Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 6
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. á skrifstofu tengdaföður síns, þegar stóri vagn- inn kom til að safna saman boðsgestum; Ja- kob Worse höfðu þau aftur á móti hitt, þeg- ar þau voru komin upp í vagninn, og það var eiginlega frú Fanney, sern hafði kallað til hans. Jakob Worse var ekkert sjerlega mikill vin- ur Marteins, þó þeir hefðu verið leikbræður í uppvextinum. Aftur á móti var Garman kon- súll mjög vingjarnlegur við Worse, og ein- stöku menn hjeldu jafnvel að konsúllinn hefði ekkert á móti því, að fá Worsenafnið inn í verslunina aftur — t. d. með giftingu. En allir, sem kunnugir voru, þóttust þess þó fullvissir, að af því mundi aldrei verða. Ungfrú Rakel hafði engar mætur á Jakob Worse, og í augum frú Garmans var hann blátt áfram andstyggilegur, eftir að sjera Mar- tens hafði sagt henni það í trúnaði, að hann væri trúleysingi. Konsúllinn leiddi frú Aalbom til borðs, því hún var elst af konunum; Georg Delpin hafði verið svo heppinn að ná í frú Fanneyju, en Rakel sneri sjer að sendiherraskrifaranum og ságði: »Fyrirgefðu, frændi! — í þetta sinn verð- urðu víst að sjá af mjer handa nýja gestinum okkar, Herra kandídat Johnsen — viljið þjer leiða mig til borðs?« Hann rjetti henni arminn blátt áfram og kurteislega, og gekk inn í borðsalinn með hinu fólkinu. »Hver þremillinn er nú á seyði hjá Rakel?* — hvíslaði Marteinn að Worse. — »Húnsem aldrei getur liðið þessa guðfræðinga hennar mömmu:« Jakob Worse svaraði engu, en tók sjer sinn ákveðna sessunaut við borðið, jungfrú Cord- sen. En Gabríel krækti í Iaumi frá sér bæði vestisspennunni og buxnaspennunni, því hann vissi hvað í vændum var. Rað var heldur ekkert erfitt að geta sjer þess til, fyrir þann, sem kunnugur var gestaboðun- um í Sandgerði. Fyrst var borin fram kjöt- súpa með gulrófum og kjötsnúðum, því næst svínsflesk og grísasteik með grænmeti; þá kom lambasteik og kálfasteik með blómkáli og rauð- um rófum, og loks kranskaka og vanillebúð- ingur. í fyrstu voru það einkum kennarinn og Delphin, sem skiftust orðum á við innri enda borðsins. Reir voru báðir af Austurlandi, og kennarinn reyndi eins og hann gat að fá hinn til að segja eitthvað misjafnt um Vesturlandið og íbúana þar. Hann vissi að hvorki konsúll- inn eða sendiherraskrifarinn gátu þolað það; og Aalbom kennara var heldur í nöp við alla nýja menn, sem komust inn á Garmansheimilið. En amtsskrifarinn ljet ekki leika á sig — hvort sem það var nú af því, að hann fann hvert stefndi, eða honum var í rauninni alvara með alt, sem hann sagði. Pað var ekki hægt að fá hann ofan af því, að náttúran í þessum landshluta væri mjög aðlaðandi, og honum geðjaðist einstaklega vel að því fólki, sem hann hafði kynst þar til þessa. Sendiherraskrifaranum var ávalt ætlað sæti við hornið, vinstra megin við konsúlinn, sem sat einn fyrir enda borðsins. Ríkarður laut áfram — framhjá kennaranum og Rakel, sem sátu næst honum — og beindi glasi sínu til nýja skóla- stjórans: »Herra Johnsen! Fyrst þjer eruð á sama máli og Delphin amtsskrifari um lands- lagið hjerna, þá vona jeg að þjer fellið yður ekki síður við fólkið. — Yðar skál, herra skólastjóril* Konsúllinn leit dálitið undrandi til bróður síns; það kom sjaldan fyrir að sendiherraskrif- arinn gæfi nokkurn gaum að ungum mönnum, sem komu á heimilið — síst af öllu ef það voru guðfræðingar. ^Já — sannaðu til —« hvíslaði Ríkarður, »hann er hreint ekki svo grænn þessi.« Frú Fanney tók líka eftir þeirri athygli, er menn sýndu þessum nýja guðfræðingi, sem sat skáhalt á móti henni við borðið. Hún Ieit glampandi augunum sínum sem snöggvast til hans og henni geðjaðist hann vel. Hann var ekki eins glæsilegur ásýndum og Delphin og ekki e»ns fríður og Worse, en samt var&

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.