Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 26.07.2013, Blaðsíða 2
Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100% Við erum alla jafna með tvo til þrjá sigmenn og það verð- ur nú að segjast eins og er að þeir eru allir sérstakar mann- gerðir og mjög rólegir.  GluGGaþvottur KönGulóarmenn utan á Glerhýsum Rólyndismenn með stáltaugar Síðustu daga hafa vegfarendur í Borgartúni veitt manni athygli sem hangir utan á glerturninum sem stendur við götuna. Maðurinn sinnir því sem kalla má eilífðarverk, að þrífa seltu og önnur óhreinindi af gluggum turnsins. Hann er að prófa sig áfram með þá aðferð að hanga í vír við iðju sína en þessi aðferð mun vera um margt þægilegri en að þrífa glugga í körfu. G luggaþvottamaðurinn sem hangið hefur utan á glerturninum í Borgar-túni undanfarið hefur vakið mikla at- hygli vegfarenda og ófáir hafa smellt af honum mynd og sett á Facebook-síður sínar, oftar en ekki undir þeim formerkjum að þeir hafi rekist á Köngulóarmanninn í Borgartúninu. Bjarki Þorsteinsson er einn eigenda AÞ- Þrifa sem sinnir gluggahreinsun í Borgartúni og víðar. Hann segir það vissulega ekki fyrir hvern sem er að stunda gluggaþvott í háloftun- um og til starfans veljist ákveðnar manngerðir. „Við erum alla jafna með tvo til þrjá sigmenn og það verður nú að segjast eins og er að þeir eru allir sérstakar manngerðir og mjög rólegir,“ segir Bjarki í léttum tón. „Þetta eru pollrólegir gæjar, bæði þeir íslensku og pólsku sem eru í þessu hjá okkur.“ Gluggaþvotta- mennirnir eru hæglátir ofurhugar sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna og munar lítið um að dingla sér með sköfurnar í háloftunum. Bjarki hefur sjálfur þrifið glugga úr körfu en hefur ekki prófað að þrífa gler í vírnum en segir þessa aðferð reynast vel. „Þetta er ákveðin leið sem við erum að prófa en við losnum með þessu við alls konar vesen sem fylgir körfunum.“ En er ekki eilífðarverkefni að halda gler- hýsunum hreinum, að maður tali ekki um í Borgartúninu þar sem vindurinn stendur á turninn frá hafinu? „Það mætti alveg segja að það þyrfti að byrja aftur á fyrsta glugganum um leið og sá síðasti er kláraður. Vinnan við turninn í Borgartúni tekur tvær til þrjár vikur eftir því hversu margir koma að þessu.“ Bjarki segir meira en nóg að gera í glugga- þvottinum enda góður slatti ef gleri sem teygir sig til himins á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru auðvitað turnarnir í Kópavogi og Borgar- túni, Grand Hótel og svo Harpa en sú hlið hennar sem snýr út að sjó tekur á sig mikla seltu og hana er ekki hægt að þrífa öðruvísi en hangandi í vírnum. Það er ekki nokkur leið að komast að henni með öðru móti.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Köngulóarmaðurinn í Borgartúni að störfum. Hann er rólyndismaður sem kippir sér ekki upp við margt og eins og gefur að skilja er hann alveg laus við lofthræðslu. Mynd Hari Góðgerðaruppboðið stendur til sunnudags Uppboð á vélhjóli sem hófst síðastliðinn föstudag til styrktar Sunnu Valdísi Sig- urðardóttur og AHC-samtökunum stendur til næstkomandi sunnudags, 28. júlí. Sunna Valdis er sjö ára gömul og er eini AHC- sjúklingurinn á Íslandi en sjúkdómurinn er sjaldgæfur taugasjúkdómur. Fólk sem þjáist af AHC fær köst sem einkennast af lömun í annarri eða báðum hliðum líkamans. Fylgifiskar sjúkdómsins eru krampaköst, augntif, mikil þroskaskerðing, athyglisbrestur og fleira. Það er www.bilauppbod.is sem heldur utan um uppboðið. Allt andvirði þess rennur í rannsóknarsjóð AHC-samtakanna. Vélhjólið er af gerðinni Victory VC92 Sport Cruiser 1500cc, árgerð 2001 og ekið 1500 mílur. Það var flutt inn árið 2006. Í gær var hæsta boð 677.000 krónur sem er undir lágmarksuppboði – svo betur má ef duga skal. - jh Atvinnuleysi 6,4 prósent í júní Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofu Íslands voru í júní 