Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 25
LAUSAVÍSUBALKUR. 55 best. Má segja að hann Ijeki tvær listir í senn, að stjórna reiðhestinum og knýja gígju sína svo meistaralega, að fjörsprettar gæðingsins duna í hendingum ríms og stuðla. Um hryssu, sem Álka var nefnd, kvað Pjet- ur þetta: Fer á bálka frosna lands frek þó hálka sýnist, skeiðar Álka oft án stans; axlarbjálka lýir manns. Aðra hryssu átti hann, kölluð Fífa, orðlagt skeiðhross, og um hana kvað hann meðal annars: Fífa er kná, það frjettast má um frón, og þrá við reiðarstjá. Höldar sjá að hún er grá, hennar gljáir skrokkinn á. Hún er fljót með fleinabrjót, færir grjót úr Yggjarsnót. Skarpt ber fót, og rispar rót, rög ei hót við vegamót. Og þessi glymjandi skeiðvísa er um Fífu: Er hjá mengi’ í góðu gengi grjót þó sprengi jörðu frá. Fjörug lengi fer með drengi fils- um -engið skeiði á. Þorkell á Svaðastöðum, faðir Jóns og þeirra systkyna, átti hest er Hörður hjet. Um Hörð kvað Pjetur (mælti af munni fram): Hörður var hjer í ferðum, harðgerður, snekkja jarðar, burðastór blakkur forðum beygði háls, fætur teygði. Skeiðaði skarpt á leiðum, skriðharður, vel þótt hjarði. Foldarnegg færði ’úr moldu fljótur með hófaróti. Myndin er svo skýr, að í huganum sjáum v'ð skeiðhestinn teygja sig á sprettinum, og Þyrla til grjótinu í götunni. »BleikkolIa« var ein eftirlætishryssa Pjeturs. Uennar mintist hann svona: Hún Bleikkolla, hrossið holla hörð í solla kappreiðum; baugs með þolla um þakið polla þreytir skolla’ á eltingum. Og um hest, er Bessi var nefndur, kastaði Pjetur fram þessari stöku. Sat á essi, sem hjet Bessi, seggurinn hressi það jeg Ies, í hægum sessi kyr, þó hvessi. Hver var þessi Jóhannes? Þetta tek jeg sem sýnishorn af hestavísum en eitt aðaleinkennið á öllum þeim vísna- grúa, sem hann orti er einmitt dýrleiki rímsins, hendingasamræmið, eins og sjest t. d. í Fífu-vísum. Rjett er að taka það fram hjer, að vísan »Bændur svína brúka sið,« (bls. 145) er ýms- um eignuð, og eftir þeim bestu upplýsingum, sem jeg hefi náð í, mun Þrúður ekkert eiga í henni. En öllum þeim söguni, sem jeg hefi heyrt, ber saman um, að hún sje svar við fyrri vísunni: »Ketil velgja konurnarc. Sú vísa er og ýmsum talin til eignar (sbr. t. d. Óðinn XII. árg. bls 95 — 96, sem eignar hana tveimur konum), en fremur er það ólíklegt, að Pálmi kunni ekki rjett skyn um tildrög hennar, sem var nákunnugur Hans. Jafnsmellið »bragar- bragð« gat auðvitað borist með vermönnum, er sóttu að norðan árlegaí aflabestu fiskiverin, bæði á Sand og víðar. Verður ekki fjölyrt frekar um það. í Skírni (árg. 1915, bls. 310) tilfærir Einar S. Sæmundsson í erindi sínu: »Alþýðukveð- skapur«, nokkrar vísur, sem hann veit ekki hverjir ort hafa. Þar á meðal er þessi hljóm- fagra gleðivísa: »Lyngs við byng á grænni grund glingra’ eg og syng við stútinn. Pvinga jeg slingan hófahund hringinn í kringum Strútinn.c Emil bóndi Petersen á Qili í Öxnadal hefir sagt mjer nýlega frá höfundi vísunnar þannig: »Jeg (d: Emil) var um árið 1892 á Lang- holti í Borgarfirði hjá Halldóri Daníelssyni bónda þar. Halldór kendi mjer þá vísuna, og sagðist hann hafa lært vísuna ungur. Pá var Halldór vinnumaður á Fróðastöðum í Hvílársíðu, en um sama leyti var Sigurður nokkur Eiríksson vinnumaður í Kalmanstungu, gáfumaður og skáldmæltur, Sigurður gætti Iamb- fjár á vorin, var smölunin erfið, því fjeð leit- aði fast á fjöll. í einni þeirri smalaferð sinni orti Sig. vísuna og kendi Halldóri hanasíðar.* Emil bætti því við, að á efri árum sínum hefði Sigurður flutst til Reykjavikur, og ort þá tals- vert af sálmum, sem prentaðir hefðu verið í »Herópinu«, blaði Hjálpræðishersins. Læt jeg þessa getið hjer, þótt ekki hafi jeg haft tæki- færi að leita þann kveðskap uppi. Sálmar hans geta vel verið prýðis fallegir, en jeg giska á, að vísan sje ennþá fallegri, enda mun hún seint gleymast og halda nafni Sigurðar á lofti. Svona Ijómandi perlur »hins bundna máls«, koma stundum frá íslensku smölunum, sem eiga fátt annað en fáeina dropa af hinu »dýra víni Óðins.« — Enga ástæðu hefi jeg til að efa frásögn Em- ils. Hann er vel fróður á ýmsan alþýðukveð- skap, og skemtir mörgum með honum. Sjálfur

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.