kv. styggist ekki við, þótt minst sje á »þarf- asta þjóninn* lítið eitt í bundnu máli. Pjetur var orðlagður hestamaður, og gæðing- um hans var viðbrugðið fyrir fjör og fegurð. En á fjöi licstiuu liítfði Pjetur taunihaldið inanna

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.