Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 7
GARMAN & WORSE. 37 henni það oftar en einu sinni, að senda honum hlýlegt augnaráð. Rví henni fanst ekki nógu mikið til um þá sessunauta sína, hvorki Worse, sem sat við hægri hlið hennar, eða Delphin, sem sat vinstra megin. Jakob Worse ljet ávalt sem hann gæfi henni engan gaum — en sýndi henni þó til- hlýðilega hæversku; og þó Delphin væri heill- aður og ástfanginn, þá fanst henni ekki mikið til um það. Rað voru örlög, sem allir skrif- arar föður hennar — undantekningarlaust — höfðu orðið að sæta, eftir að hún var orðin gjafvaxta. Johnsen kandfdat komst nú fyrir alvöru inn í samræðuna. Delphin var í fyrstu nokkuð þóttalegur í orði við hann; en eftir að hann hafði fengið nokkur alvarleg andsvör, lagði hann niður hníflana og varð hinn alúðlegasti. Kennarinn var aftur á móti ekki eins fljótur að snúa við blaðinu. Honum gramdist, að amtsskrifarinn skyldi ekki ganga í gildruna, og nú ætlaði hann að ná sjer niðri á hinum, nýja gestinum. Með hálfgerðri lotningu, en þó ertnislegur í málrómnum, eins og mörgum hættir við að vera, þegar þéir tala við unga guðíræðinga, sneri hann sjer nú að skólastjóranum. Aalbom kennari var enn öruggari í árás sinni fyrir það, að hann vissi hve Garmansbræðurnir voru frá- bitnir guðfræðingunum, og frúin var í inni- Iegum samræðum við sessunaut sinn, sjera Martens — við hinn enda borðsins. »Þjer gjörið yður líklega vonir um ríkulega uppskeru hjerna, innanum þennan trúmála- glundroða, sem hjer er? — Herra Johnsen,« — sagði Aalbom og glotti til hinna. »Uppskeru?« spurði Johnsen stuttlega. »— Eða fiskidrátt —jeg veit ekki í hvaða mynd og líkingu þjer viljið helst líta á embættisskyldu yðar,« — sagði kennarinn hranalega. »Embættisskylda mín er sem stendur hin sama og yðar, herra kennari: að segja börnum til, og mjer þykir vænst um að líta beint og blátt áfram á viðfangsefni mitt — án þess að nota nokkura mynd eða likingu,* — Ungi guð- fræðingurinn svaraði stillilega; en það var samt einhver þungi í röddinni, sem kveikti í kenn- aranum fyrir alvöru. Frú Fanney og amtsskrifarinn gátu ekki stilt sig um að hlægja ofurlítið hvort framan í annað, en frú Aalbom tautaði fyrir munni sjer: »En að geta svarað öðrum eins manni og Aalbom svonal* En konsúllinn sneri nú samræðunni að frið- samlegra efni, með því að fara að spyrja John- sen um ýmislegt viðvíkjandi barnaskólanum. Garman konsúll hafði í mörg ár verið formað- ur í skólanefndinni; því þó Sandgerði lægi talsverðan spöl frá kaupstaðnum sjálfum, þá voru kaupstaðartakmörkin færð það út, að Sand- gerðistorfan varð innan þeirra. Rakel þótti vænt um hve stutt og einarðlega sessunautur hennar svaraði athugasemdum kon- súlsins. Sjerstaklega fjell henni það vel í geð, að nýi skólastjórinn heimtaði ákveðið ýmsar breytingar og aukin útgjöld til skólans, sem konsúlnum fanst óþarfi og altof dýrt. Hún hafði sjaldan hitt mann, sem sýndi meiri þrótt og starfslöngun, en þessi ungi guð- fræðingur. Og hvert sinn, sem hann sagði, rólegur og einbeittur: aRetta veiður að gera, og það skal lika verða gert« — eða eitthvað þessu líkt, þá leit hún með hálfgerðri lítiis- virðingu til Delphins amtsskrifara, sem var nú ekki að hugsa um neitt annað en það, að kenna frú Fanneyju einhvern leik með flöskutappa og tveim göflum. En þegar henni varð litið á Jakob Worse, varð hún hálf ögrandi á svip- inn, en hann virtist alls ekkert taka eftir því, því hann hjelt áfram að tala við jungfrú Cordsen, ýmist mjög einlægnislega eða í spaugi. Alt frá því er jakob Worse fór að verða stöðugur gestur í Sandgerði, hafði hann kom- ist í einhverskonar vinfengi við þessa gömlu konu. Hún var að jafnaði þur í viðmóti og fálát, en hann hafði alveg sjerstakt lag á að koma henni til, svo að hún sagði honum miklu meira en nokkrum öðrum. Kennarinn var í svo illu skapi og utan við sig, að hann borðaði næstum því allar rauðu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.