Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 13
GARMAN & WORSE. 43 voru nýlega byrjaðir, og voru því ekki nema rjett orðnir góðglaðir. Marinó hrópaði glaðlega, eins og til að dylja samviskubitið: »Gott kvöld, afi minn! Gott kvöld, Maríanna! — komið þið — viljið þið ekki fá ykkur dálitla dregg af öli.« Pjettur reykurinn úr nýkveiktum tóbakspíp- unum Iá yfir borðinu, og þjettist utan um Iitla olíulampann, kúpulslausa. Á borðinu var tó- bak, eldspýtur, glös og hálftæmdar flöskur, og á bekknum stóðu fáeinar fullar, og biðu ör- laga sinna. Tom Robson, sem sat gegnt dyrunum, lyfti upp glasinu — stóra ölkollan hans sjálfs stóð hjá Marinó vini hans — og hann lagði hönd- ina á brjóstið og söng: »0 my darling! — mærin mín! Maríanna góð og fín.« Retta var ljóð, sem hann hafði sjálfur samið til heiðurs Maríönnu, en til gremju prentara- sveininum, sem sat í horninu, við hlið hans. Gustaf Óskar Karl Jóhann Torpander var að því leyti einkennilegur Svíi, að hann drakk aldrei. En annars átti hann nóg af þessari hóflausu kurteisi, öllum þessum frönsku láta- Iátum, sem venjulega fylgja þessum alræmdu, sænsku lausagosum. Hann hafði staðið upp, þegar hann sá Maríönnu og hneigði sig djúpt, og svona stóð hann, ypti öxlunum — vinstri öxlin lyftist hærra en hin, höfðinu sneri hann á ská og hann horfði án afláts á ungu stúlk- una. Þegar Tom Robson fór að kyrja Ijóðið sitt, hristi Svíinn höfuðið og brosti meðaumkv- unarlega til Maríönnu, eins og til þess að sýna, að honum þætti leitt, að þau skyldu hittast í svona slæmum fjelagsskap. Sá fjórði í hópnum sneri bakinu í dyrnar og hreyfði sig ekki, því hann var heyrnarlaus. En þegar hann tók eftir því, að Sviinn stóð svona boginn, þá sneri hann sjer við til hálfs og kinkaði kolli letilega. Nafn þessa manns var næstum því horfið úr minnum manna, því viðurnefni, sem hon- um hafði verið gefið, var orðið svo fast við hann. Allir kunningjar hans kölluðu hann nefni- lega »veggjalúsina«, og þegar heldra fólkvarð að minnast á hann, sagði það annaðhvort »veggjatrítlan*, eða þá »hann — sem þjer þekkið! — veggja — hum — hum — fyrir- gefið þjer!« Veggjalús'in lifði á því, að sitja í hálfdimmu skoti á amtmannsskrifstofunni, og annaðhvort var hann sofandi, eða hann var að binda utan um bögla og skjöl. En það var ómögulegt án hans að vera, því hann var sjerfræðingur í því, að vita um hvert einasta blað — hverju nafni sem nefndist, sem snert hafði verið á amtmanns-skrifstofunni síðasta aldarfjórðunginn. Hann gat staðið á miðju gólfi og bent í hill- urnar, sem lágu eftir veggjunum alt í kring, og hann gat sagt — án þess að hugsa sig um, hvað var í hverri hillu og hvað vantaði. F*ess- vegna fylgdi hann skrifstofunni, eins og dýr- mætt áhald, frá einutn amtmanninum til annars, og eftir því, sem hann varð fróðari í sinni grein, sá hann um að krefjast hærri launa, svo að hann gæti áhyggjulaust gefið sig á vald tveimur ástríðum, — að drekka öl, og að lesa skáldsögur að nóttunni. Maríanna gekk hratt gegnum stofuna. Hún flutti stól afa síns að eldhúsdyrunum og leit til hans; hann skildi, og gaf það til kynna> með því að kinka kolli. Síðan bauð hún gamla manninum góða nótt og hvarf fram í eldhúsið, þaðan lá þröngur og dimmur stigi upp á Ioftið, en þar var herbergi hennar. Maríanna lokaði að sjer og fór að hátta. Á hverju kvöldi var hún svo yfirkomin af þreytu, að hún gat varla haldið sjer uppi, meðan hún var að afklæða sig, og steinsofnaði, jafnskjótt og hún lagðist út af. Niðri heyrðist hávaðinn í karlmönnunum, og blandaðist saman við drauma hennar, en hún svaf fast og dúralaust. Á morgna.na varð hún þess vör, að henni hafði hitnað um nóttina, því bæði hárið og koddinn var blautt, hún fann kuldahroll læsa sig niður eftir öllu baki og var ennþá þreyttari, en þeg- ar hún fór að sofa. ó'

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.