2013 að jafnaði 191.000 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 178.700 starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 84,3%, hlutfall starfandi 78,9% og atvinnu- leysi var 6,4%. Atvinnuleysi hefur aukist um 1,2 prósentustig frá því í júní 2012 en þá var atvinnuleysi 5,3%. Atvinnuleysi í júní 2013 var 6,7% á meðal karla miðað við 5% í júní 2012 og meðal kvenna var það 6,1% miðað við 5,6% í júní 2012. -jh 170 hlutafélög nýskráð Nýskráð einkahlutafélög í júní voru 170, til samanburðar við 185 í júní 2012. Nýskráningar voru flestar í heild- og smá- söluverslun, viðgerðir á ökutækjum. Fyrstu 6 mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.023, en það er 11% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 922 fyrirtæki voru skráð, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Þá voru 70 fyrirtæki tekin til gjald- þrotaskipta í júní, flest í heild- og smá- söluverslun. -jh Fjölgun slysa vegna vinstri beygju Yfir sumarið fjölgar jafnan slysum þar sem ökumaður hyggst beygja til vinstri út af aðalvegi í dreifbýli eða aðalgötu í þéttbýli og á sama tíma ætlar sá sem á eftir kemur að taka fram úr. Oft verða harðir árekstrar við þessar aðstæður, að því er fram kemur á vef Vátrygg- ingafélags Íslands. Með öllu er óheimilt að aka fram úr á gatnamótum en ekki liggur alltaf ljóst fyrir hvort um gatnamót sé að ræða við heimkeyrslur að sveitabæjum, útsýnisstöllum og slíkum stöðum. Á vis. is kemur jafnframt fram að fjöldi slíkra mála hafi farið fyrir Tjónanefnd vátrygginga- félaganna og sum áfram til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem dregið hefur skýra línu í málum sem þessum og skiptist sökin þannig að 2/3 hlutar hennar eru lagðir á þann sem beygir til vinstri þegar miðlína er fullbrotin en þegar miðlína er hálfbrotin snýst það við og 2/3 hlutar sakar eru lagðir á þann sem ekur fram úr. Sé línan heil ber sá sem fram úr ekur alla sökina. Vélhjólið sem stendur til boða á www. bilauppbod.is – til styrktar Sunnu Val- dísi Sigurðardóttur.  sKattar álaGninGarsKrá ríKissKattstjóra löGð fram Magnús Kristinsson skattakóngur ársins Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmanna- eyjum, er skattakóngur Íslands í ár. Magnús greiddi mest allra í tekju- og auðlegðarskatt sam- kvæmt Ríkisskattstjóra, 189,6 milljónir króna. Magnús seldi útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin á síðasta ári. Útgerðarmenn tylla sér í þrjú efstu sæti listans yfir þá sem hæst greiddu. Kristján Vilhelmsson hjá Samherja er í öðru sæti með 152,3 milljónir króna og Guðbjörg Matthíasdóttir hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja í því þriðja með 135,6 milljónir króna. Í fjórða sæti listans er Guðbjörg Edda Eggerts- dóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, sem greiddi 115,4 milljónir króna í skatt. Sigurður Örn Eiríksson í Garðabæ greiddi 109,6 milljónir króna, Sveinlaug- ur Kristjánsson greiddi 102,8 milljónir og Össur Kristinsson, stofnandi Össurar hf, 100, 6 milljónir. Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður í Samherja greiddi 85,5 milljónir króna, Helgi Vil- hjálmsson í Góu greiddi 61,7 milljónir, Skúli Mo- gensen athafnamaður 60,1 milljón og Ingunn Gyða Wernersdóttir 60 milljónir króna. Tekjuskrár liggja nú frammi og fjölmiðlar og aðrir forvitnir eru farnir að rýna betur í þær. Í gær greindi Viðskiptablaðið frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Anna Sigur- laug Pálsdóttir, eiginkona hans, eiga rúmlega 1,1 milljarð króna umfram skuldir, samkvæmt greiðslu auðlegðarskatts fyrir árið 2012. Þau greiða rúmar 19 milljónir króna í auðlegðarskatt fyrir árið 2012. Magnús Kristinsson og Skúli Mogensen eru í hópi hæstu skattgreiðenda landsins. Magnús er skattakóngur í ár. 2 fréttir Helgin 26.-28. júlí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.