Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 18
48 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. fanst henni að hún væri heimskari en allir aðrir í veröldinni. Hvernig í ósköpunum gat henni dottið það í hug, að nokkur hjerna á heimil- inu skifti sjer af því, hvort hún væri hjer eða þar? Hún væri líklega frekar til óþæginda. Hún iðraðist eftir að hafa hagað sjer svona heimskulega, og þegar hún kom til Sandgerðis daginn eftir, þá klappaði frændi hennar ekki á kollinn á henni. Yfirleitt skildi hún ekki neitt í þessu nýja umhverfi; alt hafði snúist á annan veg en hún hafði búist við. Regar hún skildi við Pjetur þolinmóða, hafði hvorugt þeirra sagt margt; en þegar hann gekk niður Brattanesbrekkuna> hafði hún staðið kyr og horft á eftir honum. Pá hjet hún því með sjálfri sjer, að halda trygð við hann, hvað sem hver segði í kaup- staðnum — og hún vissi, að þar mundu allir verða henni andvígir. En hún rendi augunum út yfir hafið, og fanst hún vera svo heilbrigð og sterk, og hún fann hjá sjer bæði hugrekki og þrótt til að heyja baráttuna fyrir æskuást sína. En þá þurfti þetta að fara svona, að það varð alls engin barátta. Hún var svo sannfærð um það, að orðróm urinn um samband hennar og Pjeturs þolin- móða væri kominn til Sandgerðis, því hún vissi, að svo mikið var um það talað manna í milli, hvað hún lifði frjálsu og fjörugu lífi úti við á Brattanesi; og fyrst framan af gaf hún nánar gætur að öllu, sem sagt var, hvort ekki mætti finna eitthvað, sem benti í þessa átt. Það var fastur ásetningur hennar, að kann- ast strax við það, að svona væri það nú einu sinni; hann væri bara rjettur og sljetur bóndi og fiskimaður, og henni — Magðalenu Gar- man — þætti vænt um hann. En hún gat ekki fundið allra minstu bend- ingu í neinu, sem sagt var; hún gat ekki einu sinni komist að því, hvort fólkið vissi nokkurn skapaðan hlut. Það var aldrei minst á fortíð hennar öðruvísi, en eins og hún hefði að sjálf- sögðu altaf hagað sjer eins og ungfrú Garman var samboðið. Annað virtist þessu fólki ekki geta dottið í hug, og það var þetta, sem gerði hana alveg ráðalausa. Frú Fanney hje t heimili sínu í frábærri reglu, og þar var mjög m'kið í alt borið. Þar var hvorki gamalt mahogny nje hrosshársábreiður, alt var nýtt og skreytt eins og föng voru á. Öll húsgögnin voru frá Hamborg, úr valhnotu- trje, útskorin og klædd með flosi. Fyrir dyr- unum hjengu þykk dyratjöld; í öllum hornum og framan við gluggana stóðu blómborð og á þeim fallegar blaðajurtir, og á miðju gólfi, kringum borðið, var raðað fjöldamörgum hæg- indastólum, með mjúkum, ísaumuðum setum. íbúðin var ekki stór, en þegar allar dyr stóðu opnar, var það skrautleg sjón, að horfa i gegnum herbergin, alsett húsgögnum og dýr- mætum skartgripum, málverkum, gólfdúkum frá Bryssel, og síðast en ekki síst stóreflis spegl- um í gyltum römmum. í Sandgerði var altaf eitthvað svo eintrján- ingslegt í stóru stofunum, þar sem húsgögnin stóðu öll fram með veggjunum, þar varð Magðalenu það ósjálfrátt, að ganga hægt, og langa til að tylla sjer einhversstaðar úti í horni. Hjá frú Fanneyju var eins og fellingatjöldin og mjúku húsgögnin þrengdu sjer að henni, og þar voru svo margir hægindastólar, að hún vissi aldrei, hvar hún ætti helst að setjast. Það leit jafnvel út fyrir, að sjálfum húsbónd- anum fyndist ekki nógu rúmt um sig í sínum eigin stofum. Það var ekkert rúm fyrir svo feitan mann. En frú Fanney tók ekki hið minsta tillit til hans; og hann var að lokum farinn að sætta sig við alt — hann var svo makráður, og vildi auk þess helst ganga sínar eigin götur. Það var alment sagt um Martein Garman, að hann væri einstaklega gæfur maður, en þó dálítið erfitt að átta sig á honum. Þeir, sem ætluðu að eiga einhver skifti við hann, urðu að fara gætilega. Eitt einasta orð gat alt í einu eyðilagt att samkomulag, og ef hann var einu sinni orðinn einhverjum andvígur, var engin leið að milda hann aftur. Allir eldri menn

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.